Akranes - 01.06.1947, Blaðsíða 8
Ólafur B. Björnsson:
Þœttir úr sögu Akraness V. 12.
HVERSU AKRANES BYGGÐIST
2. kafli. — Fjölgun býla og bæja til 1840.
27. Bakki (framhald).
Einar Ingjaldsson var ákaflega harð-
gerður og duglegur maður. Hann var af-
bragðs íormaður, hygginn og útsjónar-
samur á sjó, og góður að segja fyrir verk-
um. Hann var sókndjarfur en þó hygginn
og athugull á sjó. Einar var víst af sumum
talinn kaldur, stórorður og opinskár. Lét
ýmislegt „flakka“ og skeytti ekki um
hvort betur líkaði eða ver. Þó var ekki
hægt að segja annað en að Einar væri
prúður maður og raungóður. Hann var
undir niðri svo góðgjarn og drenglund-
aður, að fáir munu hafa reiðst honum ber-
sögli hans og stóryrði.
Einar mun hafa verið formaður á opn-
um skipum og síðar mótorbátum yfir 60
ár. Hann var formaður á fyrsta mótor-
bátnum, sem hingað kom til Akraness.
Þótti það ekki lítill viðburður.
Einar var framúrskarandi eiginmaður
og heimilisfaðir. Hann var mikill dugn-
aðar- og mannkostamaður. Einar andaðist
31. júlí 1940. Var hann nokkru áður gerð-
ur að heiðursborgara á Akranesi, og sá
fyrsti og eini, sem hlotnazt hafði sá heiður.
Eins og áður er sagt, voru tvær síðari
konur Einars systur. Bróðir þeirra var
Sigurður i Hvammi í Hvítársíðu, og Árni
Helgason, fyrrum organisti í Grindavík,
sem enn er á lífi, og Guðjón í Laxnesi í
Mosfellssveit, faðir Halldórs Kiljan Lax-
ness, skálds.
Halldóra á Bakka er hin mesta mynd-
arkona. Hefur hún að vonum þurft að
hafa mikil umsvif á hinu mannmarga
heimili. Oft þurfti hún að verulegu leyti
Einar lngjáldsson.
að annast búskapinn, vegna sjómennsku
bónda sins, ekki sízt þær mörgu vertíðir,
sem hann stundaði sjó í viðlegu á Hólm-
anum eða í Sandgerði. Heimilið hefur ver-
ið henni kært og þar eru hennar miklu
störf.
Eftir býlinu Bakka, heitir nú Njarðar-
gatan Bakkatún, og er Bakki nr. 22 við
þá götu.
Á Bakka var byggt með fyrstu timbur-
húsum hér á Skaga. Það var 15 álna langt,
1 o álna breitt, með skífuþaki, og með
kvisti á suðurhlið. Það var byggt 1872, af
Jóhannesi snikkara, þeim sem hér hefur
verið nefndur. Þetta gamla hús reif Einar
Ingjaldsson 1922 og byggði þá það, sem
enn stendur á Bakka.
28. Brekkubœr.
Þetta býli hefur aldrei verið eign ábú-
andans. Það er hjáleiga frá prestseturs-
jörðinni Görðum. Ekki mun byggð hafa
verið í Brekkubæ fyrr en um 1800. I upp-
hafi var bærinn um nokkur ár kallaður
Fagrabrekka. (Á þeim tíma hefur þótt
fallegt i Brekkubæ.) Þessi hjáleiga frá
Görðum liggur næst Skaganum, (niður að
Krókalóni innan verðu) og tún jarðar-
innar lá að mörkum Skagalóðar.
Árið 1826 býr þetta fólk í Brekkubæ:
Jón Benediktsson, húsm., 61. árs, og Sig-
ríður Einarsdóttir bústýra hans, 6g ára.
Þar býr Jón enn 1834, en er þá talinn
ekkjmaður. Jóns þessa gat Hallgrímur í
sambandi við kaffi. Um þetta farast Hall-
grimi svo orð: „Þá var ótítt um kaffe, þá
kunnu menn að nefna það en naumast að
Ilalldóra Helgadóttir.
laga, nema einstöku menn. Jón Benedikts-
son í Brekkubæ og Sigríður kona Ásbjarn-
ar, — hvers áður er nefndur, — var helzt
getið að því að þau kynnu manna bezt að
laga kaffe, enda höfðu þau atvinnu af því
fyrst framan af að skenkja kaffe fyrir
marga sjómenn o. s. frv.“
Árið 1840 er í Brekkubæ Oddur Þórðar-
son, húsbóndi, 76 ára, og Guðrún Ofeigs-
dóttir bústýra, 65 ára. Þau eru þar enn
1843.
Árið 1844 er kominn þangað Guðmundur
Ólafsson, húsbóndi, 37 ára og Kristín Jóns-
dóttir kona hans, 31. árs. Þeirra börn eru
þá: Pétur, 8 ára, og Gróa, 6 ára. Þar er
þá og Guðrún Sighvatsdóttir, 44 ára, og
Sighvatur Grímsson, hennar sonur, 4. ára.
(Fræðimaðurinn alkunni.) Næsta ár á
eftir, 1845, býr þar Ásbjörn Pétursson,
46 ára, og Málmfríður Ásmundsdóttir
kona hans, 48 ára. Þeirra dóttir var Mál-
fríður, móðir Ásbjarnar snikkara í Völ-
undi og þeirra systkina. Hjá þeim eru þá
þessi börn þeirra: Ásmundur, 15 ára, og
Guðrún, 9 ára. Árið 1850 eru þau þar enn
og þessi börn: Ásbjörn, 22. ára, Málmfríð-
ur, 18 ára, og Guðrún, 13 ára. Árið 1873
býr þar ekkjan Maria Jónsdóttir, 52. ára,
með dóttur sína, Guðríði Bjarnadóttur, þá
12 ára.
I janúar 1873 býr þar Ólafur Guð-
mundsson, bóndi, go ára, og Guðríður
Guðnadóttir, kona hans, 48 ára. Hjá þeim
eru þá þessi börn þeirra: Björn, 16 ára,
og Sesselja, sem lengi bjó í Innsta-Vogi,
móðir Málfríðar Björnsdóttur á Strönd á
Rangárvöllum, Guðmundar nú á Arkar-
læk og þeirra systkina. Sonur Ólafs þessa
og GuÖríðar í Brekkubæ, var og Guðmund-
ur, síðar í Mýrarhúsum, — faðir Björns
Ólafssonar, fyrrv. fjármálaráðherra.
Árið 1876 er kominn að Brekkubæ
Eyjólfur Sigurðsson, (ættaður ofan úr
Andakíl). Hann mun fyrst hafa verið
vinnumaður hjá Árna í Heimaskaga, og
formaður fyrir hann á fjögra manni fari.
Hann kvæntist 8. nóv. 1877, Sigríði Sveins-
dóttur frá Innsta-Vogi. Sveinn faðir Sig-
ríðar bjó fyrst á Ósi, eftir Narfa Ólafsson
tengdaföður sinn, en kona hans og móðir
Sigriðar i Brekkubæ var Sigriður Narfa-
dóttir. (Þetta er og faðir Guðmundar
Narfasonar, sem hér lifir enn). Frá Narfa
þessum og konu lians, Agnesi Guðmunds-
dóttur, má ýmislegt merkilegt segja, og
gefst vonandi tækifæri til þess síðar. Börn
Sveins i Innsta-Vogi voru 12. en aðeins
þessi komust til fullorðinsára: Sigríður í
Brekkubæ, Narfi á Me.1, Árni í Garðbæ,
Helgi á Litlabakka, Ingveldur á Suður-
völlum og Ólafur, sem alinn var upp hjá
Bjarna Ólafssyni i Akrakoti. Hann drukn-
aði i Alcrakotsvörinni, ungur að aldri, 6.
júní 1874. Var hann að sögn mjög efni-
legur maður.
Sigríður kona Eyjólfs í Brekkubæ var
A K R A N E S
68