Akranes - 01.03.1949, Síða 22
CROSSLEY
Dieselvélar 10 BHK útvegum við með 6 vikna
í’yrirvara að fengnu innflutnings- og gjaldeyrislevfi.
Útvegum einnig jafnstraums- eða riðstraumsrafala
til tengingar við þessar vélar.
Crossley dieselvélarnar eru smiðaðar í stærðum frá
10 til 3000 B H K og eru hvar i heimi sem er, taldar
þær fullkcmnustu sem völ er á, bæði sjó- og landvélar.
Upplýsingar á Akranesi gefur Daniel Vestmann
vélstjóri.
FJALAR H.F.
Nýja Bíó-húsinu Reykjavik. — Sími 6439.
!
Au^lvsinp nr. 6,1949
J Cv '
frá skömmtunarstjóra
Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept.
1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu
og afhendingu vara, hefur verið ákveðið að úthluta
skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildi frá 1. april 1949.
Nefnist hann „Annar skömmtunarseðill 1949“, prentað-
ur á hvitan pappir, í rauðum og grænum lit, og gildir
samkvæmt því, er segir hér á eftir:
Reitirnir: Kornavara 16—30 (báðir meðtaldir) gildi fyrir
1 kg. af kornvöru hver heill reitur, en honum er
skipt með þverstrikum í 10 minni reiti, er hver gildi
100 gr. Reitir þessir gilda til 1. júlí n. k.
Við kaup á skömmtuðum rúgbrauðum og hveitibrauð-
um frá brauðgerðarhúsum ber að skila 1000 gr. vegna
rúgbrauðsins, sem vegur 1500 gr., en 200 gr. vegna
hveitibrauðsins, sem vegur 250 gr.
Reitirnir: Sykur 11—20 (báðir meðtaldir) gildi fyrir
500 gr. af sykri hver reitur.
Reitir þessir gilda aðeins til 1. júlí n.k.
Reitirnir: Hreinlætisvara g—8 (báðir meðtaldir) gildi
fyrir þessum hreinlætisvörum: % kg. blautsápu eða
2 pk. þvottaefni, eða 1 stk. handsápu eða 1 stk.
stangasápa hver reitur.
Reitir þessir gilda aðeins til 1. júlí n.k.
Reitirnir: Kaffi 5—8 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 250
gr. af brenndu kaffi eða 300 gr. af óbrenndu kaffi
hver reitur.
Reitir þessir gilda aðeins til 1. júlí n.k.
Reitirnir: 1—6 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 gr. af
smjörliki hver reitur.
Reitir þessir gilda aðeins til 1. júlí n.k.
Reitirnir: Vefnaðarvara 401—1000 gilda 20 aura hver
við kaup á hvers konar skömmtuðum vefnaðarvör-
um og fatnaði, öðrum en sokkum og vinnufatnaði,
sem hvort: tveggja er skammtað með sérstökum
skömmtunarreitum. Einnig er hægt að nota reiti
þessa við kaup á innlendum fatnaði, samkvæmt ein-
ingakerfi þvi, er um ræðir í auglýsingu skömmtun-
arstjóra nr. 52/1948, og öllu efni til ytri fatnaðar,
sem skammtaður hefur verið með stoinauka nr. 13.
Reitir þessir gilda einnig til kaupa á hvers konar
búsáhöldum úr gleri, leir og postuh'ni. Miðað er i
öllum tilfellum við smásöuverð þessara vara.
Vefnaðarvörureitirnir 401—1000 eru vöruskammtar
fyrir tímabiið apríl—júní 1949, en halda allir innkaupa-
gildi sinu til loka þessa árs.
Sokkamiðar: Nr. 1 og 2 gildi hvor um sig fyrir einu pari
af sokkum, hvort heldur er kvenna, karla eða barna.
Úthlutunarstjórum alls staðar er heimilt að skipta
nefndum sokkamiðum fyrir hina venjulegu vefnað-
arvörureiti, þannig, að fimmtán krónur komi fyrir
hvorn miða. Þessi heimild til skipta er þó bundin
við einstaklinga, enda framvísi þeir við úthlutunar-
stjóra stofninum af þessum „Öðrum skömmtunar-
seðli 1949,“ og að sokkamiðarnir, sem skipta er ósk-
að á, hafi eigi áður verið losaðir frá skömmtunar-
seðlinum.
Um sokkamiða nr. 1 og 2 gildir hið sama og vefnaðar-
vörureitina, að þeir eru ætlaðir fyrir tímabilið apríl—
júni, en gilda þó sem lögleg innkaupaheimild til árs-
loka 1949.
„Annar skömmtunarseðill 1949“ afhendist aðeins
gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni
af „Fyrsta skömmtunarseðli 1949,“ með árituðu nafni
og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og
form hans segir til um.
Þeir reitir af „Fyrsta skömmtunarseðli 1949,“ sem
halda gildi sínu, eru vefnaðarreitirnir 1—400, skómið-
arnir 1—15 og skammtarnir nr. 2 og nr. 3 (sokkamiðar),
en þeir gilda allir til loka þessa árs. Einnig heldur
„Ytrifataseðill" (í stað stofnauka nr. 13) gildi sínu til
1. júlí n.k.
Skömmtunafbók nr. 1 verður ekki notuð lengur, og
má því eyðileggjast.
Fólki skal bent á, að geyma vandlega skammta nr.
eitt, nr. sex og nr. sjö af „Fyrsta skömmtunarseðli 1949,“
ef til kæmi, að þeim yrði gefið gildi síðar.
Reykjavik, 31. marz 1949.
SKÖMMTIIN ARSTJÓRI.
46
A K R A N E S