Akranes - 01.06.1947, Síða 12

Akranes - 01.06.1947, Síða 12
Á leiS til sýningarskálans. Líklegt er að búskapur hafi hér í forn- öld, fljótlega verið sambærilegur við það sem gerðist í Noregi a. m. k. Mætti draga þessa ályktun af eftirfarandi: Að margir landnámsmennirnir voru gildir bændur, sem tóku sig upp frá góðum búum. Má því ætla að búskapur þeirra hér, hafi mót- ast af því, sem þeir hurfu frá, og tiðkaðist í þeirra föðurlandi. Undir þetta renna og þær stoðir. Að landið var þá allt viði vax- ið, landgæði meiri, en síður varð, og veðr- áttan því betri. Hér á landi stóð allt með miklum blóma fram eftir allri 13. öld, eða nánar tiltekið, meðan frelsið var ekki látið af hendi. tJr því sígur meir og meir á ógæfuhliðina. Eymd, örbyrgð og kúgun tengir öld við öld. Allt fram á 19. öld er eins og allt leggist á eitt um að ógna þessari litlu þjóð. Hafís, eldur og erlend kúgun. Og var hið síðast talda verst. Sá stofn sem þessar ógnir þoldi hefur verið sterkur, því innan frá brezta böndin þegar fylling tímans var komin, þó að utanaðkomandi öfl og atvik hjálpi líka til. Fram á ig. öld lifði þjóðin á búskap að lang mestu leyti, því þá var sjávarútveg- urinn enn ekki orðinn aðal atvinnuvegur. Ég fyrir mitt leyti held, að búskapnum hafi hnignað verulega frá því sem hann var á fyrstu öldum. Þegar siglingar og ut- anferðir ungra manna lögðust næstum að segja niður, og erlend áþján eykst, bitn- aði einangrunin skiljanlega mest á at- BlómaskrúS á sýningunni. LANDBUNAÐ \ var stórfallcg, stórme endtim tíl hít vinnuvegunum. Var þvi eðlilegt að þeir slitnuðu meira úr tengslum við umhehn- inn, en þjóðin gerði nokkru sinni mennt- unarlega. Næstum á hverri öld eru þó uppi mikil- menni, sem sjá hversu komið er. Sem telja kjark í þjóðina og benda henni á mátt hennar og möguleika. En hér var ekki við lamb að leika sér. Og ekkert gat gerzt í skyndi, svo langt sem allt var komið niður á við. Versti þröskuldur allra framfara, bæði andlegra og verklegra, var þá verzl- unaránauðin. Um enga framför gat því verið að ræða fyrr en henni yrði aflétt. Það sýndi sig lika fljótt hvílikur bölvald- ur einokunarfjöturinn var, því strax er honum er aflétt, hafði þetta sömu verk- anir á framfarir og menningu á öllum sviðum, eins og sól og regn á hálfgræna jörð undan fannkingi vetrar. Ur því helst allt í hendur í áttina til þess sem orðið er, og þessi mikla sýning bendir áþreifanlega til, að því er landbúnaðinn snertir. Langt fram á 19. öld mátti segja að híbýli fyrir menn og skepnur, væri jörðin sjálf. Þai sem „holunum“ var haldið uppi og opnum með spækum úr skógum þeim, sem enn ekki var búið að brenna, eða er- lendum sprekum sem flutu hingað fyrir kóngs eða kaupmanns náð. Sama mátti segja um það, sem kallað var verkfæri á þeim timum, og lagt var sér til munns af erlendum varningi. Allt fyrir kóngs og kaupmanns náð, en gat oft verið svikið í ofanálag. Þrátt fyrir þessa eymd og aðbúnað öld- um saman hefur þjóðin hjarað við mjólk og mysu, kjöt og fisk og lýsiskolu. 1 kot- unum voru oft unnin kynleg afrek, sem ekki einasta liafa lýst og lyft okkar eigin þjóð, heldur og norrænum frændum og vinum. Eftir þennan formála, skal nú nokkuð vikið að þessari merkilegu sýningu. — Hvernig hún kom mér fyrir sjónir. Hvaða boðskap hún hafði að flytja og hvað af henni megi læra. Til sýningarinnar virð- ist hafa verið mjög vandað og nálgast það að vera tæmandi um þetta efni, og er þá mikið sagt. Ýmsar töflur og línurit segja hér langa sögu í stórum dráttum. Verður nú vikið að ýmsum þeim upplýsingum, sem þær fela i sér. 72 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.