Akranes - 01.06.1947, Side 14

Akranes - 01.06.1947, Side 14
Miðað við töluna 100 árið 1901, var kjötframleiðslan 380 árið 1945. Hefur því næstum fjórfaldast á 45 árum. Þrátt fyrir alls konar pestir sem herjað hafa. Pestir, sem því miður helzt lítur út fyrir að orðn- ar séu landlægar. Þetta er miðað við höfða- tölu þeirra, sem framleiðslustörfin vinna. Afrakstur af vatnafiski; laxi og silung áriS 1945: Hér er talið að veiðst hafi þetta ár 9819 laxar, 40 smál. að þyngd og um 400 þús. króna virði. Ennfremur 383.433 silungar, ca. 200 smál. og 920 þús. kr. virði. Senni- legt er talið að hér vanti mikið á rétt fram- tal. Er það ekki alveg ósennilegt!!! Búfjársýningin: Það liggur í hlutarins eðli, að á land- búnaðarsýningu sé þeim þætti gerð veru- leg skil. Enda mun það meira að segja al- gengast á hliðstæðum erlendum sýning- um, að búfjénaður sé miðdepill þeirra og höfuðþáttur. Hér virðist aftur á móti, sem þessi þáttur hafi verið algert aukaatriði, sem engu máli skipti. Hér var um ekkert úrval að ræða, heldur aðeins fá dýr í fáa daga, sýnilega til málamynda. Þetta er eitt af því mjög fáa sem hægt er að ásaka fyrir í sambandi við þessa sýningu. Hins vegar má ef til vill afsaka þetta með bú- fjársjúkdómunum, þar sem bannað er að flytja búfé af, eða milli sýktra og grun- aðra svæða, eða á ósýkt svæði. Það mun rétt vera, að erlendir bændur leggi mest upp úr þessum þætti á hverri sýningu, og sæki þær ef til vill mest til þess að kynna sér verðlaunagripi á slíkum sýningum. Því hefði verið mjög gaman og gagnlegt að fá hér að sjá úrvalsgripi af öllu land- inu og fá rækilegan samanburð á þeim framförum, sem orðið hafa i þessari grein hér á landi, sem vafalaust eru mikil, sem hvort tveggja skapar aukinn arð og öryggi. Betur má þó ef duga skal, og muna vel að gera þennan þátt vel úr garði á næstu sýningu. Er þetta þess nauðsynlegra, sem telja má víst að xun búfjárkynbætur séu Islendingar langt á eftir öðrum landbún- aðarþjóðum. Við megum ekki á neinum sviðum láta okkur nægja kák eitt, heldur kapp, með festu og forsjá. Stœrð matjurtagarSa og uppskera: Þar eins og annars staðar eru framfar- irnar örar og auðsæjar. Árið 1885 voru garðlöndin 132 hektar- ar, en uppskeran 2.953 tunnur. 1900 ............ 250 ha. og 17.433tn- 1915 359 23.766 — 1930 .............. 455 36.311 — 1941 1000--------124.862 — Þrátt fyrir þennan mikla vöxt og við- gang kartöfluframleiðslunnar, er oss sjálf- ASal sýningarskálar. sagt í fáum greinum eins ábótavant. Fram- leiðsla og neyzla þyrfti að vera miklu meiri en hún enn er orðin. Að svo er ekki, á áreiðanlega rót sína að rekja til trassa- skapar, fyrirhyggjuleysis og skilningsleys- is um meðferð og geymslu ávaxta yfir- leitt. Og vegna skemmda og vanhirðu er þessi framleiðslutala í raun og veru vill- andi, þegar tekið er tillit til þess sem ár- lega ónýtist alveg, og einnig og eigi síður, vegna gæðarýrnunar — sem fæðutegund- ar — sem á upptök sín í lélegri geymslu. Um langt skeið voru Akurnesingar langsamlega stærstu kartöfluframleiðend- ur, og sáu um all langt árabil flestum Reykvíkingum fyrir þeirri nauðsynlegu fæðutegund. Nú eru þeir komnir langt aft- ur úr öðrum landshlutum á þessu sviði. Veldur þar margt um, m. a. siauknar byggingar á beztu garðræktarlöndunum, svo og hin mikla sýkingarhætta, sem áður var hér a. m. k. svo að segja óþekkt fyrir- brigði. Á sýningunni virðist ef til vill rofa fyrir bjartari degi, að því er snertir geymslu ávaxta yfirleitt. Er þar átt við bás þann eða hólf sem tilheyrir svonefndum Jarð- húsum við Elliðaár. Frá þessu fyrirtæki var nokkuð sagt i síðasta blaði, og vísast til þess, það sem það nær. Eigandi Jarðhúsanna, Jóhannes Helga- son hefur allt frá síðasta hausti látið fram- fara nákvæmar áframhaldandi vísindaleg- ar rannsóknir á ávöxtum þeim sem geymdir hafa verið í jarðhúsunum, allt til þess dags er þeir voru teknir á landbún- aðarsýninguna. Þessar rannsóknir eru næsta merkilegar og virðast fullsanna ágæti þessa geymslu- fyrirkomulags, þ.e. Jarðhúsanna, og sanna að þau hafa mikla yfirburði fram yfir aðrar geymslu þó góðar séu. Enda er tölu- verður tæknilegur útbúnaður látinn hjálpa hér upp á sakimar. Athuganir þessar hafa leitt í ljós að frá 1. nóv. 1946 til 22. núní 1947 er rýnun á kartöflum geymdum í jarðhúsunum að- eins 4%. (I kjallarageymslu í Verka- mannabústöðunum er rýrnunin á sama tíma 54%). t>að er talið að meðaluppskera hér á landi sé um 80 þúsund tunnur, eða 65 kg. á mann. Hún ætti, og þyrfti að vera ca. 200 þúsund tunnur, eða 150 kg. á mann, til þess að samsvara t. d. kartöfluáti Eng- lendinga. Kartöflur eru mjög holl og góð fæða, og mikill fengur að auka neyzlu þeirra. En það er óhugsandi, — nokkuð að marki fram yfir það sem nú er — nema með geymslum, sem svo að segja, eða alveg fyrirbyggja skemmdir milli upp- skeru. Með aukinni kartöfluuppskeru mætti, að því er Jóhannes heldur, auka atvinnu- tekjur kartöfluframleiðenda um allt að 15 miljónum króna, ef rétt og hyggilega væri á haldið í öllum efnum er þetta mikils- verða mál snertir. Á sýningunni voru 7 mánaða gömul epli úr jarðhúsunum, alveg eins og þau væru nýlesin af trjánum. Þar voru og appelsínur sem þar hafa verið geymdar í 4mánuð, alveg óskemmdar. Er þó talið að illt sé að geyma appelsinur — meira að segja í góðri geymslu — mikið lengur en 3 mánuði. Allt bendir því til að jarðhúsin ætli að reynast gagnleg nýjung, og hið merkileg- asta fyrirtæki. Sem allt í senn, muni spara einstaklingum mikið fé í minni rýrnun, og sömuleiðis hollari fæðu. Og síðast en ekki sízt spara erlendan gjaldeyri, en einn- ig að þjóðin eigi þess nú fremur kost en áður, að neyta hér að staðaldri nýrra og óskemmdra ávaxta, jafnvel allt árið. í>á hefðu jarðhúsin við Elliðaár ekki verið reist til einskis. Og ég tel mjög sennilegt, að þessi nýjung hins atorkusama unga manns leysi einmitt að verulegu leyti þennan vanda. 1 þessu sambandi dettur mér i hug kenning Wearlands um hið mikla gildi kartöflunnar, sem hollrar fæðu. Með nýrri geymslumenningu er því fyrst hægt að auka verulega neyzslu og uppskeru garðávaxta yfirleitt, til hags og heilla öll- um almenningi. Ekki aðeins gagnvart innlendum ávöxtum, — heldur og erlend- um — ættu t. d. kaupmenn og Grænmetis- verzlun ríkisins að notfæra sér geymslu- gæði Jarðhúsanna, til þess að geta hafið hér samfelda sölu nýrra ávaxta. Áður en skilist er við Jarðhúsin, er rétt að leiðrétta smá missögn um stærð þeirra í greininni í síðasta blaði. Þar var sagt að hvert þeirra væri 400 kúb.m., en þau eru hvert um sig 850 kúb.m. Tekur hvert þess- ara 7 húsa 2500—3000 tunnur af kartöfl- um. Skógrœkt og sandgrœÓsla. Á þessu sviði hefur verið unnið hér mikilsvert og merkilegt starf, og á þó eftir að koma betur í ljós, vekja meiri eftirtekt og verðskuldan stuðning einstaklinga og ríkis. Hér á landi hefur allmikið verið gert 74 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.