Akranes - 01.03.1949, Síða 8

Akranes - 01.03.1949, Síða 8
Elliheimilið „Höfn“ á Seyðisfirði. muni. Flest árin mun félagið hafa orðið að bera nokkurn halla af rekstri heimilis- ins Enda hefur félagið veitt fátækum vist- mönnum nokkra ívilnun á vistgjaldinu. Auk fastra vistmanna, hafa allmargir að- komandi sjiiklingar notið þarna aðhlynn- ingar um stundarsakir, meðan þeir hafa verið undir læknishendi, eða að bíða eftir sjúkrahúsvist. Einnig hefur það stundum tekið ferðamenn til gistingar, þegar illt hefur verið um gistihúsrúm. Alls hafa 350 næturgestir verið á heimilinu. Elliheimilið á Seyðisfirði tók til starfa 12. janúar 1929. Var kvenfélaginu „Kvik“ stofnandi þess og hefur rekið það síðan. Fasteignamat hússins er 1947 krónur 00. Það tók í fyrstu 12—15 vist- menn. í hyrjun voru þar 2 karlar og 2 konur, en 1947 voru þar 2 karlar og 6 konur. Frá byrjun hafa verið þar 70 vistmenn. Daggjöld vistmanna voru i byrjun 7.3 kr. á mánuði. en eru nú 405 kr. fyrir karla, og 375 kr. fyrir konur. Efeimilið liefur frá upphafi notið nokkurs styrks úr rikissjóði, og tvívegis borizt gjöf úr Líknarsjóði Islands. Af því sem hér er sagt um elliheimilið á Seyðisfirði, má sjá að kvenfélagið þar hefur hrint málinu í framkvæmd og allan tímann borið hitann og þungann af rekstri þess. Er þarna um að ræða fórnfúst starf og merkilegt, sem er vert allrar athygli og þakkar, um leið og það er til uppörvun- ar öðrum og eftirbreytni. Árið 1947, voru eftirtaldar konur í Jtjórn kvenfélagsins „Kvik“: Guðrún Gísladóttir form., Imma Nielsen gjaldkeri, Margrét Friðriksdóttir, Hólmfríður Jóns- dóttir og Anna Sigmundsdóttir. Elliheimili Hafnarfjarðar. Elhheimilið í Flafnarfirði tók til starfa 1. október 1935, fyrir atbeina framfærslu- nefndar hæjarstjórnar, en bæjarsjóður hefur rekið heimilið alla tið, í húsakynn- um Hjálpræðishersins. Fyrsta árið voru aðeins 7 vistmenn, 1 karl og 6 konur. Nú eru vistmenn 36, 10 karlar og 26 konur. Vistmenn Irá byrjun hafa verið 99. Upp- haflega var mánaðargjald vistmanna 80 kr., en var fyrir 1948 441 kr. Bæjarsjóður greiðir það sem á vantar. IJr ríkissjóði hefur heimilið um undanfarin ár notið 3000 kr. styrks. Nú hefur Hafnarfjarðarbær reist stórt elliheimili á fögrum stað i hænum. Það er þó enn ekki fullgert og því ekki lekið til starfa. Elliheimilið á Akranesi. Hér sem annars staðar varð þróunin slík, að illa gekk að koma fyrir einstæðings gamalmennum eða örkumla fólki. Yfirleitt var þetta og er svo, þótt einstaka undan- tekningar megi tilgreina. Hér sem ann- ars staðar var því nauðsyn að hefjast handa um slíkt heimili fyrir aldrað fólk. Hér verður ekki (heldur síðar) rakin saga elli- heimilisins á Akranesi, heldur aðeins stikl- að á stóru, svipað því sem hér er gert um aðra staði í þessu heildaryfirliti. Elliheimilið á Akranesi var stofnsett 1938 af þáverandi hreppsnefnd Ytri- Akraneshrepps, og falin forsjá og fram- kvæmd þáv. framfærslunefnd, en hana skipuðu eftirtaldir menn: Sigurður Símon- arson, Þorgeir Jósefsson og Sigurdór Sig- urðsson. Misjafna trú hafði gamla fólkið á þessu uppátæki i fyrstu, en það lagaðist fljótt, og fýsir nú fleira fólk að komast þangað en þar er enn hægt að veita skjóh Húsið var upphaflega byggt af Ingimar Magnússyni smið, og er steinsteypt. — Hreppurinn keypti það af Ólafi smið Pét- urssyni fyrir 17 þúsund krónur. En síð- an hefur verið við það aukið og því ýmis- legt verið gert til góða. Fyrsta árið voru þar 6 konur og 3 karlar, en 1947 varu þar 13 vistmenn og voru daggjöld það ár kr. 15:85. Til 1947 hafa dvalið þar 20 vistmenn. Um nokkur undanfarin ár hefur heimilið notið 3000 kr. árlegs styrks frá rikissjóði. Fasteignamat hússins er krónur 16.800, en auk upphaflegs kaupverðs hef- ur bæjarsjóður varið til umbóta á því yfir 60 þús. kr. Elliheimilið hefur verið ákaflega lieppið með forstöðukonur og starfsfólk. Fyrsta ráðskona þess var Guðbjörg Vilhjálmsd. frá Þinghól. Næst henni — og lengst af -— var Ólöf Magnúsdótlir, en núverandi 1 áðs- kona er Sigríður Árnadóttir. Þarna Jiefur og lengi verið við starf önnur ágajtiskona, Þorbjörg Jónsdóttir, sem er þar enn. EHiheimilið í Skjaldarvík. Hinn 3. mai 1888 fæddist sveinbarn á Neðri-Vindheinunn á Þelamörk í Eyjafirði. Foreldrar hans voru þau Jón Jóhannesson, hóndi þar, og Sólrún Oddsdóttir Benedikts- sonar í Flögunesi í Hörgárdal. Drengurinn var vatni ausinn og gefið nafnið Stefán. Árið 1905—8 lærði þessi sveinn klæð- skeraiðn á Akureyri, og hefur stundað iðnina síðan. Um mörg undanfarin ár, liefur hann þó samhliða rekið allstórl bú á eignarjörð sinni Skjaldarvík í Eyjafí>'ði. Elliheimilið i Skjaldarvik. Maður þessi hlýtur að vera um margt óvenjulegur. Hann kvað vera jafnlyndur maður og mjög reglusamur, traustur, trygglyndur og óvenjulega hjálpsamur. Hann kvað vera einn af þeim fáu mönn- mn, sem segja má um með sanni, að ekki megi vamm sitt vita. Mið hliðsjón af því, sem nú var sagt um Stefán í fáum línum, liggur það ljósara en ella fyiir mönnum, hvers vegna hann hefur að eigin frumkvæði og af eigin rammleik reist fyrirmyndar elliheimili í Skjaldarvík við Eyjafjörð. Hann hefur lagt í það alla sina fjármuni, samanspar- aða á tugum ára. Hann hefur að auki lagt fram meira eða minna af starfsorku sinni síðan hann hóf byggingu og rekst- ur heimilisins. Þetta gera ekki nema hug- sjónamenn, gæðamenn, sem öllu vilja fórna fyrir háleitar hugsjónir, þar sem öll sjálfselska hefur horfið i skuggann fyrir nauðsyn og þörfum meðbræðranna. Stefán Jónsson hefur með sinu einstaka afreki sel/.t á bekk með máttarstólpum mannúðar- og menningar með vorri sam- tíð í landi voru. Hann hefur þar gefið fordæmi, sem lengi mun í minnum haft og lengi verða vitnað til sem afreks á sviði mannúðár- og menningarmála. Elliheimilið í Skjaldarvik er reist af þessum merkismanni Stefáni Jónssyni klæðskei'ameistara á Akureyri á árunum 1942—’43 og tók til starfa 22. júlí 1943, og var hátíðlega vígt 31. okt. það sama ár. Stefán telur sjálfur, að hann hafi notið ýmislegs stuðnings góðra manna við stofn- un heimilisins. Hann hefur frá byrjun starfrækt það á eigin ábyrgð. Það byrjaði með aðeins 9 vistmenn, 5 konur og 4 karla, en 1947 voru þar 35 vistmenn, 21 kona og 14 karlar. Til þess tíma hafa 77 vistmenn verið á heimilinu. Daggjöld vistmanna voru frá byrjun til miðs árs 1940 10 krónur, en lítið eitt meira fyrir þá, sem mikið þurfti að hafa fyrir. 1947 voru daggjöld 12 kr. fyrir venjulega vistmenn, en nokkuð hærri fyrir rúmliggjandi. Til ársins 1947 hafði heimilið fengið 10 þúsund kr. styrk frá Akureyrarbæ, og 2000 kr. frá ríkissjóði 1943, en síðan 3000 kr. á ári. Auk þessa hafði heimilinu borizt til febrúarloka 1947 37,200 kr. í gjöfum og áheitum. 32 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.