Akranes - 01.06.1947, Qupperneq 17
SERA FRIÐRIK FRIÐRIKSSON:
STARFSÁRINIII.
Framhald.
Það var nú Pétur Jökull, trésmíðameistari. Dóttir hans var
gift náfrænda mínum, Júlíusi Guðmundssyni og Guðrúnar
dóttur Jóhannesar, föðurbróður míns. Þau bjuggu vestur í
Lincolncounty. Sonur Péturs Jökuls hét líka Pétur og var um
18 ára að aldri, stórmyndalegur piltur. Kom ég oft á það heim-
ili og vorum við Pétur yngri mjög góðir vinir. — En nú verð
ég að setja haft á sjálfan mig, því annars kæmu l'leiri og fleiri,
og bók þessi yrði í mörgum bindum.
Eg hef áður gjört nokkra grein fyrir frændfólki mínu i söfn-
uðinum vesturfrá í Iúncoln-sýslu. Það var mér ákaflega gott
og átti ég margar unaðsstundir á heimilmn þeirra systra, Guð-
rúnar og Jóhönnu.
C. M. Gíslason, maður Jóhönnu, bjó stórbúi þar í söfnuð-
inum. Þau hjónin áttu fjölda barna. Þrír elztu drengirnir hétu:
Clarence sá elzti, þá eitthvað um lö eða 17 ára, hinn næsti
hét Conrad, sérlega myndarlegur, bæði vel vaxinn og fríður
sýnum. Svo kom Carl, hann var 12—13 ára, og fannst mér
hann ljúfastur þeirra allra. Svo voru þar tvær eða þrjár dætur
og seinast komu þrír drengir, kornungir. Eg skírði þann yngsta
og var hann skírður Friðrik, og varð hann ótrúlega hændur
að mér og vildi alltaf vera í fanginu á mér, þegar ég dvaldi
þar. Hann var látinn gefa mér öskjur með góðum gripum í,
þar á meðal hálsbindisklemmu úr gulli og hef ég alltaf síðan
haft hana í hálsbindi mínu, — og litla nafna rninn í hug mér
og hjarta.
Fg komst í góða viðkynningu túð prest norska safnaðarins
í bænum, séra Hinderlá. — Hann var mér ákaflega góður og
var hann líka mjög vel látinn af íslenzka söfnuðinum. Eg var
oft í kirkju hjá honum, og það kom oft fyrir, að ég predikaði
þar. Norski söfnuðurinn var mér góður og átti ég marga vini
þar, sér í lagi meðal hinna ungu. Einu sinni var ég boðinn á
])restafund norskan. Þar voru margir prestar saman komnir.
I’>g var þar á meðal þeirra eina þrjá daga og undi mér vel.
Allir prestar þar fylgdu sömu stefnu í kirkju- og trúmálum
sem kirkjufélagið íslenzka. Voru á móti „hinni hærri“ biblíu-
krítík og nýju guðfræðinni. — Þessi norska prestastefna var
haldin í smábæ, sem heitir Montevideo, Minn. Þar voru
margir Norðmenn búsettir.
Þátttaka mín í þessari prestastefnu hafði það í för með sér,
að mér var seinna boðið á minningarhátíð í Norsku samein-
uðu lúthersku synodunnár. Það var 2.5 ára afmælishátíð henn-
ar. Árið 1890 sameinuðust margir norslcir kirkjuflokkar og
mynduðu nýtt sameinað norskt kirkjufélag. Sú hátíð átti að
haldast i Minneapolis í júnímánuði miðjum.
Eg þjónaði nú söfnuðunum mínum allt þangað til ég færi
a þessa hátíð, fermdi börn og liafði margar blessunarríkar
stundir. Eg var því fús til að lofa söfnuðinum að koma aftur
um haustið og þjóna þar næsta vetur, veturinn 1915—16. Um
sumarið var svo til ætlast, að ég ferðaðist meðal íslenzku safn-
iiðanna í Kanada.
ATnrslca lcirkjuhátíðin í Mmneapolis.
Eg hef hér á undan sagt frá tilefni þessa mikla hátíðarhalds.
I þrjú eða fjögur ár hafði hátíðin verið í undirbúningi. Söng-
Iróðir menn frá St. Ólafsskólanum höfðu feðast milli allra
safnaða norska kirkjufélagsins og valið út úr söngflokkum
safnaðanna hina beztu söngkrafta. Söngskrá hátíðarhaldsins
hafði verið útbúin í byrjun undirbúningsins, og var svo æfð í
hverjum söfnuði. Allt söngfólkið kom svo saman í Minneapolis
þrem vikuin áður en hátíðin skyldi hefjast, og hafa sameigin-
legar æfingar. Þetta var blandaður kór og voru 2000 manns í
kórnum.
Kvöldið áður en hin eiginlega hátíð átti að byrja, var hald-
inn samsöngur í hinni stóru höll riddaraliðs hersins, þar sem
eru hafðar reiðæfingar. Hafði sú höll verið leigð til hátíðar-
innar. Fyrir innra stafni hússins voru reistir söngpallar sem
náðu hátt upp, þannig, að hver röðin stóð fyrir ofan aðra.
Námu höfuð þeirra er í röðunum stóðu við brjóst þeirra er
stóðu í næstu röð fyrir ofan. Niður á gólfið fyrir framan rað-
irnar var hljóðfæraflokkur. Mér var sagt að um 170 hljóð-
færi væru notuð. Þar fyrir l'raman reis upp íeiknahár pallur
fyrir söngstjórann. Það var sæti í salnum fyrir 7000 áhreyr-
endur. Klukkan 7 um kvöldið var hvert sæti skipað, og í blöð-
unum næsta dag var sagt að jafnmargir hefðu orðið frá að
hverfa. Sætið kostaði 3 dollara. Samsöngurinn Iiófst með því,
að hljóðfærasveitin spilaði præludium mikið. Á söngskránni
voru aðeins gömul lúthersk sálmalög. Þar var: „Gæzkuríki
græðari minn,“ „Á Guð alleina,“ „Vaknið, Zions verðir kalla!“
o. fl. Oll voru lögin útsett með afar fögrum raddsetningum og
áhrifamiklum. JMest hreif mig þó sálmurinu: „Vakna, Zions
verðir kalla.“ Það var eins og ég sæi verðina hlaupa upp á múra
Jerusalem við lúðraþyt og vakningarhróp, heyrði gnýinn af
fótatökum þúsundanna er verðirnir kölluðu og lýðurinn þaut
af stað til að heilsa komandi konungi sínum. Öll versin í
hverjum sálmi voru sungin, og sálmarnir voru á söngskránni
prentaðir bæði á norsku og ensku. Síðar stóð sálmurinn: „Vor
Guð er borg á bjargi traust,“ og voru áheyrendur beðnir að
syngja sálminn með standandi. Hljóðfærasveitin lék undir
þeim sálmi. Það var í staðinn fyrir orgel. — Ég hef aldrei
heyrt slíkan kraft í neinum söng. Það var hrifning. Ég reyndi
til að hætta að syngja með til að hlusta, en undir eins varð
ég að taka undir aftur og syngja með af öllum krafti. — Mér
fannst þetta vera eins og ómótstæðilegt áhlaup á Satan og
allt hans veldi.
Daginn eftir fóru fram samkomur í Reiðhöllinni og aðstoð-
aði hin mikla söngsveit samkomunnar. Allt fór fram með hinni
mestu prýði .Annan dag hátíðarinnar var haldin guðsþjón-
usta í stærstu kirkju bæjarins. Þar söng aðeins nokknr hluti
kórsins, því það var ekki rúm fvrir hann allan. Formaður
kirkjul'élagsins stýrði guðsþjónustunni. Þar voru vígðir 33
prestar og stóðu tveir vígsluvottar bak við hvern vígsluþega.
I kringum altarið stóðu þannig 99 prestar í skrúða, og sá
hundraðasti sá er vígsluna framkvæmdi. Margir af hinum
nývígðu áttu að fara sem kristniboðar út í heiðingjalönd.
Öll hátíðin var hin veglegasta, sem hugsast gat. Var mér
sagt, að hátíðina hefðu sótt 10.000 Norðmenn fyrir utan þá
er í Minneapolis og St. Paul voru búsettir. Meðan ég dvaldi í
borginni, heimsótti ég marga vini og kunningja íslenzka. Mér
var líka boðið að koma á prestastefnu með dönskum prestum,
er liéldu þar fund rétt eftir Norðmanna hátíðina. Það var
prýðilegur fundur og uppbyggilegur. Flestir voru prestarnir
af sömu stefnu sem heimatrúboðið danska.
Sumarið 1915.
Eftir dvölina í Minneapolis hélt ég norður til Winnipeg og
var mér þar vel fagnað af ungum og gömlum vinum. Ég ferð-
ast síðan til Islendingabyggðanna og hélt samkomur víða. Eg
var vikutíma lijá séra Guttormi Guttormssyni í Churchbridge.
Ilann var mjög áhugasamur prestur og lærður vel. Ég ferð-
akranes
77