Akranes - 01.03.1949, Síða 11

Akranes - 01.03.1949, Síða 11
Vel sagðar ævisögur er áreiðanlega eft- irsótt lestrarefni hjá bókhneigðum íslen.i ingum. Þær geta verið mannbætandi vegra hstasmekks og göfgandi áhrifa, og vegna sögu og mannfræði, liinar gagnlegnstu heimildir. Það hefur ósjaldan verið sótt í þessa brunna, þegar þjóðarsagan heiur verið skráð. 1 slíkri ævisagnaritun er það því næsta mikilvert, að rétt sé far'ð og ráðvandlega með efnið, sem um er fjall- nð. Sumir höfundar skrá allt eftir minni einu saman, að löngum tíma liðnuni. Fáir halda dagbækur eða hafa svo mikift við að þeir endurskoði minnið með þ\ i að rannsaka heimildir. Um það efni er þó orðið hægara en áður var, þar sem jafn- aðarlegast er hægt að bera saman við prentaðar eða ritaðar heimildir, sem víða er að fá, sérstaklega þó i Reykjavík. Eins og áður er sagt geta þessar ævi- sögur eða endurminningar verið hinar rnikilsverðustu á marga lund. Það má því ekki kasta til þessa höndum, heldur treysta það sem minnið ekki nemur örugglega, svo að í flestum tilfellum sé sem fullkomn- ast heimildarrit. Ef menn eru ekki öruggir um minnið, má ekki segja afdráttarlaust frá. Hér verður nú vikið nokkuð að endur- ruinningum tveggja merkra manna sem vel muna fábreytnina i öllum efnum, en ýmist verið áhorfendur eða þátttakendur í hinum stórfelldu framkvæmdum og framförum síðustu áratuga. VIÐ FJÖRÐ OG VlK. Þetta er nafnið á æviminningum Knud Zimesen, fyrrv. borgarstjóra í Reykjavík. Minningar þessar hefur hann lesið fyrir Lúðvík Kristjánsson, ritstjóra, sem fært hefur þær í letur. Knud Zimsen hyrjar að segja frá ætt sinni og uppvexti, frá skólagöngu sinni ut- an lands og innan. Frá leit sinni að lífs- hamingju, og ýmsu því, sem borið hefur við á langri ævi í margvislegum verka- hring. Frásögnin öll er létt og látlaus, og er yfir henni geðþekkur blær. Það er auð- heyrt, að á bak við stendur hófsamur, sanngjarn og góður drengur, sem ekki vill vísvitandi halla réttu máli. Hann gengur alveg eða aðallega fram hjá því, sem ertir og áreitir, en ræðir fremur um það, sem lyftir og laðar til sameiningar, til gagns og gleði i einni eða annarri mynd. Hann málar ekki mótgerðir með sterkum litum, heldur geymir og glímir við þær sjálfur. Efni í bókinni er raðað niður í kafla, og er það mikill kostur. Þetta er stór bók, 290 bls. og er fyrra bindi af tveim, sem þetta er ætlað að verða. Bókin er prentuð í Víkingsprenti og sæmilega útgefin af Helgafelli, sem er útgefandi. UMBÆKUR »—♦—♦—♦—♦—♦—♦—♦—♦—♦—♦—♦—♦—♦—♦—♦—♦—♦ Ekki hefi ég leitað eftir villum í bók- inni en á bls. 101 er getið um Einar prest Olgeirsson á Borg. Á að vera Einar Frid- geirsson. Ef síðara bindið verður ekki lakara en hið fyrra, er mikill fengur að þessum minningum. Því fremur sem þetta verð- ur góð og gagnleg heimild að sögu Réykja- víkur á síðari árum, þar sem þarna talar maður, sem sjálfur hefur átt mikinn þált í framförum bæjarins og fyrirtækjum hans um áratugi. Því þegar Zimsen hefur þar starf sitt, er bærinn jafnvel þægindalaus- ari en nokkurt sjóþorp er nú á íslandi. ENDURMINNINGAR GUNNARS KONSULS ólafssonar. Hér er um að ræða stóra bók, yfir 300 blaðsíður. Hér er sagt frá mörgu vel og skilmerkilega og af fullkominni hrein- skilni. Er oft auðheyrt, að hér fer maður traustur og sjálfum sér samkvæmur. Mað- ur, sem segir hlutina og nefnir réttum nöfnum og umbúðalaust, og hefur þó sennilega oft gert það ákveðnar en gert er í þessar bók, þó sumum þyki nóg um. I heild sinni fellur mér þessi bók vel í geð. Hún segir vel og nákvæmlega frá ýmsum þáttum í þjóðlífi voru, frá um 1870. Frá erfiðleikum og úrræðaleysi, frá ferðalögum á sjó og landi, frá því byggð var stofnsett i Vík í Mýrdal, frá póli- tízum átökum við höfuðkappa og heljar- menni hinna pólitízku átaka í sjálfstæðis- baráttu vorri eftir síðustu aldamót ofl. ofl. . Ef út á bókina ætti að setja, þykir mér þetta helzt vera Ijóður á henni: Að höf- undurinn segi of mikið um ýmislegt, sem ekki hefði þurft að segja svo nákvæmlega frá og langdregið. En segir hins vegar litið eða ekki frá ýmsu þvi, sem gagn var og gaman að heyra af hans munni, og hann hlýtur að liafa góða aðstöðu til þess að rékja, og æskilegt hefði verið að vita um viðhorf hans til. Hann segir t. d. nákvæm- lega frá aðdraganda og kosningu sinni til alþingis 1908, en segir svo ekkert frá þing- mennsku sinni eða neinu í sambandi við hana. Þá þykir mér hann segja of lítið frá Eyjum, um starf sitt þar og sitt hvað um Eyjar og Eyjamenn. Þá tel ég, að betur hefði farið að skipta ritinu i kafla betur en það er gert. Ritið er læsilegt og málið kjarnyrt. Höfundurinn er háaldraður maður, fæddur 18. fehrúar 1864. Þótt hann sé orðinn svo gamall, og bókin nýlega rituð, ber hún þess fá merki. Hann ritar flest eða allt eftir minni. Er stundum auðséð, að hann fellir niður, eða dregur úr frásögn, þar sem hann þykist ekki örugglega muna. Þetta er nokkur galli, — þótt líka megi telja kost. — Hefði hann þar átt að afla sér frekari heimilda. Einnig að segja meira og rækilegar frá ýmsu en hann hefur þarna gert. Þetta gæti sá trausti maður lika enn bætt fyrir, með því að yfirfara þessa ágætu bók og færa í letur í nýju bindi viðauka í þá átt, sem hér hefur verið minnst á. Af frásögninni má sjá þess merki, að hér er vikingur á ferð. Maður, sem fer beina braut, hvort sem öðrum líkar betur eða ver. Hann leggur litið upp úr embætt- islegri smásjá fyrr og síðar, þar sem enginn megi vera frjáls ferða sinna. Á þeim tim- um einangrunar og allsleysis, finnst hon- um það heimskulegar aðfarir að meina landsmönnum að þiggja af erlendum mönnum hlaðafla af fiski, sem þeir ann- ars mundu henda i sjóinn aftur. I bókinni fellst margur fróðleikur um menn og málefni. Þar er einnig ágæt þjóðlífslýsing frá siðari hluta aldarinnar, sem leið og fyrri hluta þessarar. ÞRJÁR BÆKUR FRÁ ÍSAFOLDARPRENTSMIDJU. Dalalíf. Þetta er nú orðið allmikið safn, þvi að þetta er 3. bindi þessa ritverks. Höfund- urinn er kona, og felur sig undir jerfi- nafninu Guðrún frá Lundi. Bók þessi hefur fengið mjög góðar viðtökur, þó ekki hafi henni vei'ið hælt eins mikið eins og ýmsu öðru, sem hefur ]>urft að hjálpa til að selja, því að hól og hóflegir ritdómar fara nú ekki ávallt eftir gæðum verkanna. Sagt er að von sé á einu bindi enn a. m. k. Munu 2. fyrstu bindin vera uppseld. fíernskan I. og II. Hér er um að ræða vinsæla bók og höf- und, Sigurbjörn Sveinsson kennara, sem er brautryðjandi á þessu sviði ísl. bók- mennta. Svo markviss og vel við hæfi barna, að lengi mun hún standast tönn tímans og umbreytingar. Á Skipalóni. Þetta er I. bindi af ritsafni Jóns Sveins sonar „Nonna“. Allar bækur lians, sem gefnar hafa verið út á íslenzku, eru löngu uppseldar og ófáanlegar. Er ætlun Isa- foldar að gera Jæssum vinsæla fræga rit- höfundi nú full skil með nýrri útgáfu ritverka hans. Þetta fyrsta bindi er prýtt mörgum teikningum eftir Halldór Péturs- son. Allar eru þessar bækur vandaðar og og vel út gefnar. AKRANES 35

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.