Akranes - 01.03.1949, Qupperneq 2

Akranes - 01.03.1949, Qupperneq 2
Til fróðleiks og skemmtunar í Ijóðum og lausu máli Enn frá Eyjólfi ljóstoll Eitt sinn íór Eyjólfur ljóstollur irá Akranesi til Reykjavikur. Með bátnum var og annar far- þegi sem Áriii hét, sem bar ouknefnið „gáta.“ Var ekki annars getið en að Ávni stæði sig prýðilega, enda þótt ekki væri gott í sjóinn, en Eyjólfur bar sig mjög aumlega, því hann var manna sjóhræddastur. En þegar komið var til Reykjavikur hoppaði hann uppá steinbryggjuna og var hinn hróðugasti, og kvað þessa vísu hátt og snjallt yfir samferðamönmmum: Eyvi kátur er og snar á þó bjáti veður. En Ámi gáta verri var vili og fáti meður. öðru sinni var „ljóstollur" staddur á bæ einum í Borgarfirði og var með götuga skóna, eins og oft vildi verða meðan „íslenzku" skómir voru að kalla má einasti fótabúnaðurinn. Bað hann þá vinnukonu að bæta fyrir sig skóna, en hún tók heldur illa í það. — Þá kvað Eyjólfur: Þó ég sé Sóni, á ýmsa hlið, ei að þjóna verður. Taktu skóna og tylltu við, tituprjónagerður. Sagt er að þessi hógværa beiðni hans hafi þá verið tekin til greina. Þriðja sagan á að hafa gerzt austan fjalls — í Flóanum. Þar kom Eyjólfur um vortíma að stórbýli einu. Var bóndi á hlaðinu, en í garðinum fyrir framan bæinn var vinnukona að sá gulrófnafræi. Er Eyj- ólfur hafði heilsað, bað hann bónda að gefa sér i staupinu. „Það færð þú ekki,“ svaraði bóndi „nema þú gerir visu um stúlkuna þama og verkið sem hún er að vinna.“ Nú var staupið í veði, en þá sagði Eyjólfur: Hún er að sá í holumar — hún er að gá í fræið. Hún vill fá það hér og þær, hún kann á því lagið. Skáldalaunin fékk hann að sögn vel úti látin. Bræður tveir bjuggu í Borgarfirði fyrir nokkr- um tugum ára og vom báðir hagleiks- og ágætis- menn. Kom þó fyrir að þeir glettust hvor við annan og um það er eftirfarandi saga. 1 þann tið vom spænir almennt notaðir og voru þeir oft haglega gerðir og sköftin prýdd útskurði; rósum og höfðaletri. Annar bróðirinn V. var spónasmiður ágætur og hinn A. bað hann einu sinni að smiða spón fyrir sig og fékk hon- um falleg dýrhom sem smíðaefni. A. þótti skap- bráður nokkuð, þó það ryki fljótt úr honum jafn- an aftur. Ekki stóð lengi á verkinu og spónninn kom fljótt, hinn bezti gripur með höfðaletursbekk á skaftinu, en ekki var A. læs á þá leturgerð. Át hann nú með hinum nýja spæni með góðri lyst, þar til kunningi hans kom sem kunni á letrið og sá að þar stóð: „Hakkaðu grautinn helvítis faut- inn.“ Fór þá A. með spóninn eins og íommenn með spjót óvinanna og braut hann af skafti. Þegar spænir voru orðnir gamþr og slitnir voru þeir teknir og skafnir upp. Urðu þeir þá fallegri — en þó aldrei eins og nýjir. Voru þeir þá nefndir „uppskafningar," en siðar færðist merk- ingin yfir á vissa tegund manna og þykja það lítil meðmæli að vera hálf- eða algerður uppskafn- ingur. R. Á. Lagleg vísa getur gert sitt gagn. ÍJr röðum Islendinga má fyrr og síðar draga fram í dagsljósið marga afburða hagyrðinga, ekki aðeins lærðra manna, heldur engu siður ólærðra. Hafa þeir oft verið fljótir að svara fyrir sig; stundum með ódrepandi stökum. Hér má sjá eitt dæmi þess. Um nokkurt skeið var hér á Akranesi og ná- grenni þess greindur maður og góður hagyrðing- ur, er Guðmundur hét Þórðarson. Þegar þessu fór fram voru þeir 'skipsfélagar, Guðmundur og Jón Sigurðsson á Reynistað. Komu þeir inn í búð eina i Reykjavík, en fyrir innan búðarborðið gengur fram og aftur fullorðinn, stórbrotinn mað- ur að sjá, og talar við búðarmanninn. Guðmundur var eldri maður og mun hafa átt aðal erindið í búðina. Fljótlega ávarpar lúnn föngulegi maður Guðmund og spyrr, hvort hann þekki sig. Þá svarar Guðmundur að vörmu spori með eftirfar- andi vísu: Lifir og varir iands um sotrið ljóða svanur þinn. Heyrt hefur maður mannsins getið, mest fyrir kveðskapinn. F.n sá sem spurði, var enginn annar en skáld- jöfurinn Matthias Jochumsson. Þessa visu gerði Simon dalaskáld, um J.ýð Jóns- son, kallaður Skaga-skáld: Yrkir friða óðar-skrá, ellin stríð þó hamii. Skipa tiðum skaga á Skáidið Lýður gamli. Þetta er utan á skrift Sigurðar Bjarnasonar á Sleggjulæk. (Einar þessi skáld, var hér eitt sinn ráðsmaður á Miðvogi, hjá Ingveidi, konu Ásmund- ar Jónssonar frá Miðteigi): Bragsmið Einars bezt með skil, bör sem meina Guðna vil. Borgar seggir blað í fjörð beri að Sleggjulæk um jörð. F.inar skrifaði aftur svofellda utan á skrift til Sigurðar: Skáldið Sigurð Bjamabur biður vigurs apaldur, bréf með hraða borið sé Bergs til stað á Vatnsnesi. Hér kemur ein visa sem Guðmundur á Steins- stöðum segir, að vera muni cftir Sigurð Breið- fjörð. Hún gæti sjálfsagt verið það, og ekki veit ég hvort hún muni vera til á prenti, en visan er svona: Dagurinn fleygir frá oss mæðum, fljótt burt þá er nóttin þður. Á ijósbláum kemur hann klæðum, kynja háum fjöllum ríður. Væri gaman að heyra ef einhver kynni þessa visu, og að heyra álit hans um feðrunina, svo og hvort hún sé rétt svona, eða hann viti hvort hún sé áður prentuð. Fyrsti pappír á íslandi. Talið er að um 1423 hafi pappir verið fyrst notaður á Islandi til ritgerða. Skrýtlur. Ung stúlka hafði sagt upp unnusta sínum, af því að hann var drykkfeldur. Nokkrum dögum síðar kom til hennar þjónn með svohljóðandi bréf: —- Heitt elskaða Fanney! Eg get ekki lifað án þín. I.g þjáist ákaflega. Nú tek ég inn eitur og er líklega dauður, þegar þú lest þessar linur. Gefðu til minningar eitt tár þínum deyjandi Georg. Þegar hún hafði lesið bréfið og séð, að þjónninn var ekki farinn, spyr hún, eftir hverju hann biði. •—- Hann bað mig að láta sig vita, hvað ung- frúin segði. ★ Prestur (prédikar fyrir söfnuði sinum): — Einu sinni dó óguðlegur maður, sem öllum hafði gert illt. Þegar átti að leggja hann í gröfina, spýtli hún honum upp aftur. Þegar því næst skyldi varpa honum á eld, hrukku logarnir frá honum, og loks, er kasta skyldi honum fyrir hunda, hlupu hund arnir frá. Þess vegna, minir elskulegir, áminni ég yður, að þér ástundið gott lifemi, svo að gröfin taki við yður, eldurinn brenni yður, hundarnir rifi yður. ★ ForstöSumaSur hjónabandsskrifstoiu: — Áður en ég get ábyrgzt yður konu, verðið þér að skilja eftir hjá mér tiu krónur í afborgun af kostnaði við fyrirhöfnina. Gesturinn: — Haldið þér að mér kæmi til hugar að fara að hugsa um hjónaband, ef ég ætti svo mikið sem tíu krónur? ★ Alex litli: — Má ég taka eina köku, pabbi minn? FáSirinn (lesandi í bók): — Spurðu hana mömmu þina að þvi. Alex: — Getur þú ekki róðið því, pabbi minn, eða ræður þú engu hér á heimilinu? -k A: — Þú glópir á mig eins og þú ætlir að eta mig. GySingurinn: — Vertu óhræddur, eftir mínum trúarbrögðum má ég ekki eta svin. ★ Hann (á skemmtigöngu: — Hverju mynduð þér svara, ef ég bæði yður að sigla með mér eins lengi og við lifum bæði? Hún: — Já — ef ég má alltaf sitja við stýrið. ★ Bóndi: — Sælar verið ]>ér, jónfrú góð. Nú er langt siðan við höfum sézt. Hún (hrokafull): — Eg er ekki jónfrú, ég er fröken. ★ Myndin á forsíðu. Efst til vinstri: Áfylling. Efst til hægri: Álím- ing. 1 miðið: DósaframleiSsla. Neðsta myndin er úr vélasal. 26 A K I\ A N F. S

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.