Akranes - 01.03.1949, Page 20

Akranes - 01.03.1949, Page 20
Hann átti lítinn dreng á fyrsta ári. Hann varð seinna 1 miklu uppáhaldi Irjá mér. Ég kallaði haim „hlle.“ Er við Pétur höfðum fengið nóg af verunni í Ósló, iögðum við af stað áleiðis til Danmerkur. Það var sunnudagskvöld, og fórum náttferli til Gautaborgar og dvöldum þar mánudaginn 21. júlí. Við skoðuðum borgina og prýði hennar, en fórum svo með næturlestinni til Danmerkur. Við komum um klukkan átta um morguninn til Helsingjaeyrar, og tókum morgunlestina þaðan. Við vorum í almenningsvagni. Ég rak augun i r.uglýs- ingu, sem fest var þar uppi: „Bannað að spýta á gólfið í vagn- inum, sekt ein króna.“ Ég hendi Pétri á auglýsinguna og sagði: „Enn hvað það er ódýrt að spýta á gólfið hér! í Winnipeg kost- aði það 50 dollara að spýta á gangstéttina!“ — Pétur svaraði hlægjandi: „Viltu nota þér, hve ódýrt það er?“ Ég hélt nú ekki, en fannst það lítill menningarhragur, að slikt þyrfti að auglýna, og það i Danmörku, sem orðlögð er fyrir þrifnað. — Ég hlakkaði mjög til að koma til Kaupmannahafnar og sjá aftur vildarvini mina. Það voru nú liðin ellefu ár síðan ég hafði séð þá. Ég var því fullur af fögnuði, er við komum út úr lestinni. En fyrst fór- um við gangandi um borgina ti þess að leita á hótelum að her- bergi. En öll hótel voru yfirfull. Loks heppnaðist okkur að ná i gott herbergi niður við Nýhöfn, en það var aðeins fyrir. einn. Pétur tók það, því ég lcvaðst vera viss um að þeir í K.F.U.M. mundu geta séð fyrir mér. Svo fórum við háðir upp á lögreglu- stöð að sýna vegabréf okkar. Við höfðum heyrt að strangt væri eftirlit með ferðamönnum, útlenzkum. Við sýndum þar vega- bréfin. Sá embættismaður, sem við sýndum bréfin, hreytti úr sér ónotum og sagði: „Hvað þá, eruð þið ekki lslendingar?“ Við játuðum því. „Þá þurfið þið ekki að sýna vegabréf fremur en aðrir innlendir menn.“ Ég ympraði á þvi, að við hefðum haldið að þetta hefði breytzt við það, að Island væri nú orðið sjálfstætt riki. Hann snerist illa við og sagði: „Já, svona er Is- lendingum rétt lýst með hrokann og sjálfstæðisskapinn, þið hald- ið að þið séuð eitthvað, en ekki þegnar í Danmörk.“ Þá fauk i Pétur og hann sagði fast og ákveðið: „Við erum heldur ekki Danir, en mér finnst það óþarfi að sýna oss ókurteisi, þótt við værum svo „loyalir" að sýna vegabréfin.“ Það sljákkaði í ná- unganum og fór hann að afsaka sig og varð nú hinn bezti, og bað okkur afsökunar. — Nú skildu vegir okkar Péturs eiginlega, enda þótt við sæjumst daglega, meðan við dvöldum báðir í Kaupmannahöfn. En hinu daglega samferðalífi okkar var lokið. Mér þykir vænt um minn- ingu þessarar ferðar. Aldrei hef ég verið með göfugari manni en Pétri. Á allri þessari 18 daga samferð, var hver dagurinn öðrum ljúfari i samfélagi okkar. Margt varð okkur að vonbrigðum með tilliti til ferðaáætlunarinnar, tafir og hindranir, en aldrei brást jafnlyndi hans og glaðværð,. hvort sem við vorum á sjó eða landi. Jafnlyndi hans var þróttmikið og karlmannlegt, hreint og svalandi, yfirlætislaust og blátt áfram. Hann var maður, sem ég fann þá eins og á allri okkar viðkynningu, að ég gæti treyst fullkomlega, jafnvel betur en sjálfum mér. Það var mér mikil hamingja að fá að vera með honum á þessari ferð. Pétur fór heim með næsta skipi minnir mig, en ég varð eftir fram undir haustið. Nú víkur sögunni til sjálfs míns. Ég fór nú upp í K.F.U.M. fullur af gleði og tilhlökkun og fann þar opna arma og gleði yfir komu minni. Ég gekk inn á skrifstofuna eins og hefði ég búið þar stöðugt. Allir ráku upp stór augu af undrun, því þeir höfðu enga grunsemd um að ég kæmi. Skrifstofustjórinn, Carl Andersen, sem ég hafði þekkt síðan hann var drengur í U.D. í Bethesda, fagnaði mér hjartan- lega og tók mig inn til þess af framkvæmdastjórunum, sem heima var. Hann hafði ég ekki þekkt áður. Hann hét Svend Bögh, hafði verið prestur en svo gengið í þjónustu K.F.U.M., stór maður og þrekinn og hinn góðmannlegasti. Ég sagði þeim af ferðalagi mínu og ástæðunum fyrir því, að ég var þar kominn. Þeir spurðu mig, hvar farangur minn væri. Ég sagði að hann væri niðri í forstofunni. Þeir létu sækja hann og fóru með mig án frekari umsvifa upp á fjórðu hæð, þar sem voru ibúðir leigendanna. Þar leiddu þeir mig inn í upp- búið herbergi og sögðu að þarna ætti ég að búa þangað til búið væri að setja eigið herbergi í stand handa mér. 1 þessari stofu bjó annar framkvæmdastjórinn, kand. theol. Knúð HeeAnder- sen, sem þá væri með drengjunum i litilegu í hinum fagia sum- arskála , Jægersprís. Ég spurði hve mikið ég ætti að borga fyrir t. d. tveggja mán- aða dvöl. „Borga!“ sögðu þeir. „Heldurðu að þú fáir að ganga hér um og borga? Þú ert hér heima maður, hvenær sem þú kemur til Hafnar.“ I3essi tilhögun hefur svo haldizt allt til þessa. — Ég spurði um Olfert Richard. Mér var sagt að hann væri nú sóknarprestur við Garnisonskirkjuna, en væri nú i sumarleyfi úti í Rungsted, en kæmi um kvöldið, þvi að hann ætti að tala á Aðaldeildarfundi um kvöldið. Svo eftir kaffidrykkju, fór ég út að hitta Pétur Halldórsson og segja honum tíðindin; lét hann vel yfir því og vorum við svo saman til kvöldsins. Kl. 8.15 kom ég svo upp í K.F.U.M. til að vera á fundinum og finna Richard. Ég opnaði dyrnar inn að fundarsalnum. Richard stóð í ræðu- stólnum og var að segja sálmarnúmerið. Um leið og ég kom inn, kom Richard auga á mig og stökk niður úr ræðustólnum á móti mér, og greip mig faðmbrögðum. í>að var eitt af mestu hrifningaraugnablikum ævi minnar. Hann, þenna hezta vin stúdentsára minna! Að fá að sjá hann aftur eftir ellefu ár! — Við föðmuðumst og kysstumst og lyftum livor öðrum upp, og fögnuðurinn var ólýsanlegur. Albr í salnum horfðu undrandi á þessar aðfarir. Fæstir þeirra höfðu séð mig áður og voru sem steini lostnir. í>eim datt vist fyrst í hug að þetta væru áflog og voru viðbúnir að koma Richard til hjálpar, að reka þenna gaur út. — Svo leiddi Richard mig upp að ræðustólnum og kynnti mig fundarmönnum. Þá var gátan leyst og allt komst í sínar skorður. Svo talaði Richard. Að sitja og hlusta og hlusta á þenna ástkæra málróm enn einu sinni, að heyra þessa rólegu mælsku, sem var svo sannfærandi, án nokkurra mælgisbragða, var mér slík nautn og svölun, að því verður ekki með orðum lýst. — Eftir fundinn mátti hann til að fara, en hann kvaðst mundi koma næsta morgun og sækja mig til morgunverðar. En ég sat lengi með gömlum og nýjum vinum í gleði og gamni. Svo . er ég var kominn upp á herbergi mitt, var hjarta mitt svo fullt af þakklæti við Guð, sem hafði þannig opnað mér dyrnar, að ég gat ekki sofnað, lengi, lengi. Miðvikudagsmorguninn vaknaði ég snemma, og gekk út í Botaniskagarðinn. Allt var í fegursta sumarskrúða og sólskinið flæddi yfir gangstíginn og smá runna, og fuglarnir flögruðu óhræddir úr trjánum niður á stígana og blómailmurinn barzt mér eins og kærleiksþrungin kveðja og bauð mig velkominn með blíðu-atlotum sínum. Ég reikaði hugfanginn af unaði og eflirvæntingunni um vinafundinn, sem ég átti í vændum, niður að brúnni yfir síkið. Ég stóð þar lengi og horfði á sílamergðina, sem lék sér i ótal sveiflum niðri í hinu gulgræna vatni. Ég naut þessa morguns eins og væri ég 18 ára, þó að ég væri kominn á sextugs aldurs og nýt hans enn í minningunni þrátt fyrir áttatíu árin mín. Enn hvað það er yndislegt að vera áttræður og eiga þetta allt! — Svo í tæka tið gekk ég heim og skömmu síðar kom Richard og við gengum út, við gengum í hægðum okkar; við höfðum svo margt að tala um. Við borðuðum ágætan morgunverð á „Vifli.“ Svo stakk Richard upp á því, að taka bíl og aka fram og aftur um borgina. Það gerðum við og ókum í kring upp undir tvo tima. Það var opinn bíll og við vorum kátir eins og værum við aðeins Framhald. 44 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.