Akranes - 01.11.1949, Blaðsíða 14

Akranes - 01.11.1949, Blaðsíða 14
fram að ríkið þurfi að fá tekjur sínar af áfengissölunni, til þess að ná greiðslu- hallalausum fjárlögum, og geta haldið á- fram nauðsynlegum „verklegum" fram- kvæmdum, eins og það er orðað. Ef hvort tveggja væri svo samtengt sem áf er látið, mundi ég ekki hika við að kjósa niður- fellingu á hvoru tveggju um stundarsakir. Sjá hvað sæti, og leita annarra úrræða. Því jafnvel verklegar framkvæmdir, sem á svo veikum stoðum eru reistar, geta ekki orðið til langframa „grunnur undir framtíðar heill.“ Blekkingarnar eru hættulegar. Við erum í ótal mörgu, og ótrúlegustu tilfellum að blekkja sjálfa okkur. Það er t. d. ekkert nema blekking, sem getur leitt til ófarnaðar: 1. Að við þurfum undir öllum kringum- stæðum — í bili, — að auka enn og óaf- látanlega við ímyndaðar þarfir okkar. — Hækka enn metið í óþarfanum á öllum sviðum. 2. Að við þurfum endilega á þessu ári, eða hinu næsta, að gera ýmsar þær fram- kvæmdir á ríkis- eða bæjarkostnað, sem auðsætt er að geti auðveldlega biðið. 3. Það er engin lí'fsnauðsyn fyrir mann sem býr í ágætis íbúð, að heimta fjárfest- ingarleyfi fyrir kastalabyggingu, sem kostar ríkið of fjár í erlendum gjaldeyri, óg bindur samhliða hans eigið fé og þjóð- arinnar, sem annars mætti festa í fram- leiðslu þjóðarinnar, sem vitanlega er aðal atriðið, — og uppspretta alls þess er við þörfnumst. — 4. Það er líka óþarfi að flytja inn lúx- usbila, til þess að gefa þeim hinum sama tækifæri til að selja næsta náunga með hinu svívirðilegasta okri. Þjóðin er orðin svo ótrúlega gagnsýrð af þessum vinnu- brögðxnn á öllum sviðum, að allt er orðið réttlátt og réttlætanlegt, hversu fjarstætt eða 'fáránlegt sem það kann að vera. Því miður erum við orðin svo afvega- leidd um mat í ýmsum efnum, að nú teljum við nauðsynlega ýmsa þá hluti, sem ýmist eru óþarfir, eða við getum vel án verið í bráð eða lengd. Svo er blekk- ingin orðin alger með þjóðinni. Eins og brjálað fólk. Skemmtanaæðið, staðfestuleysið og hvers kyns öfgar er að verða mjög ískyggi- legt almennt, þó er þetta sjálfsagt mest áherandi í Reykjavík, þar sem fjöldinn er mestur og öfgamar rísa af ýmsum ástæð- um hæst. Ekki er hægt að segja, að fólk sitji kyrrt. Ekki fá þó allir að ferðast sem það vilja, því það hef ég fyrir satt, að nefndin sem allir skamma, hafi neitað landslýðnum um ferðagjaldeyri til útlanda fyrir 50 miljónir — fimmtíu miljónir króna. — A. m. k. einn af þessu liði sótti um ferðagjaldeyri fyrir 50 þúsund kr. Víðsvegar um landið, — sérstaklega i námunda við Reykjavík, — er búið að byggja sumarbústaði fyrir milljónir króna, ef ekki tugi milljóna. Nú er sagt að bless- að fólkið sé hætt við þá dellu og sé nú mikið af þessum sumarhúsum autt og yfir- gefið . Fólk kaupir á svörtum markaði ótrú- legustu hluti fyrir brjálað verð. Það fer á miðjum nóttum til að standa í biðröð- um — með nesti — oft til að kaupa flikur eða efni, sem það á nóg til af. Allt þetta sýnir ótrúlega sjálfselsku og hreinan skepnuskap. Það virðist svo, að aldrei sé hugsað ilt frá sjónarmiði alþjóðar. Það er ekki verið að hugsa um, hvort þetta eða hitt sé holt eða heillavænlegt fyrir þjóðina i heild, eða hvað sé mögu- legt eða ómögulegt i þeim efnum. Flest af þessu brjálæði hefur komið ofan frá og leggur niður eftir þjóðarlikamanum. Það væri því nú kominn timi til fyrir fólk, að snúa við og sýna manndóm og þegn- skap í ríkum mæli, svo ekki sígi lengra á ógæfuhlið en orðið er með þjóðinni í heild. Því með sama áframhaldi verður frelsi hennar ekki mosavaxið, eða í hávegum haft af þeim þjóðum, sem nokkurt hóf kunna sér og meta þjóðfrelsi meir en flíkur á einstaklinga sína. Ó. B. B. HÉRAÐALJÓÐIN Framhald af bls. 104. ustumenn á meðal sinna eigin sona, þá sé ég ekki betur en að sá frábæri rösk- leikamaður, Helgi Valtýsson, verði að halda áfram starfi sínu þó að kominn sé á áttræðisaldur. Þá mundi það verða unnið — og unnið vel. Svo þegar héruðin hafa hvert í sínu lagi innt lögskil, þá á að hefja nýja söfnun og gefa út IjóS alþjóðar. Það verður bæði mikið safn og merkilegt, ef rétt er á haldið. En þá verð ég kominn i himnaríki, þ. e. a. s., ef Pétur hleypir mér inn. „Fyrir guðs náð munum við í dag tendra það kerti á Englandi að ég ætla, að aldrei muni á því slökkt verða,“ sagði Latimer biskup, þegar hann stóð með Ridley á bál- kestinum. Þar logar enn á kertinu hans eftir fjórar aldir. Það gæti farið svo, að lengi brynni það kerti, er Þórarinn Stef- ánsson tendraði, þegar hann gekkst fyrir útgáfu Þingeyskra Ijóða. Nú er svo langt komið, að héðan af mun þjóðin ekki láta verkið niður falla. Það væri ómennska, er mjög styngi í stúf við þetta tiltak Helga Valtýssonar, er svo var rösklega unnið . Ennþá finna íslendingar sjálfa sig í vis- unum — hvergi annars staðar betur. Þeg- ar svo hættir að vera, eru þeir orðnir önn- ur þjóð og ómerkari. Til allrar hamingju mun sá dagur langt undan. En það má bæði hlúa að Ijóðhneigð þeirra og ljóð- gáfu, og líka troða hana i aurinn með tóm- læti. Mig hefur lengi undrað, að enginn forleggjarinn skyldi hafa framtak til þess að stofna til ársrits, er eingöngu flytti kveðskap og ritgerðir um kveðskap. Skálda- þingiS væri ekki illa valið heiti á slíku riti. Og ef leitað væri til fólksins — en að gera svo, væri fyrsta og sjálfsagðasta skilyrðið — þá mundi ritinu ekki verða efnis vant. Þarna mætti líka margt það segja, er ung- um skáldum og hagyrðingum væri gott að nema. Ritgerðir svipaðs eðlis og sú, er Jón prófessor Helgason ritaði í Frón 1944, „AS yrkja á islenzku,“ hafa mikið menntimar- gildi, og umræðuefnin eru ótæmandi. Aðrar þjóðir eiga tímarit lik því, sem ég hefi hér stungið upp á, svo að það er ekkert frumlegt við þessa hugmynd mína. . En fyrst og síðast: þau héruð, sem ekki hafa enn staðið þjóðinni skil á Ijóðum sín- um, ættu nú að fara að rumska. Nóg er þegar sofið. Sn. J. AKRANES vill eindregið styðja að og undirstrika þessa þörfu hugvekju Sn. J. um söfnun og litgáfu héraðaljóða. 1 þeim, sem þegar eru komin, er mörg gullkorn að finna. Svo mörg. að óþarfi er að láta rusl fylgja með. Þessar útgáfur ýta vafalaust undir ýmsa að gera betur en þeir enn hafa gert, og er slíkt auðsær fengur. Einnig mun þessi framtakssemi og bjarga mörgu frá gleymsku, sem betur hefði séð dagsins Ijós. Ritstj. Framtíð o£ framleiðsla þessa lands virðist nú vera i bráðri hættu, ef ekki allir geta sameinast um, að snúa við frá kröfu-pólitík, til kjarkmik- illrar þrautseigrar baráttu um að veita viðnám, og snúa við, til hollari og hag- kvæmari hátta. Hver einstaklingur, bæir og ríkið sjálft verða að neita sér í bili um alla ofþennslu á öllum sviðum. Jafnvel sumir í mat og drykk, því til er, að það gangi út í öfgar. Hér varðar heill og heið- ur landsins, og þá verða einstaklingasjón- airmið að lúta i lægra haldi. Með nýju ári skulum við hefja þessa göngu, sem er nauðsynleg til þjóðarheilla, en sem enn er síður en svo óindisúrræði fyrir hvern einstakan. 134 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.