Akranes - 01.06.1947, Síða 20

Akranes - 01.06.1947, Síða 20
ANNÁLL AKPANESS GJAFIR OG GREIÐSLUR TIL BLAÐSINS, SEM ÞAÐ ÞAKKAR INNILEGA. Ó. F., Akranesi, 100 kr. S. L. Akranesi, 100 kr. Arngr. Fr. Bjarnason, 50 kr. KIRKJAN. Margt er nú ritað og rætt um þverrandi trú og Kristindóm í þessu landi, og því miður er það á allt of jniklum rökum reist, en þess meira gleði- eíni og uppörvun vekur er það gagnstæða virðist koma i ljós á alveg ótvíræðan hátt, eins og t. d., er kirkjum berast góðar gjafir, hvort heldur sem er til skreylingar kirkjuhússins, eða til að auðga kirkjuna og hlúa að henni sem stofnun á einn eða annan hátt. 1 þessu samabndi vil ég geta þess, að á síðast- liðnu hausti er ákveðið var, að taka í notkun hina nýju sálmafcók, þá var einum sóknarnefndarmanni falið að kaupa sálmabækur handa söngflokk kirkj- unnar, sem hann og gjörði. I síðast liðnum mánuði var aftur fjölgað sálma- bókum á kirkjuloftinu, svo að nú er kirkjan vel byrg af þessum bókum. En þegar gjaldkeri kirkj- unnar, Viklor Bjömsson ætlar að fara að borga reikninginn hjá bóksalanum, Andrési J. Niels- syni, þá lýsir Andrés því yfir, að hann gefi kirkj- unni allar sálmabækumar. l'yrir þessa rausn vottast hr. Andrési Níelssyni alúðar þakklæti, með þeirri ósk og von, að hann og ástvinir hans fái ávallt að reyna þau sann- indi er felast i áttugasta og fjórða sálmi Davíðs, 5.—11. v. Sælir eru þeir, sem búa í húsi þinu o. s. frv. Fyrir hönd sóknamefndar, og alls safnaðarins. Akranesi, 28. febrúar 1947. Jóhann B. Guðnason, safnaðarfulltrúi. ★ Á páskadag s. 1. var i Akraneskirkju vigður hinn nýi skírnarforjtur, sem kirkjunni hafði bor- ist að gjöf 1. marz þ. á., frá hollvinum hennar i söfnuðinum. Skimarfonturinn er mikið listasmið og fagurlega útskorinn, enda gjörður af einum mesta listamanni þjóðarinnar, Rikharði Jónssyni. Mun engin kirkja i landinu eiga svo fagran skimar- font, nema dómkirkjan i Reykjavík. Fonturinn er i þjóðlegum stíl og gefur það honum alveg sér- stakt gildi. Ber hann útskornar táknmyndir á öll- um hliðurn. Takmarkast hliðarfletir af skomum súlurn við hvert horn, en skorinn sveigur umlyk- ur skirnarskálina. — Sóknarpresturinn, séra Jón M. Guðjónsson, framkvæmdi vígsluna, þakkaði fyrir hönd safnaðarins og kirkjunnar hina írá- bæru gjöf, og skýrði fyrir kirkjugestum þær tákn- myndir, sem skimarfonturinn ber. Sú hlið hans, scm snýr fram í kirkjuna, sýnir skim á islenzku heimili. Foreldramir og afi og amma eru við- stödd, og heldur móðirin á barni sinu. Hann, sem barnið skal vigt og helgað í skiminni, Frelsarinn, er kominn á heimilið, og færir móðirin honum bamið sitt, en hann laugar höfuð bamsins eins og blessandi hendi. Myndin andar frá sér þeirri gleði og loining, sem yfir hverri barnsskírn hvilir og á að hvíla. Á þeirri hliðinni, er snýra að altari, er fagurlega skorinn kross með ískornum stöfum: I H. S. Á hinum tveimur hliðunum eru myndir, nákvæmlega eins, af dúfu, með þöndum vængjum yfír skimarskál. Tvö böm, stúlka og piltur, voru skirð við font- inn: Helga, dóttir Sigtryggs Jónatanssonar, stýri- manns, og Snæborgar Þorsteinsdóttur, fædd á Siglufirði 5. júli 1946, og Jón Sigþór, sonur Sig- urðar Jónssonar, skipstjóra, og konu hans, Sig- í'íðar Olafar Sigurðardóttur, fæddur í Stóru- Vog- um, 3. okt. 1946. SJÚKRAHÚSIÐ. 1 áttina miðar þar þó hægt faii, enda er þar við ótal erfiðleika að etja, að því er útvegun efnis snertir. Nýlega er t. d. komið gler, sem átti að vera hér fyrir ári siðan. 1 þann veginn er að koma miðstöðvartæki, sem lika áttu að vera komin fyrir löngu siðan. Svona mætti lengi telja. Mjög er því óvíst að húsið verði fullgert fyr en einhvern tíman á næsta vetri. En þegar það kemur, verður húsið i alla staði gott og fullkomið, og er það mest um vert. NÚ ER ÖLDIN ÖNNUR. Umskiptin í hinni verklegu tækni hér á landi hefur orðið ör og afdrifarík. Má sjá það t. d. i gatnagerðinni hér undanfarið. Þar hefur grjót- harður, maigborinn malarvegur verið spændur upp eins og ný smjörskaka væri. Það hefur með sama verkfau'i verið flutt til all langt, og búinn til nýr vegur úr því sem hinn gamli lækkaði. Með sama verkfæri hefur gatan verið breikkuð, þar sem hólar og hæðir voru fyrir áður. Þetta hefðu verið mörg handtök með mannshendinni og gamalli „trcreku." Með slíkum flýti, — og kraft- vélum — ætti að vera hægt að gera ýmislegt fljótar og ódýrara en ella, ef allrar hagsýni er gætt. Alls þessa er nú mikil þörf, þvi þai'firnar vaxa við hvert þroskaskeið og nýja sigra. Og skammt va:ri til „sigurheima" ef öll tækni og þróun væri notuð til þess að þroska mennina og auka andlega og menningarlega heill þeina og möguleika. TIL BJARNALAUGAR. 1 tilefni af afmælisdegi Bjarna heitins Ölafs- sonar, vil ég festa í anddyri „Bjarnalaugar“ spegil 42X115 cm. að stærð, sem er gjöf frá mér, en á að sýna þá réttu mynd komumanna, og minna á. að þetta hús þarf að umgangast með viiðuleik. Akranesi, 28. febr. 1947. Enok Helgason. ★ Sama dag afhenti frú Emilia Þorsteinsdóttir 200 któna gjöf til Bjarnalaugar af tilefni dagsins. Þessa rausn og hugulsemi þakkar stjórn laug- arinnar inrilega. HRYLLILEGT SLYS. Við leikfimisýningu hinn 4. júni, vildi það til, að einn þátttakandinn, Friðþjófur Danielsson, slasaðist stórkostlega, af byltu. Hann var sam- stundis fluttur á spitala í Reykjavík, og þar and- aðist hann 6. júni. Friðþjófur var framúrskarandi lipur íþróttamaður. Þó gat þetta farið svo. Þetta sýnir að hætturnar eru margvíslegar, og dauðinn við hvert fótmál. Ef til vill segir einhver að það þurfi ekki að hreyfa sig á þennan veg. Þó að slys sem þessi geti auðveldlega komið fyrir, eru þau sem betur fer ekki almenn. En þar sem annars staðar þarf að gæta hófs og allrar aðgæzlu. Þurfa kennarar og umsjónarmenn að vaka vel yfir því. FriðJjjófur var kvæntur, Sigriði Jónsdóttur. — Þetta er crfið lifsreynzla fyrir hina ungu konu, -— sem einmitt lá á sæng — þegar þetta skeði. KVIKMYNDIN. Nýlega er kominn úr framköllun í Svíþjóð það fyrsta af því sem kvikmyndað var hér i vetur af kvikmyndafélaginu „Saga.“ Hefur bæjarstjórn- inni verið sýndur þessi Jjáttur myndarinnar. Virð- ist hún hafa tekizt sérlega vel. Ef öll myndin verður þessu lik má fullyrða að hún hafi tekizt mjög vel, og verða bæði bænum og þeim sem tóku til hins mesta sóma. Kvikmyndatökumennimir Rúnar Ölafsson og Sören Sörensson, hafa mjög lagt sig fram um að þetta geti farið sem bezt úr hendi. Eru bæjarbúar — Jjar sem um getur verið að ræða — beðnir að hjálpa til að allt í þessu sambandi geti orðið sem glæsilegast. I ýmsum tilfellum Jjarf til Jiessa nokkurn undirbúning, jafnvel æfingar. Þáttuiinn i frystihúsunum hefur tekizt vel. Á AKRANESI, EFTIR NÆR 50 ÁR. Matthias Þóraðarson, skipstjóri, frá Móum, og kona hans, frú Sigriður Guðmundsdóttir frá Lamb- húsum, voru hér nýlega á ferð. Þau voru gefin saman í Akranesskirkju, — þá nýlega byggðri, — i janúr 1897. Um siðustu aldamót fóru þau héðan alfarin, en hafa lengst af, frá 1916, verið búsett utanlands, í Englandi og Danmörku. Þeim Jiótti gaman að koma hingað eftir hina löngu útivist. Fannst mikið til um framfarirnar á þessu timabili. Sérstaklega í hafnarmálunum, en lika á öðrum sviðum, t. d. hinar miklu byggingar. Siðustu dagana hefði ekki verið eins auðgert að athafna sig á „görnlu" Krossvik. Þó )>ykir okkur hafnarbótunum ekki nógu langt komið. Frú Sig- ríði þótti „eyðileggingin“ oiðin mikil i Lamb- húsum, þar sem búið væri að Jjurka út hið fallega tún og steypa yfir varirnar, klettana og lónin. Af sömu ástæðum segja stundum gamlir Akurnes- ingar, að Akranes sé nú ekki eins fallegt og Jrað var i gamla daga. Það er hægt að skilja þessa kend Jieina, sem koma til æskustöðvanna eftir tugi ára, til að minnast við fornar slóðir og rifja upp yndisleg ár í heimahúsum i faðmi ástríkra foreldra. En við, sem lifum ])ar allan aldur okkar og ]>olum súrt og sætt, viljum óðfluga umbreyt- ingar og umbætur, þar sem allt gamalt hverfi, sem ekki hæfi. En hina nýju framtíðarhöll viljum við um fram allt byggja á þvi sem eftir stendur af föður og móður arfi eldri kynslóða. Það gerum við einmitt með þvi að nota hin fornu óðul sem traustar undirstöður þeirra miklu mannvirkja, sem eiga í langri framtíð að metta menn og mennta, og sanna, að hér hafi búið, og búi enn menn og meyjar, sem horfðu fram, upp og áfram, án Jiess að gleyma fornaldarfrægð eða sinu foreldri. Allt er bezt heima. Hins vegar inegum við sizt gleyma elju og afrekum þeirra landa, sem um langa hrið eru útverðir lands og þjóðar hjá fram- andi fólki. Matthias er einn i hópi þeirra, sem alltaf eru með hugann heima, en vinnandi að mál- um Islands og hagsmunum á erlendum vettvangi. Hefur það lengi verið og er enn vandséð og metið, hver meiia gagn gerir landi sinu og Jijoð, sá sem heima situi eða úti dvelst. STÚDENTAFÉLAG Á AKRANESI. 17. júní s. 1. komu stúdentar á Akranesi saman á barnaskólablettinum og stofnuðu með sér félag. Ber Jiað nafnið: Stúdentafélag Akraness. Stofn- endur voru: dr. med. Árni Árnason, héraðslæknir, Egill Sigurðsson, stúdent, Friða Proppé, lyfsali, Guðlaugur Einarsson, bæjarstjóri, Hallgrimur Björnsson, læknir, 80 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.