Akranes - 01.06.1947, Blaðsíða 19

Akranes - 01.06.1947, Blaðsíða 19
viðbragð og kom hlaupandi upp tröppurnar til mín. Hann var blóðrjóður í framan og sagði dálítið slitrótt: „Ég má til að segja þér, að ég er versti drengurinn hér í bænum!“ „Svo, ertu það?“ „Já“ stamaði hann, „það segja allir, og þú fengir að heyra það.“ — Jæja,“ sagði ég, „mér þykir vænt um að þú sagðir mér það, og nú þykir mér enn meira varið í þig en áður. Ef þú villt, þá skulum við nú verða reglulegir vinir, og svo verður þú seinna bezti drengurinn í öllum bænum. Nú getum við hjálpast að með það, ef þú villt. — Komdu aftur til mín á morgun og þá skulum við tala saman.“ Svo fór hann. Hann kom aftur næsta dag og svo mörgum sinnum. Hann sagði mér að íslenzku drengirnir hefðu alltaf verið sér beztir. Hann skildi þó nokkuð í íslenzku, og hann kom á fundina, sem ég hélt með jafnöldrum hans, og allan fyrra veturinn var liann mér mjög fylgispakur og vinát.ta okkar fór vaxandi með hverjum degi. — Eg fann brátt að hann vill allt gjöra mér til geðs. Eg sagði honum, hvernig ég vildi helzt, að hann væri bæði heima og í skólanum o. s. frv. Hann sagði mér líka frá, ef honum hafði orðið eitthvað á. Björn Gíslason kom einu sinni til mín og sagði mér frá, að Willy hefði komizt í klandur nokkurt, með því að gjöra at í gæsahóp og hefði verið kærður fyrir, en hann kvaðst hafa miðlað málum, svo að hann slippi, ef ég vildi taka að mér að gefa honum ráðningu og áminningu, því að hann væri viss, hve mjög Willy væri hændur að mér. — Eg lofaði því og varð strangur við drenginn. Upp frá því varð hann enn eftirláts- samari. Eg kom stundum heim til hans ,og voru foreldrar hans mjög glaðir yfir vináttu okkar. Svo þegar ég síðara liaust mitt í Minneota byrjaði á fermingarundirbúningnum, báð Willy mig að lofa sér að ganga með fermingardrengjum mínum og ferma sig næsta vor. Svo varð þetta þannig í samráði við for- eldra hans. Ilann hafði á fundunum og í samveru sinni við íslenzku drengina lært svo mikið í íslenzku, að hann gat alveg fylgst með; ég notfærði mér líka enslcuna til skilningsauka bæði hans vegna, og vegna hinna drengjanna, sem líka þurftu þess með. — Eg fermdi á hvítasunnudag um vorið 1916, og við spurninguna í kirkjunni spurði ég Willy á íslenzku, en hal'ði gefið honum leyfi til að svara á enslcu. Eftir ræðuna til fermingarbarnanna hélt ég stuttan ræðu- stúf á ensku aðallega vegna foreldra hans. Eg tók það að vísu nærri mér af feimni, en ég fann á eftir að söfnuðinum þótti vænt um það, og tók viljann fyrir verkið. Síðdegis eftir ferm- inguna gengum við Willy saman út fyrir bæinn. Þar mættum við lögreglustjóranum. Hann heilsaði olckur og óskaði Willy til hamingju. Svo sagði hann við mig: „Og ég óska yður elcki minna með kraftaverkið, sem þér hafið gjört á drengnum; hann er orðinn hreinasti fyrirmyndardrengur, það segja allir.“ Eg fékk nær því tár í augun, og sagði: „Þökk, herra lögreglu- stjóri, en karftaverkið er meira Willy sjálfum að þakka, hann var viljugur og svo gjörði Jesús það sem ávantaði. Lögreglustjórinn svaraði fremur þurlega: „Já, það getur verið að meira sé til í kristindómnum, en ég hef haldið.“ — Hann var að minnsta kosti enginn kirkjumaður. Um annan fermingarson minn verð ég að geta, sem varð mér líka til mikillar gleði. Það var Villi (William eða Vil- hjálmur) Þórðarson, læknis, bráðgáfaður og dugmikill piltur. Við urðum mjög samrýmdir. Mér til skemmtunar fékk ég hann til að læra hjá mér latínu um veturinn. Hann gekk í Gagnfræðaskólann (the High Scliool). Honum þótti mjög gaman að því. Eg kenndi honum alveg eftir mínu höfði. Það var mér mikil skemmtun, því að lærisveinninn var svo skarp- gáfaður og fékk um leið svo mikinn áhuga fyrir latínunni. Svo um vorið, eitthvað mánuði fyrir að próf byrjaði í skólanum, segir Villi eitt sinn við mig: „Ég ætla mér að taka aukapróf í latínu í vor.“ „Ertu alveg frá þér, drengur. Eg hef ekki kennt þér með það fyrir augum. Það er eingöngu skriflegt próf eftir akranes allt öðrum máta en þú hefur lært.“ „Það er það sama, ég ætla að reyna.“ Þegar Villi hafði tekið eitthvað í höfuðið, varð honum ekki þokað frá því. Svo fékk ég mér þær skriflegar spurningar, sem höfðu verið gefnar við latínupróf ríkisins vorið áður, náði í þá kennslubók, sem það próf var byggt á. Svo þvældi ég sjálfur í gegn um þá bók og las hana jafnframt með Villa. Svo gekk hann undir prófið. Eg var nærri því viss um að hann mundi falla. En forviða varð ég er árangurinn kom í ljós tveim mánuðum síðar og Villi hafði fengið mjög háa einkunn. Þannig var Villi í öllu, þróttmikill, gat verið ófyrirleitinn og sjálfráður, en um leið mjög sómakær drengur. vinfastur og hreinskilinn. Hann sýndi sem drengur mikla at- orku í öllu sem hann gekk að. — Skólinn í Minneota hafði laugardag fyrir frídag. — í félagi við annan pilt í efsta bekk skólans, íekk Villi sér áhöld til þess að bursta skó, háan stól, sem sá sat í meðan skór hans væru burstaðir. Fyrir litla leigu fengu þeir félagarnir leyfi til að láta stólinn standa inni í skeggrakarasal einum. Á laugardögum skiptust þeir til að bursta skó manna og fengu góða aðsókn. Ég hef getið um áður, hve duglegur Villi var að stjórna bíl. Var hann orðlagður fyrir, hve hratt hann æki, en aldrei kom það að neinu grandi. Það mundi verða stór bók, ef ég skrifaði um alla þá drengi og unga menn, sem mér voru kærir þarna í Minneota og sveit- unum í kring, svo að ég verð að láta hér staðar numið. í þeim hópi voru bæði Islendingar og ekki íslendingar. Þessi fyrsti vetur minn í preststarfinu i Minneóta, leið nú fljótt. og vel. Hver dagurinn öðrum skemmtilegri. Einna mest yndi hafði ég af undirbúningnum til fermingarinnar um vorið. Ég byrjaði að safna börnunum saman snemma í nóvember. Þau voru nú ekki ýkjamörg, en ýmsir erfiðleikar voru samt á þessu starfi. Það var t. d. ómögulegt að fá kver til þess að láta þau læra. Ég varð því að láta mér nægja að hafa fræði Luthers, þau minn, og kenna þeim svo mest munnlega. Ég hagaði því svo til að ég hafði með þeim samveru tvær stundir í einu tvisvar í viku. Ég setti þeim fyrir valda kafla í nýjatestamentinu og áttu þau að lesa hann bæði á íslenzku og ensku og svo fór ég með þeim í innihald kaflans, hlýddi þeim yfir það, sem þau áttu að læra í fræðunum. Ég hafði svo vissar stundir til fræðslu í höfuð- dráttum biblíusögunnar, og urðu þessir tímar mér mjög unaðs- legir. Ég hafði auðvitað drengina sér og stúlkurnar sér, þótt það tæki helmingi meiri tíma. Þannig gekk það um veturinn fram til vorsins. Ég fermdi í lok maímánaðar. Þennan vetur, 1914—1915, fór ég einstaka sinmnn til stór- bæjanna Minneapolis og St. Paul, og hélt þar við og við guðs- þjónustur fyrir Islendinga. Ég fékk lánaða litla kirkju. Það var Presbytarasöfnuður, sem átti hana. Ég auglýsti þessar guðsþjón- ustur í blöðunum og komu á þá fyrstu eitthvað á annað hunrdað Islendingar. Allir voru hissa á þvi hve margir Islendingar voru í borginni. Þar kyntust þeir hverir öðrum. Þar hittust gamlir kunningjar, sem höfðu átt heima þar í borginni í langa tíð án þess að vita hver af öðrum. Um vorið 1915, í júní mánuði, var mér boðið til Minneapolis á 25 ára hátíð „Sameinuðu Norsku kirkjunnar.“ Undir þá hátíð höfðu norsku söfnuðurnir búið sig i eitthvað fjögur ár. Einn afar merkur skóli norskur, St. Ólafsskólinn, stóð fyrir öllum undir- búningnum. Þar á skdlanum er hið mesta sönglíf. Var strax í byrjun búin til söngskrá fyrir hátíðina. Síðan voru sendir út söngkennarar til allra norskra safnaða bæði í Bandaríkjunum og Kanada og valið bezta söngfólkið úr hverjum kirkjukóri og fengu þeir lögin til æfingar. Svo þremur vikum fyrir hátíðina kom allt söngfólkið saman í Minneapolis til samæfingar. — Það voru 2000 þátttakendur í kórnum og hafði verið lánað hjá hernum reiðæfingahöll riddara- liðsins og henni breytt í samkomusal. — Fyrir stafni æfinga- salsins voru reistir upp pallar fyrir söngflokkinn. Voru pallarnir í röðum hver upp af öðrum, svo að þeir tækju sem minnst rúm. 79

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.