Akranes - 01.06.1947, Síða 6
væri þræll kallaður, þá máttu fáir taka
hann til jafnaðarmanns við sig, þótt frjás-
ir hétu, og kunni hann vel að þjóna sin-
um yfirmönnum.
Atli í Fljóti á Ströndum, þræll og bú-
stjóri Geirmundar heljarskinns tók um
vetur við 14 skipbrotsmönnum og bað þá
engu launa vistina, sagði Geirmund eigi
vanta mat og þegar Geirmundur spurði
hann, hví hann hefði verið svo djarfur að
taka slíka menn upp á kost hans, svaraði
Alti: „Því at þat man uppi meðan Island
er byggt, hversu mikils háttar sá maður
mundi vera, at einn þræll þorði að gera
slíkt utan hans orlofs.“ Þá svaraði Geir-
mundur: „Fyrir þetta þitt tiltæki skaltu
þiggja frelsi ok bú þetta, er þú hefur varð-
veitt,“ og varð Atli síðan mikilmenni.
Þegar Glúmur barðist við þráinn á
Espihóli og hann hopaði undan og féll,
iögðust þrælar hans tveir ofan á hann og
voru stangaðir spjótum til bana, en Glúm-
ur hélt lífi. Minna má og á það í þessu
sambandi, að menn fólu oft þrælum börn
sín til fósturs og er það ef til vill einna
áþreifanlegastur vottur um mannkosti
þeirra og traust það og álit, er þeir nutu
oft og einatt og fela menn eigi börn sín
visvitandi í hendur illmennum eða ó-
mennum á uppvaxtarárunum. Þessir
þrælar, er svo vel voru mannaðir, nutu
oft hylli húsbænda sinna um fram aðra
húskarla af frjálsum uppruna, og komust
jafnvel oft og einatt í sérstaka virðingar-
stöðu. Voru settir fyrir útibú, gerðir verk-
stjórar á heimabúinu og áttu yfir höfuð
góða daga.
Það er auðséð á þessu og mörgu öðru,
að Islendingar vildu meta þræla sina að
verðleikum, vildu reynast þeim vel er til
þess unnu og höfðu mannkosti til. Allur
sá fjöldi leysingja er þá frelsi sitt af þess-
um ástæðum ber glöggt vitni um það og
einnig hitt, að þeir vildu sem fyrst losna
við þrælahald og gott er til þess að vita,
að fyrstir allra þjóða urðu þeir til að af-
nema það.
Orsakir til þess, að svo varð, telja menn
verið hafa margar: Þeim hafi þótt þræla-
hald illa borga sig, þeir hafi haft nægt
landrými og viljað að hérað sitt byggðist
sem fyrst og því gefið það eða leigt leys-
ingjunum. En ég hygg meginorsökina ver-
ið hafa þá, að þeir hafi illa unað öllu
þrœlahaMi, viljað helzt búa eingöngu við
frjálsa menn. Og svo er talið að kristnitak-
an hafi haft hér alldrjúg áhrif, er fram
á þann tima kom.
Ekki hlýðir að ganga framhjá glæsi-
legustu dæmunum um ættgöfgi og mann-
kosti innfluttra þræla á þessum tíma:
Erpur, þræll Unnar djúpuðgu var jarls-
son. Melkorka, er varð ambátt Höskulds
Dalakollssonar og móðir Ólafs pá, var
dóttir Mýrkjartans Irakonungs. Um Þor-
kel Geitison í Krossavík segir, að hann ætti
þræl einn útlendan og' var hann „hvorki
ljótr né illr viðreignar sem aðrir þrælar,
heldr var hann gæfr ok góðr viðrskiptis.“
Ástríður Vigfúsdóttir á Borgarhóli, móðir
Viga-Glúms átti þræla nokkra, „en þessir
þrælar voru miklu hollastir Astríði fyrir
umsjá ok verknað; hún þóttist varla mega
búi sínu halda, ef þeir færi frá,“ enda var
umhyggja hennar fyrir þeim eftir því.
Oft varð náið og jafnvel innilegt samband
milli frjálsgjafa og leysingja og afkom-
enda beggja, sem sjá má af gullfögru
dæmi úr Njálu. Sigtryggur hafði verið
leysingi Ásgerðar móður Njáls og drukn-
aði hann í Markarfljóti og var Þórður
sonur hans, er kallaður var leysingjason
„því með Njáli síðan“ og fóslraÖi hann
alla sonu Njáls. Skín út úr lýsingum sög-
unnar lotning og elska Njálssona til fóstra
síns, þokki Njáls til Þórðar og kunnug-
leiki Gunnars á Hlíðarenda á því. Er
Njálssynir fréttu víg leysingjasonarins,
fóstra síns þótti þeim illt að mega ekki
hefna, því að sætzt hafði verið á vigið
áður en þeir fréttu. — Nokkru síðar vó
þó Skarphéðinn Sigmund og er Kári spurði
hann fyrir hvað hann hefði gert það, sagði
Skarphéðinn: „Hann hafði drepit Þórð
leysingjason, fóstra vorn.“ Vafalaust hafa
leysingjar ekki færri verið ágætismenn en
annað fólk og margra þeirra er að ágætum
getið. Unnur kvað Vífil, leysingja sinn
mundu þykja göfugan þar sem hann væri,
enda mægðist hann við beztu ætt og var
af honum gáfugmenni komið. Steinröðr
Melpatriksson, leysingi Ingólf var kall-
aður skilríkur. Margir leysingjar voru og
svo hagsýnir, að þeim safnaðist auður.
Þorgeir á Þorgeirsfjalli var leysingi og
auðugur að fé og Skúmur leysingi Flún-
röðar Véfríðarsonar, hafði og aflað sér
fjár og var auðugur.
Orðið þræll var til forna orðið ókvæðis-
orð, rétt eins og það er enn í dag og mun
eflaust verða. Var afkomendum ófrjálsra
manna brigzlað um ætterni þeirra: Rögn-
valdur Mærajarl Eysteinsson átti Finar
við ambátt og brýndi hann son sinn á því.
„Lítils er mér ván af þér þvít móðurætt
þín er öll þrælborin,“ sagði jarl. Glúmur
Öfeigsson kallaði í reiði Þjóstólf fóstra
Hallgerðar þræl. „Þat skalt þú eiga til at
segja, at ek eigi þræll,“ anzaði Þjóst-
ólfur og vó Glúm. Þegar Ólafur pá, sem
glæsilegastur var allra Islendinga, bað
Þorgerðar Egilsdóttur, kvað hún Egil
ásanna það, að hann ynni henni mest
barna sinna, „ef þú vilt gifta mik am-
báttarsyni.“ Svo var óbeit frjálsra manna
á þrælum rík, að hún náði út yfir gröf og
dauða.
Frn.mhald.
- B Æ K U R ---
Ljóðmæli eftir Grím Thomsen. B. A.
Lillie. London 1946.
hað lætur að líkum, að ljóðmæli slíks
skáldjöfurs sem Gríms Thomsens hafi oft
komið út áður, enda þetta 6. útgáfa Ijóða-
safna eftir hann en 2. heildarútgáfa ljóðmæl-
anna.
Heildarútg. Snæbjarnar Jónssonar 1934,
í tveim bindum, bar áreiðanlega af öllum
fyrri útgáfum um allt, en þó sérstaklega um
ytri frágang. Hann var gerður af mikilli
rausn eftir því sem á Islandi tíðkast, og
ekkert til sparað.
Á mælikvarða síðustu ára hefur Snæbjörn
Jónsson ekki verið stórvirkur bókaútgef-
andi, og mun nú með öllu hafa lagt niður
útgáfustarf. En útgáfa hans var til fyrir-
myndar um tvennt, sem mikilverðast er á
öllum tímum, en það er val og frágangur.
Að gefa út valdar bækur og vanda til þeirra
um allt eftir því sem frekast er unnt, en
forðast þó smekklausan íhurð, eru boðorð,
sem ekki eru um of haldin nú á síðustu ár-
um. Þar hefur stundum brostið á, að mjög
væri hugsað um gagnsemi bókarinnar eða
smekkvísi í útgáfu liennar. Þeir eru helzt
til margir, sem hugsa um það eitt, hvað gefa
muni beztan arð, en miður um gagnsemina.
En ekki kemur það til mála, að þjóðin eigi
mikla og glæsilega framtíð fyrir höndum ef
ekkert er til þess gert að hefta útgáfu úr-
kastsrita, en styðja hins vegar það menn-
ingar-starf og þjóðnytja, er þeir útgefendur
vinna, sem standast þá prófraun, að þeir
gefi aðeins út góð rit og vandi til útgáf-
unnar.
Hér var lítillega vikið að útgáfu Snæbjarn-
ar á ljóðum Gríms Thomsens. En nú hefur
dóttir hans, frú Betty A. Lillie, stigið í fót-
spor föður síns, og þó gengið góðu feti fram-
ar. Hún hefur gefið út ljóð Gríms á ný, og
með þeim hætti, að stórum ber af hinni
fögru útgáfu frá 1934, enda hafa með henni
fjallað um þessa útgáfu brezkir kunnáttu-
menn í bókagerð. En í bókagerð er Islend-
ingum ennþá leiðinlega áfátt Um kunnáttu.
Hefur og (þótt ótrúlegt megi virðast) alls
ekkcrt um það mál verið ritað á íslenzku.
Engin kennslubók í hókagerð til á móður-
máli okkar og ekki svo mikið sem ritgerð i
tímariti.
Niðurröðun kvæðanna í þessari heildar-
útgáfu er önnur en í hinni fyrri, og miklu
heppilegri. Var og sjálfsagt að raða nú með
öðrum hætti, því að nú er prentað í einu
bindi. Bæði efnisskrá og registur er svo
fullkomið, sem frekast verður á kosið —
efnisskráin framan við en registrið aftan
við, eins og vera ber. Nú eru tölusett erind-
in í drápum Pindars, eins og handrit höf-
undarins sýnir að hann vildi vera láta, enda
má slík tölusetning nauðsynleg heita í löng-
um drápum, rétt eins og í rímum. Prófarka-
lestur mun frú Betty hafa annast sjálf, en
faðir liennar ráðið niðurskipun ljóðanna,
og ritað hefur hann örstultan formála fyrir
bókinni. Framan við er áður óprentuð mynd
af Grími, alveg sérstaklega góð að þeirra
A K R A N E S
66