Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 2. APRlL 2004
Fréttír DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
GunnarSmári Egilsson
Ritstjórar:
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjórar:
ReynirTraustason
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
ar: auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarp'rentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvað veist þú um
Thors-
ættina
1. Hvað hét upphafsmaður
ættarinnar og frá hvaða
landi kom hann?
2. Hvað hét útgerðarfélag
ættarinnar?
3. Hvar var kúabú ættföður-
ins?
4. Hvaða fræga einkennis-
merki hugðist ættfaðirinn
nota fyrir útgerðarfélag sitt
en gaf það öðrum?
5. Hvað hét eiginkona ætt-
föðurins?
Svör neðst á síðunni
Fleiri Svíar til
Kosovo
Sænska Aftonbladet
styður þá ákvörðun
sænsku ríkisstjórnarinn-
ar að senda 500 her-
menn ___
»0111»
tíl Kosovo. Það væri
ómóralskt að styrkja
ekki lið Svía í héraðinu
þar sem róstur hafa
blossað upp að nýju
undanfarið. Leiðarahöf-
undur lýkur lofsorði á
frammistöðu Svía og
Frakka sem fóru á veg-
um Sameinuðu þjóð-
anna til Kongó í fyrra.
Fimmtán sænskir her-
menn særðust þegar þeir
lentu í miðju steinkasts
og skotbardaga á dögun-
um og telur blaðið að
herinn sé vel í stakk
búinn til að axla aukna
ábyrgð í Kosovo þrátt
fýir þessi áföll.
Hippiló
Málið
Á flökti okkar um orða-
bækurýmiss konarrák-
umst við í gær á fallegt
orð sem við hijótum að
vekja athygli á. Það er
orðið„hippiló"
sem birtist í Orð-
sifjabókÁsgeirs Blöndals
og þótt við höfum aldrei
heyrt það fyrr mun það
vera nútímaíslenska yfír
„stelputáta". Orðið er sagt
líklega samsett úr„hyppa"
sem þýðir„óþæg og síóró-
leg sauðkind" (og vísar til
„hyppinn"sem þýðir upp-
stökkur) og svo„ló"sem er
einföld smækkunarend-
ing.
Við mælum með þessu
orði. Lína langsokkur er
t.d. greinilega dæmigerð
hippiló.
I.Thor Jensen, Danmörku - 2. Kveldúlfur -
3. Korpúlfsstöðum - 4. Þórshamar (haka-
kross) Eimskipafélagsins - 5. Margrét Þor-
björg (Kristjánsdóttir).
Við erum ekki á verði
"W Tið verðum að skilja eðli hryðjuverka til
l/ aðgetavariztþeim.Brýnteraðátta
W sig á, að þau eru ekki bundin við
átakasvæði. Þeim getur lostið niður hvar
sem er. Við megum heldur ekki gleyma
hættunni af að vera aðilar að krossferð trú-
arofstækis Bandaríkjanna gegn áhangend-
um íslams.
Flestir skilja, að hryðjuverk geta blómstrað
án aðildar óvinarlkja. Bandaríkin voru illa
undir 11. september búin, af því að rflds-
stjórnin var með ríkið írak á heilanum, en
ekki hreyflnguna A1 Kaída. Eftir hryðjuverk-
ið héldu Bushítar áfiram að leita að rótum
þess í herráði Saddam Hussein.
Einnig ber að forðast að skilja A1 Kaída á
sama hátt og oklcur hættir til að skilja það,
sem við köllum Mafíu. í báðum tilvikum sjá
menn fyrir sér miðstýrð samtök um skipu-
lagða glæpi. Réttara er að líta á fyrirbærin
sem svipaða hugmynda- og aðferðafræði
laustengdra glæpaflokka.
Ekki er til nein ein mafía, heldur margar
mafíur, sem sumar hafa með sér meira eða
minna tfmabundið samkomulag um skipt-
ingu svæða og verkefna, en eiga ekki sjaldn-
ar í erjum innbyrðis um þessa skiptingu. Þar
af leiðandi hefur ekki verið hægt að sigra
mafíur með því að fella mafíukónga.
A1 Kaída er ekki heldur félagsskapur, sem
lýtin: einum húsbónda, Osama bin Laden, og
herforingja hans, Ajman Al-Sjavari. Hópur
þeirra telur aðeins nokkur hundruð manns.
Hins vegar hafa tugþúsundir ungra manna
gengið í skóla, sem meira eða minna byggj-
ast á hugmyndum ff á Osama bin Laden.
Þessar þúsundir skólagenginna hryðju-
verkamanna leika lausum hala víða um
heim og þjálfa nýja fylgismenn. Krossferðin
gegn múslimum hefur magnað hatur þeirra
á vestrinu, einkum Bandaríkjunum, og leitt
til flóðs ungra manna í námskeið í hryðju-
verkum, sem talin eru eina vopnið gegn
hernaðarmætti.
Róm féll ekki fyrir öðru heimsveldi, heldur
fyrir meira eða minna ótengdum hópum
barbara, villimanna, sem höfðu meira út-
hald en heimsveldið. f nútímanum hafa slík-
ir hópar barizt áratugum saman, Kína-
kommar, Víetnamar, Sandínistar, Afganar,
Palestínumenn, Tsjetsjenar. Sumir þeirra
hafa náð árangri.
Aðferðaffæði hryðjuverkamanna er orðin
háþróuð og byggist á sambandsleysi milli
hópa, svo að þræðimir milli þeirra verði
ekki raktir. Hóparnir eru tifandi tíma-
sprengjur hver í söiu horni. Osama bin
Laden veit ekki sjálfur, hvar höggið ríður
næst á Vesturlöndum. Hann deyr, en að-
ferðin liflr.
Við þessar aðstæður er út í hött að treysta á
heimsóknir bandarískra flugsveita og lamb-
húshettulið ráðherra dómsmála. Hvort
tveggja jafngildir því, að við erum alls ekki á
verði.
Jónas Kristjánsson
'O
Q.
CL
O)
c
(V
<v
'O
Apríl-gabb hjá Ríkislögreglustjora
ÞAÐ V0RU FLEIRI en fiölmiðlarnir
sem freistuðu þess að láta fólk
hlaupa apríl í gær. Einu vel heppn-
uðu apríl-gabbi fréttum við af sem
átti sér stað á Skúlagötu 21 í Reykja-
vík en það er nýtt hús sem að utan er
kyrfilega merkt Ríkislögreglustjóra
en reyndar eru Haraldur Johannes-
sen og félagar alls ekki þeir einu sem
nýta húsið. Þar er til dæmis stofnun
brunamálastjóra til húsa, ennfremur
félagsmálastofnun, ein auglýsinga-
stofa og ef til vill einhver fyrirtæki
önnur. Og aUnokkur fjöldi fólks
vinnur í húsinu.
ÞEGAR FÓLK K0M tU vinnu í gær-
morgun beið bréf frá húsfélaginu þar
sem kynntar voru nýjar húsreglur
sem alliryrðu að hlíta. Vegna þess að
við lifðum í viðsjárverðum heimi og
þar sem Ríkislögreglustjóri hefði
bækistöðvar í húsinu og æda mætti
að hann og hans embætti gætu orðið
skotmörk einhvers óþjóðaiýðs yrði
að stórauka eftirlit í húsinu.
Myndavélar sem festar hafa verið
upp á göngum eru þegar allnokkrar í
húsinu, einkum á efstu hæðinni þar
sem Haraldur og menn hans halda
sig og hefur eftirlitið innanhúss nú
þegar orðið ýmsum tU nokkurs ama.
En nú tUkynnti húsfélagið að til að
auka öryggið enn frekar við þær
hættulegu aðstæður sem ríktu í ver-
öldinni yrðu allir starfsmenn í hús-
inu nú að fara þegar í stað og láta
taka af sér fmgraför svo bera mætti
þau saman við fingraför allra ann-
arra sem kæmu í húsið.
Og ekki nóg með það, heldur ættu
aUir líka að fara í augnskönnun, en
það mun vera nýjasta nýtt í eftirUts-
bransanum og felst í því að ley-
sigeislar skanna á fólki augun svo
óumdeUanlega sé hægt að bera
kennsl á fólk - því engir tveir menn
hafa alveg eins augu eins og aUir
hljóta að vita.
HEIMILDIR 0KKAR HERMA að starfs-
menn í húsinu hafi í unnvörpum
látið blekkjast af þessu aprU-gabbi
og fregnirnar hafi vakið heilmikla
úlfúð innanhúss. Sumir munu að
vísu hafa tekið þessu eins og hverju
öðru hundsbiti og þegar í stað gefið
sig ffam á efstu hæðinni, hjá RUds-
lögreglustjóra, fil að láta taka af sér
fingraförin og augnskanna sig, en
aðrir vUdu rotta sig saman og mót-
mæla þessari ff eklegu innrás í einka-
líffólks.
Nóg væri nú eftirlitið samt, þó
þetta bætúst ekki yið.
ÞAÐ KU REYNDAR VERA vera hið
UM SÍÐIR K0MST UPP að bréfið ffá
húsfélaginu var ekkert annað en apr-
U-gabb en þá munu________________
flestir hafa láfið ElkM.. ‘M B
blekkjast um lengri
eða skemmri tíma.
Ekki höfum við ör-
uggar heimUdir fyr-
ir því hver eða
hverjir hafi verið _____
upphafsmenn að I
þessu vel heppnaða
aprU-gabbi en böndin eru óneitan-
lega sögð berast að auglýsingastof-
unni f húsinu þar sem Einar Karl
Haraldsson fyrrverandi ritstjóri er
meðal starfsmanna.
Þá er sagt að Björn Karlsson
brunamálastjóri hafi verið með í
gabbinu og hafi hann gengið reffileg-
ur um ganga og hvatt fólk eindregið
tU að drífa nú í því að láta taka af sér
fingraför.
En það herma heimildir líka að
Haraldi á efstu hæðinni hafi ekki ver-
ið mjög skemmt.
hafi verið með l gabbinu og hafi hann gengið
reffilegur um ganga og hvatt fólk eindregið til
að drífa núí því að láta taka af sér fingrafj^ ^
Útvarpsmenn eyðileggja apríl-göbb
■STWIUU WUnetL ■
Kemar«d*g og d* mir i hfðókeppm i
Austurtne
Skjár einn meá sarnning:
Keppt í Idol
■íftl Skjár einn hefur trycet «ér
r\" >1 Sirnon
Cnwdl Kcmur tll landsini; I
FURÐU 0KKAR VAKTI í gær hvernig út-
varpsmenn virtustleggja sig alla fram um
að eyðUeggja daginn bæði fýrir almenn-
ingi og ekki síður öðrum fjölmiðlum, eða
jafnvel sínum eigin. í gær var eins og aU-
ir vita nú fýrsó aprfl, þegar siður er að
gabba fólk ,og þar sem það er jú sjálfur
tUgangur dagsins þykir okkur sem
fóUc eigi ekki aðeins að reyna sjálft að
gabba einhverja, heldur líka láta af-
skiptalaust þegar það verður vitni að
tUraunum annarra tíl að gabba fólk.
Aprfl-göbb af ýmsu tagi mátti finna í
öUum dagblöðunum í gærmorgun, ís-
land í bítið á Stöð 2 var með sitt eigið
gabb snemma morguns og þegar kom
fram á daginn komu stóru fréttastofum-
ar á útvarpsstöðvunum til skjalanna. Og loks
um kvöldið tróðu fréttastofur sjónvarpsstöðvanna upp
með sitt gabb.
EN STRAX f M0RGUNSÁRIÐ byrjuðu út-
varpsmenn að benda landsmönnum
leynt og ljóst á það hvaða dagur væri og
eiginlega hálfpartinn að vara fólk við apr-
fl-göbbum í fjölmiðlunum. Við gátum
ekki séð tflganginn með þessu, annan en
þann að eyðUeggja saklausa
skemmtun fýrir öðrum, bæði
þeim sem ætluðu að reyna að
láta aðra hlaupa apríl og þeim
sem hugsanlega hefðu látið blekkjast.
Okkur finnst að fjölmiðlarnir ættu
að sjá sóma sinn í því að vekja ekki
sjálfir þvílíka athygli á þessum degi.
Og skiljum ekki hvað útvarpsmönn-
unum gekk tU, nema þeir hafi talið sig
þurfa að sanna fyrir hugsanlegum
hlustendum sínum hvað þeir sjálfir væru snjallir að
hafa ekki látið blekkjast.
; Bruce Spring-
1 steen á Islandi
HIJVN kunni handu-
rfrdci ldnli»tarma
Fyrst og fremst
mikla eftirlit í þessu húsi Rfldslög-
reglustjóra sem kveikti hugmyndina
að aprfl-gabbinu og kunnugir herma
að rótin að því hafi verið óánægja
með það effirlit. Megi meira að segja
- ef menn vflja - skoða aprfl-gabbið
sem eins konar mótmæli gegn tU-
hneigingu Haraldar og félaga hans tU
að fjölga sífeUt myndavélum í húsinu
og auka annað eftirlit.