Akranes - 01.11.1949, Side 20

Akranes - 01.11.1949, Side 20
eru um 900 skráðir meðlimir. Ef sú þjón- usta, sem hér hefur verið lýýst, er sæmi- lega rækt, telur hann að þetta sé ærið starf einum manni, og hann megi hafa sig allan við að koma því sómasamlega af. Hvernig fer messugerðin fram? Þá skulum við ,,ganga“ í kirkju hjá metodistapresti, og sjá hvernig messu- gerðin fer þar fram í höfuðdráttum: 1. Guðsþjónustan hefst með orgelspiii. 2. Sálmur sunginn. (Söfnuðurinn syng- ur með, ætið standandi. Standa þá og þeir kirkjugestir upp, sem ekki syngja). 3. Presturinn les bæn. (En söfnuðurinn fylgist með henni, því að hana hefur hann hjá sér á prentuðu spjaldi). 4. Einsöngur, eða sörigur af söngflokki. 5. Auglýsingar, eða ýmiss konar til- kynningar til safnaðarins. Þær eru líka fjölritaðar og hefur áður verið úthýtt i bekkina. 6. Samskot — fórn. — Sérstakir, þar til kjörnir menn ganga milli kirkju- gesta með disk, þar sem hver lætur sina fórn eða umslag með gjöf sinni í, (sbr. það, sem áður er sagt.) A meðan þetta fer fram, er leikið á orgel, eða einsöngvari syngur. A eftir afhenda þessir menn svo prestinum diskana, sem aftur leggja þá á altari kirkjunnar, sem fórn fólksins. 7. Biblíulestur, þar sem presturinn les eina ritningargrein, en söfnuðurinn að vörmu spori aðra, (samlestur allra kirkjugesta). 8. Nú les presturinn einn úr biblíunni og flytur þar eftir bæn frá eigin brjósti, og er það aðal bæn Guðs- þjónustunnar. Þar biður hann fyrir söfnuðinum, starfinu, landi og þjóð og heimsfriðnum o. s. frv. Á eftir les hann svo Faðir vor, sem fólkið tekur undir. 9. Einsöngur eða kórsöngur. 10. Sálmur. 11. Ræðan. Flestir prestar prédika 25—30 mínútur. Sumir allt að 45 mínútur. Yfirleitt blaðalaust, þótt þeir hafi undirbúnið sig vel og mjög margir skrifað ræðu sína, þá fara þeir ekki með þær í kirkjumar. Sumir hafa og aðeins skrifað niður punkta til að styðjast við. 12. Sálmur. 13. Prestur blessar yfir söfnuðinn. Yfirleitt stendur Guðsþjónustan 1—1*4 úr klukkustund, eftir þvi hve ræða prests- ins er löng. Metodistakirkjan veitir sakramennti á svipaðan hátt og Lútherska kirkjan. f minningu likama Krists og blóðs. Ýmislegt Kirkjusókn er yfirleitt góð. Þykir 30— 33% góð sókn, en 18—20% lakleg. f söfnuði sr. Sveinbjarnar eru skráðir um 900 meðlimir eins og áður segir. Metodistar gera miklar kröfur til presta sinna um starf. Þeir telja, að þeir eigi að vera virkir og verulegir tengiliðir milli kirkju og safnaðar. Því leggja þeir svo rika áherzlu á heimsóknarskyldu prest- anna á heimilin, eins og drepið hefur verið á. f þessum heimsóknum á heimilin — eða húsvitjunum, eins og það hefur tiðast verið nefnt hér á landi, — á presturinn oft helgar stundir með allri fjölskyldunni eða hluta hennar. Þannig var það t. d. um sr. Sveinbjörn, að mánuðinn áður en hann fór að heiman, heimsótti hann um 40 heimili í söfnuðinum. Á a. m. k. 30 af þessum heimilum flutti hann bæn. Þetta atriði er næsta eftirtektarvert og til athugunar fyrir presta í okkar kirkju, þar sem þeim prestum mun stöðugt fara fækk- andi hér á landi, sem rækja húsvitjanir. Þá leggja þeir ríka áherzlu á fúsleik mannanna að gefa til starfsins. Þeir segja: „Þeir, sem ekki gefa til kirkju sinnar fúslega eitthvað, — og eftir efnum og ástæðum, — hafa ekki gefið sig Guði.“ M. a. þess vegna er lögð svo rik áherzla á að fólkið gefi. Þeir telja og hafa þráfald- lega orðið þess varir, að hinn glaði gef- andi telji það hafa orðið sér og símrm til margvíslegrar blessunar að gefa til hins kirkjulega starfs, sem eigi aðeins er notað til kirkjustarfsins í þrengri merkingu, heldur til mannúðar- og menningarmála í hinni víðustu merkingu, eins og sjá má af því, sem hér hefur verið drepið á um þetta mikla kirkjulega starf Metodista. Þá er það enn eitt mannúðar- og menn- ingarstarf, sem Metodistakirkjan leggur mikla rækt við og leggur mikla áherzlu á. Það er boðun bindindis. Það má segja, að kirkjan sé bindindis-kirkja, þótt eigi séu allir meðlimir kirkjunnar bindindis- menn. Þetta er deld í þeirra kirkjulega starfi og viðurkennt í höfuðstöðvum kirkj- unnar. Þannig á Metodistakirkjan t. d. stórhýsi i Washington, sem notuð er í þágu bindindisstarfsins. Metodistar hafa fyrr og síðar átt innan sinnar prestastéttar marga hálærða, heims- fræga menn. Einn þeirra er nú nýlega látinn, Dr. Ernest Fremont Tittle, stór- merkur prédikari og andans maður, sem sérstaklega barðist fyrir friði. Ákafur og harðskeyttur bardagamaður. Enn má nefna Ralaph Sockmon. Hann er miklu mildari en dr. Ernest var. Ágæt- ur mannasættir og flokka- og getur haft samvinnu við menn með hin ólíkustu sjónarmið. Hann hefur útvarpsmessur hvern sunnudag klukkan 9.30 að morgni, og er messunni útvarpað um allt að hundr- að útvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. Hér hefur nú nokkuð verið skýrt frá hinu mikla og merkilega starfi hinnar voldugu kirkju Metodista, sérstaklega í Bandaríkjunum. Kirkjudeildir og trúfélög í Bandaríkjunum eru mörg, en þrátt fyrir það mikla starf, sem þannig er unnið af hinum ýmsu trúfélögum, eru þar æði margir, sem láta sig engu skipta kirkju- eða kristindóm í hvaða formi sem er. Þannig sagði sr. Sveinbjörn, að aðeins 51% af hinni bandarísku þjóð væri í einhverri kirkjudeild. Þó fer þeim fremur fjölgandi, því að ekki er langt síðan að þeir voru aðeins 49%, sem tilheyrðu ein- hverri kirkjudeild. Ber mest á þessu i hinum stóru borgum, en langt um minna í smærri bæjum og sveitum. Ö. B. B. r------------------------------------------^ LÆKNISRÁÐ: (Sbr. bls. 130). Krabbamein er Jæknanlegt, sé það greint á byrjunarstigi og strax tekið til meðferðar. Hér skulu nefnd nokkur einkenni, sem bent geta á, að um byrjandi krabbamein sé að ræða: 1. Þykkildi eða herzli undir húð eða nálægt yfirborði likamans. Sérstakur gaumur skal þessu gefin, af það finnst í brjósti, á vör- um eða tungu. 2. Skeina eða sár, sem gengur illa að gróa eða grær ekki á 2—3 vikum. 3. Ef gömul varta eða fæðingarblettur fer að breyta lögun, stærð eða lit, getur sú breyting boðað illkynjun. 4. Óeðlileg i'itferð og blæðing frá líkams- opunum, einkum geirvörtum, kynfærum og endaþarmi. 5. Þrélát hæsi og særindi í hálsi, langvinnur, þurr hósti og erfiðleikar ó að kyngja mat eða drykk. 6. Óvænt lystarleysi og leiði eftir máltiðir einkum hjá þeim, sem komnir eru yfir fertugt. > 7. Óeðlilegar breytingar á hægðum, t. d. harðar og þunnar á víxl. Góð regla er að athuga saurinn öðru hvoru, einkum lit og lögun. Sé hann mjög dökkur eða svartur á lit eða þráðmjór, er rétt að ráðfæra sig við lækni. Það gildir um öll þessi einkenni, að þau geta fylgt öðrum og meinlausari kvillum en krabbameini, en þrátt fyrir það eru ])au einatt fyrstu boðberar þess. Verði maður þeirra var, ber honum að snúa sér til læknis, sem úr þvi sker, hvort þau votti meinlítinn kvilla eða hættulega meinsemd. Fulllangur hali. Bónda nokkrum, sem kom í kaupstað, varð það á að stiga á kjólslóða hefðarfrúar. Frúin litur við og segir: „Hefurðu ekki augu í hausnum, nautið þitt?“ Bóndinn: „1 sveitinni höfum við ekki kýr með svona löngum hala, svo að ég varaði mig ekki héma.“ 140 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.