Akranes - 01.06.1947, Síða 23

Akranes - 01.06.1947, Síða 23
r- Auglýsing nr. 16,1947 frá Skömmtunarstjóra. Samkv. 3. gr. reglugerðar um vöruskömmtun, tak- mörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, frá 23. sept. 1947, hefur Viðskiptanefndin ákveðið þær takmark- anir á sölu á frostlegi á bifreiðar, að seljendum þessarar vöru skuli vera óheimilt að afgreiða hana, nema hið keypta magn sé um leið og kaupin fara fram skráð í benzínbók viðkomandi bifreiðar. Mesta magn, sem ein- stök bifreið má fá, er sem hér segir: Fólksflutningabifreiðar fjögra farþega eða minni, sendiferðabifreiðar hálft tonn og aðrar minni bifreiðar, hvort heldur eru fólks- eða vöruflutningabifreiðar, 1 gallon. Takmarkanir þessar á sölu á frostlegi gilda frá og með deginum í dag og þar til annað verður ákveðið. Jafnframt er lagt fyrir lögreglustjóra, að þeir, þegar þeir afhenda nýja benzínbók í skiptum fyrir eldri benzín- bók, riti í nýju benzínbókina samhljóða athugasemd um sölu á frostlegi og var í eldri benzínbókinni. Reykjavík, 9. sept. 1947. ' Skömmtunarstjórinn. 7 Auglýsing nr. 14,1947 frá Skömmtunarstjóra. Samkv. heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947, um sölu og afhendingu benzíns og takmörkun á akstri bifreiða, hefur viðskiptanefndin samþykkt að heimila lögreglustjórum að afhenda nú þegar benzínbækur fyrir næstkomandi nóvembermánuð til vörubifreiða þeirra, sem fengið hafa benzínbók fyTÍr október. Afhending benzínbóka fyrir nóvember er þó því aðeins heimil, að umráðamaður bifreiðarinnar færi fyrir það sannanir með vinnunótum, að notað hafi verið 9/10 eða meir af októberskammti. Á sama hátt má afhenda vörubifreið- um benzínbók fyrir næstkomandi desembermánuð, er nóvemberskammtur er eyddur að 9/10 eða meir, enda sé það sannað með vinnunótum. Reykjavík, 8. okt. 1947. Skömmtunarstjórinn. Auglýslng nr. 12,1947 frá Skömmtunarstjóra. Samkv. heimild i 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og af- hendingu vara, hefur Viðskiptanefndin ákveðið eftir- farandi: 1. Heimilt er að úthluta vegna stofnunar nýs heim- ilis (ekki stækkunar eða breytinga) aukaskammt af vefnaðarvöru og búsáhöldum samtals 1500 kr. Úthlutunarstjórarnir hafa á hendi þessa úthlutun og ber þeim að fullvissa sig mn það í hverju ein- stöku tilfelli, að raunverulega sé um stofnun nýs heimilis að ræða. 2. Heimilt er að úthluta aukaskammti af vefnðarvör- mn handa barnshafandi konum fyrir allt að 300 kr. handa hverri, gegn vottorði læknis eða ljósmóð- ur. Úthlutunarstjórarnir hafa einnig á hendi út- hlutun þessara aukaskammta. Reykjavik, 6. okt. 1947. Skömmtunarstjórinn. Auglýsing nr. 15,1947 frá Skömmtunarstjóra. Ákveðið hefur verið, að þannig skuli að farið með B-reiti af núgildandi skömmtunarseðli í verzlunum, hvort sem um stærri eða smærri kaup er að ræða, að sleppt sé verðmæti, sem ekki nær einni krónu, en 2 kr. reiturinn afhend- ist allur, þegar þannig stendur á, að verðmætið fer yfir eina krónu. Reykjavík, 8. okt. 1947. Skömmtunarstjórinn. akranes 83

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.