Akranes - 01.03.1949, Side 16

Akranes - 01.03.1949, Side 16
ólafur B. Björnssort: Þœttir úr sögu Akraness, V. 21. HVERSU AKRANES BYGGÐIST 3. kafli. — 1840—1870. Byggðin eykst og færist ofar. LEIÐKÉTTING. 1 9—12 tbl. f. á. er sagt að Elingur Jóhanns- son hafi verið ættaður frá Geitabergi. Þetta mun ekki vera rétt. Guðmundur Glafsson hefur upp- lýst að Erlingur sé fæddur á Þyrli á Hvalfjarðar- strönd 1875, en þar bjuggu þó foreldrar hans Jóhann Torfason og Guðlaug Ottadóttir. Þar, sem Erlings var getið, hefur og fallið nið- ur að geta um eitt bama hans, Ragnar málara- meistára í Reykjavik. Kona Ragnars er Soffía Guðjónsdóttir, böm þeirra em: Esther, Koibrún og Þómnn. Á bls. 14 í síðasta blaði, (miðdálki) er sagt, að Bjarni á Kjaransstöðum og Ilelga kona hans hafi gifst 1939, en á vitanlega að vera 1839. 53. Sandur. Þarna byggir fyrst bæ Magnús Jörgens- son frá Elínarhöfða árið 1868, var hann árið áður á Grund sbr. 10.—12. tbl. VI. árg. Fyrri kona Magnúsar var Alriður Eiríksdóttir frá Skorholti. Þau áttu aðeins eina dóttur, Ragnheiði, sem síðar varð kona Hallgrims Guðmundssonar á Syðstu-Sönd- um. Alríður andaðist 17. júní 1869, þá aðeins 32. ára gömul. Seinni kona Magnúsar á Söndum var Guðbjörg Guðmundsdóttir, (systir Guð- rúnar í Geirmundarbæ, og Margrétar i Halakoti). Foreldrar þessara systra nuuiu hafa verið í Einarsnesi i Borgathrepni, og þar munu þær allar vera fæddar. Guð- mundur faðir þeirra mun hafa drukknað þar á fiæðiengjunum, er þær systur voru ungar. Fluttu þær þá skömmu síðar mcð móður sinni, Margréti Aradóttur, suður að Neðra-Skarði í Leirársveit. Árið 1872 er þessi Margrét hjá dóttur sinni á Sönd- um. Magnús var stilltur maður og gætinn. Var hann talinn mjög góður formaður og sérstaklega fiskisæll. Var heppni haiis og flýlir að 1 á í góðan afla, talin að ganga göldrum nu t, og það ekki ósjaldan, þeg- ar aðrir fengu lítið oft á grunnmiðum. Hefur þar sjálfsagt átt þátt í gætni hans, glöggskygni, athuganir og eftirtekt um botnlag o.fl. Fyrst byggði Magnús bæ á Söndum, en 1901 hús það, sem þar stendur enn. Magn- ús Jörgensson deyr 6. nóv. 1907, 77 áva að aldri. Börn Magnúsar Jörgenssonar og Guðbjargar voru: Magnús, bóndi á Sönd- um, nýlega dáinn og Sigríður, sem átti Tómas, á Bjargi Tómasson, Erlendssonar og Kristrúnar Hallgrímsdóttur. Tómas þessi var ágætur sjómaður og var hér for- maður. Þegar skipi Magnúsar Helgason- sonar á Marbakka barst á i Krókasundi 5. maí 1894, bjargaði Tómás 2 mönnum af 5, sem á skipinu voru. Var það talið vel gert. — Börn Tómásar og Sigriðar á Söndum voru: 1. Einhildur, gift Jónasi Jónassyni skipstjóra. Þau eru búsett í Reykja- vik. Þeirra börn: Óskar, dáinn. Ásta Sigríður, gift Haraldi Eggertssyni, rafvirkja, og Magnús ókvæntur. 2. Vilhelmina, (uppalin á Söndum), Magnús Jörgensson og síSari kona hans, GuSbjörg GuSmundsdóttir. ekkja eftir Jónas Magnússon, verk- stjóra hjá Kveldúlfi. Þeirra börn: Magnús Tómás, Haraldur, kvæntur Þóru Ottesen, og Sigríður Guðbjörg ógift. 3. Friðrik, sjómaður, á heima í Rvík, duglegur og góður drengur, en um of gefinn fyrir sopann. 4. Magnús, gefinn Ragnheiði og Hall- grími á Syðstu-Söndum. Geðugur maður, sem dó 1918. Sigríður Magnúsdóttir átti lengst af heima i Reykjavík. Afburðadugleg, vinnu- söm, stillt og vönduð kona. Guðbjörg, síðari kona Magnúsar Jör- genssonar, var dugleg kona, kát og kjark- mikil. Þekkti ég hana vel. Var okkur gott til vina, þó ærinn væri aldursmunur. Hún andaðist 21/6 1924, fædd i Einarsnesi 3/4 1844- 2. 3- 4' 5* báðar ógiftar heima. á Vél- Árið 1908 tekur Magnús yngri alveg við búi á Söndum. Kona hans er Guðrún Símonardóttir, Pálssonar, síðast á Mið- sandi héma. Þeirra börn eru: 1. Magnús, skipasmiður, kvæntur Guð- mundu Stefánsdóttur frá Skipanesi. Aðalheiður, dáin. Ragnliildur Sigríður, dáin. Helga Margrét, gift Gisla Sigurðs- syni, bílstjóra. Þau eru búsett i Skagafirði og eiga 3 dætur. Guðbjörg, 6. Ragnheiður, 7. Eggert, ókvæntur, nemandi stjóraskólanum i Rvík. 8. Margrét, gift Einari Guðmundssyni. Þau eru búsett í Rvik og eiga 2 drengi. 9. Hallgrimur, trúlofaður Aldísi Al- bertsdóttur. 10. Ásta, ógift i Rvík. 11. Aðalheiður, ógift, nemandi i Kenn- araskólanum í Rvík. 12. Sigurður, , , . „ ,, 0 baðir heima okv. 13. Ragnar Simon, Magnús lærði ungur sjó hjá föður sín- um. Var hann víst heldur litið gefinn fyrir sjóinn. Þó var lrann, — eins og áður segir — einn af þeim 5 ungu mönnum, sem létu byggja fyrir sig m/b Fram 1906. Hann var góður smiður, þótt aldrei hafi hann lært, og hefur lengst af fengizt við smíðar, sérstaklega bátasmiðar. Smíðaði mikið af prömmum og smærri bátum. Magnús var sérstaklega stilltur maður, prúður og vandaður. Sönn fyrirmynd í allri umgengni og hegðun. Má hið sama segja um konu hans. Það mun mörgum óskiljanlegt, hvernig þeim Sandshjónunum hefur tekizt að sjá hinu stóra heimili farborða, án styrks eða stuðnings annars staðar frá. Þar lief- ur áreiðanlega verið vel á öllu haldið. Nægjusemi, nýttni og sparsemi skipað öndvegi, og allt heimilið samhent um að leysa vandann. Þetta er þvi óskiljanlegra, ■ J 40 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.