Akranes - 01.03.1949, Page 19
SÉRA FRIBRIK FRIBRIKSSON:
Framhald.
tjó í mjórri og fremur óþrifalegri götu, og var allt inni hjá
honum mjög fátæklegt en þó ekki ósnyrtilegt. Hann gekk á
sunnudagaskóla og var furðanlega heima í biblíunni. Ég hafði
líka gefið honum nýja testamentið. Mér var vel tekið af for-
eldrum hans. Faðir hans var verkamaður við höfnina. Ég er
því miður búinn að gleyma nafninu hans, en sé hann glöggt
fyrir mér.
Eftir þrjá daga fengum við Pétur far með stóru vöruflutninga-
skipi, er fara átti til Christjánssand í Noregi. Það var ekki hægt
að fá far á fyrsta farrými, svo við urðum að láta okkur nægja
nieð fjórða farrými, því hvorki var á skipinu 2. eða 3. farrými.
Skipið var alls ekki ætlað farþegum. Á fyrsta farrými voru
aðeins sex farþegar og fáeinir á hinu fjórða. Þar var nú ekki
vistlegt, allt fremur óhreint og sóðalegt. Það var niðri í lestinni
og var víst eiginlega ætlað stórgripaflutningi, en nú höfðu þeir
ekki aðra „stórgripi" en okkur Pétur og tvo aðra, einn danskan,
ungan mann og einn aldraðan Svía. Við fjórir vorum í einu
herbergi með fjórum lausarúmum, og einu borði. Fyrir her-
berginu var ólæst hurð, sem hvorki náði niður að gólfi né upp
ur, með bili að ofan og neðan. Einn þjónn færði okkur matinn.
Það var skammtað hverjum út af fyrir sig, og fremur fábreyttur
uiatur. —
Pétur hafði ekki sérlega góða matarlist, og batnaði hún ekki
rið það að hann sá eitt sinn, er þjónninn kom með matinn á
gríðarstórum bakka. Hann setti bakkann á gólfið fyrir framan
dyrnar, meðan hann var að opna þær, og missti um leið og hann
laut niður, vasagreiðuna sína, niður á einn diskinn. Til allrar
hamingju var það þó ekki súpudiskur. — Pétur var ekki alveg
laus við sjóveiki, og leið því ekki vel. Ég var, eins og ég er vanur
a sjó, fullur af fjöri og matarlist og huggaði Pétur, er hann var i
ongum sínum, með því, að benda á mismuninn á fargjaldinu
a fyrsta og fjórða farrými. Á fyrstafarrými kostaði far og fajði
þrettán sterlingspund, en á okkar farrými fimm pund. — Ég
sagði þá: „Þetta varar nú ekki lengur en tvo sólarhringa, og
hugsaðu þér að við græðum átta pund hver á því að veia hér,
og getum skemmt okkur mikið fyrir þá summu!“
Ferðafélagar okkar voru viðkynnilegir menn og féll okkur
vel við þá. Sá sænski kom frá Brasilíu og hafði verið að heimaii
1 eitthvað um þrjátíu ár og hlakkaði mjög til að sjá æskustöðvar
sinar i Norður-Svíþjóð. Hann var mjög prúður og fátalaður,
en varð mjög skemmtilegur, þegar hann sagði frá ævi sinni. —
Sá danski var honum mjög ólíkur. Hann var ungur maður,
vart þrítugur, hafði verið með i öllu stríðinu 1914—’i8, hann
var fæddur í Canada og var á leið til Danmerkur að finna
ættingja sina. Hann sagði okkur margar fáránlegar sögur úr
striðinu og skemmti okkur vel, en andlega bar hann merki
stríðsins og virtist að sumu leyti vera eitthvað bilaður. — Ein
af sögum hans var sú, að hann eitt sinn var sendur af hei'-
flokki sínum til að afla einhvers til matar. Hann fór svo og
gekk um fimmtán kílómetra og gat rænt gris, sem hann bar á
öxlum sér til skotgrafar sinnar. Siðan var grísnum slátrað og
bál kynt til að steikja liann við. „Jæja,“ sagði hann, „kemur
þá ekki allt í einu sprengja og lenli beint niður á grísnum og
tætti hann i agnir og drap fjóra af herflokknum. Já, það var
hörmulegt að missa grísinn, sem maður hafði rogast með alla
þessa leið.“
Margar fleiri af sögum hans sýndu, hversu hugsunarháttur
AKRANES
og tilfinning getur aflagast. Hann fáraðist ekkert yfir þvi, að
fjórir félagar hans hefðu verið drepnir, það var svo algengt,
en að missa grísinn, það var hörmulegt.
Snemma morguns kom Colpino, en það var nafnið á skipinu,
til Christjánssand. Eftir að við höfðum grenslast eftir farar-
tækjum þaðan til Osló, og fengum að vita, að enga ferð þaðan.
hvorki á sjó eða landi, væri að fá fyrr en næsta morgun.
Urðum við að sætta okkur við það og settum okkur það mark,
að fá eins mikla skemmtun og við gætum úr dvölinni. Bærinn
er fallegur og þar er stór og mikil kirkja, sem við fengum að
skoða. Við sáum stórar auglýsingar á götunum um kristilega
samkomu, sem halda átti um kvöldið. Þar átti að tala „Evan-
gelísti,“ Alexander Mitsell. Ég kannaðist við nafnið frá för minni
til Færeyja, veturinn 1891. Ég held að ég hafi getið um hann
í „Undirbúningsárunum.“ En hvort þetta var sá sami og verið
hafði trúboði í Baptistasöfnuðinum í Þórshöfn fyrir hinum mörgu
árum síðan, vissi ég ekki. Svo um kvöldið fórum við Pétur á þessa
samkomu og sáum ekki eftir því. Ræðumaðurinn tók texta sinn
úr einni af Mósebókunum og hélt alveg ágœ:ta og hrífandi.
hákristilega ræðu, vekjandi og kröftuga. Mér fannst hún minna
mig á fyrstu ræðuna, sem ég heyrði hann halda, 13. febrúar
1891. Við Pétur vorum mjög hrifnir af henni. Eftir samkomuna
heilsaði ég honum og spurði hann hvort hann hafi verið i
Þórshöfn þetta fyrrnefnda ár og starfað með trúboða, Sloan.
Hann kvað svo vera. Ég spurði hann hvort hann myndi eftir
íslenzkum pilti, sem verið hafi á samkomum hjá honum þar.
Hann varð nokkuð að hugsa sig um, en loks, er ég benti bonum
á eitt atvik, sem bar við heima hjá honum þá mundi honn
eftir mér og varð mjög glaður við að ég þakkaði honum fyrir
þá andlegu hjálp, er hann veitti mér þá sem verkfæri Guðs,
án þess að vita það. Ég hafði mikla gleði af þessum endurfundi
okkar eftir tuttugu og átta ár. Hann var maður, sem auðsjáan-
lega átti kraft Guðs. —
I býtið næsta morgun lögðum við af stað frá Christiansand
og fórum fyrst sjóleiðis með litlu farþegaskipi, því að þá var
ekki komið járnbrautarsamband milli Christiansands og Óslóar.
— Síðdegis komum við svo til Brevík, því að þangað átti bátur-
inn að fara, en þaðan var járnbraut til Óslóar. Þangað komum
við svo um miðnætti, en mjög var á stöðinni talið óvist, hvorl
okkur heppnaðist að fá inni á nokkru hóteli. Samt vorum við
svo heppnir að fá herbergi á „Hótel Norge.“ það var slórt og
gott gistihús, og fengum við stórt herbergi með tveim rúmum.
Við fórum árdegis næsta morgun á lögreglustöðina að tilkynna
komu okkar og sýna skirteinin. Siðan fórum við til ferðaskrif-
stofu Bennets, og reiknuðu þeir út möguleika til þess að komast
til Helsingfors. Þeir gáfu okkur þær upplýsingar, að ef við
lærum með næslu lest til Stokkhólms og færum þaðan með
fyrsta skipi til Finnlands, þá kæmum við til Helsingfors seint
næsta sunnudagskvöld. En þann sunnudag endaði Bindindis-
þingið. Við sáum því að það væri tilgangslaust að halda þeirri
ferð áfram.
Tókum við það ráð að fara til Kaupmannahafnar og þaðan
með skipi heim. Við sendum svo langt símskeyti til þingsins
fyrir hönd reglunnar heima, og árnuðum þinginu allra heilla.
Pétur var þá stórtemplar.
Svo kom okkur félögumnn saman um að dvelja i þrjá daga í
Ósló og skoða bæinn og umhverfi. Stundum og oftast vorum við
saman, stúndum hvor út af fyrir sig. Við heimsóttum K F.U.M.
þar, og fengum heztu viðtökur, en samt voru mjög margir starfs-
menn utanbæjatr og gat ég því ekki heimsótt alla þá, sem ég
þekkti og mig langaði til að sjá. Einn af dögunum rakst ég við
götuhorn eitt, á gamlan og kæran vin minn, sem ég ekki vissi
að væri í Noregi. Það var Þórarinn Böðvar Þórarinsson. Hann
var kvamtur norskri konu, ágætri, og var nú búsettur í Noregi.
Flann bauð okkur Pétri heim til sín. Hann bjó á fallegum stað,
hinum megin við víkina. Við vorum hjá honum um stund.
43