Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 Fréttir TfV Fráleit kaup Helgi Birgisson hrl. skiptastjóri í þrotabúi hjónanna Þorsteins V. Þórðarsonar og á Símanum KristínarTryggvadóttur hefur kært þau til auðgunarbrotadeildar lögreglunnar „Við sjálfstæðismenn höfhum því algerlega að Orkuveitan ljái máls á því - á einn eða annan hátt - að fjárfesta í Símanum eins ogAIfreð Þor- steinsson hefur sagst vera að íhuga í framhaldi af við- ræðum sem hann hefur átt við áhugasama fjárfesta," segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, oddviti sjálf- stæðismanna í borgar- stjórn. Vilhjálmur segir hugsanlega þátttöku Orku- veitunnar í kaupum fjár- festa á Símanum af ríkinu hafa verið rædda í borgar- stjórn í gær. „Þetta er frá- leitt enda tel ég að það sé ekki nokkur stuðningur við þetta innan R-listans. Al- freð segir að ekki sé búið að taka neina ákvörðun sem þýðir þá að málið er í skoð- un. Þetta mál þarf hins veg- ar enga skoðun. Þegar svona erindi berast er hægt að segja strax að það komi ekki til greina," segir Vil- hjálmur. Reyndu að stinga fjórum milljnnum krnnn undnn brotabúinu Auðgunarbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur nú til með- ferðar kæru á hendur hjónunum Þorsteini V. Þórðarsyni og Kristínu Tryggvadóttur fyrir að hafa reynt að stinga fjórum millj- ónum króna undan þrotabúi Þorsteins. Það er skiptastjóri þrotabúsins, Helgi Birgisson hrl., sem lagði fram kæruna í árslok 2002. Sökum anna og mikils málafjölda hefur auðgun- ardeildin ekki komist til að rann- saka þessa kæru en það verður væntanlega gert á næstunni. Töluvert hefur verið fjallað um þetta mál í DV undanfarna tvo daga í kjölfar viðtals við hjónin Þorstein og Kristínu sem sögðu farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við Helga Birgisson og töldu hann hafa tekið of háa þóknun fýrir vinnu sína. Á móti bendir Helgi á að þóknun sín nái yfir 5 ára vinnu hans við skipt- in. Á skiptafundi þann 30. mars sl. var þar að auki bókað eft- ir lögmanni ^^4 þeirrahjóna að þau teldu sig ekki hafa fjár hagslega hagsmuni af því að reka ágreiningsmál um þóknun skiptastjórans. Meðal annarra sem hlut eiga að máli hér er Gunnar Jónsson hrl. sem Þorsteinn hefur kært til úr- skurðarnefndar Lögmannafélags- ins en Gunnar dró upp samning sem gerður var milli Þorsteins og kröfuhafa um að ekki yrði geng- ið á helmingshlut eiginkonu hans vð uppgjör þrotabús- ins. Gunnar hefur sagt í DV að hann hafi ekki þungar áhyggjur af þessari kæru. að nafnverði 5 milljónir kr. á fast- eign sína Fannafold 21. Með dómi Hæstaréttar í desem- ber 1998 var Þorsteinn dæmdur til að greiða LSÁ 55 milljónir kr. auk vaxta og málskostnaðar vegna þeirrar háttsemi sem hann var sak- felldur fyrir 1996. í framhaldi af því höfðaði LSÁ mál fyrir héraðsdómi og gerði kröfu um gjaldþrotaskipti á hendur Þorsteini. Krafa sjóðs- ins nam þá rúmum 74 milljónum kr. Sem fyrr segir var auðgunarbrotadeild lögreglunnar send kæra á hendur þeim hjónum í árslok 2002 fyrir skfiasvik. Taldi skiptastjóri að fyrrgreint skuldabréf hefði verið gefið út til málamynda í þeim tilgangi að skjóta undan eign þeirra Fannafold 21 við gjaldþrotið. í september í fyrra staðfesti svo Hæstaréttur dóm héraðsdóms um að skuldabréfið hefði verið gefið út til málamynda og í þeim tilgangi gert að koma einu eign þrotabúsins undan til bróður Kristínar. I janúar í ár er svo málið enn og aftur komið til kasta Hæstaréttar þar sem dómurinn staðfestir dóm í héraði um að hafna beri kröfu Kristínar um að fá hlutdeild þrota- búsins í söluverði Fannafoldar 21. Málinu lýkur svo með fyrrgreindum skiptafundi þann 30. mars sl. Nið- urstaðan er sú að upp í rúmlega 77 milljón kr. kröfur í búið fengust greiddar um 2,5 milljónir kr. eða rúmlega 3%. Saga malsins I grófum dráttum er saga málsins í réttarkerfinu sú að í apríl 1996 var Þorsteinn V. Þórðarson dæmdur af Á: Hæstarétti í 12 mán- A aða fangelsi fyrir jgm umboðssvik og ■[ fjárdrátt úr sjóðum f Lífeyrissjóðs r. starfsmanna J Áburðarverk- smiðjunnar ifc' (LSÁ). Ári seinna SBBglm eða í júlí 1997 þinglýstu hann og Mm kona hans hand- h hafaskulda- JpBS t m bréfi s_________________ Helgi Birgisson hrl. Hefur kært Þorstein tii auðg- unarbrotadeildar lögreqlunnar. Gunnar Jónsson hrl. Hefurekki þungar áhyggjur af k.vru n hendur Krydda ekki heilbrigt kynlíf Viagra dregur úr frjósemi Ungir karlmenn sem taka Viagra til að hressa upp á bólfarirnar geta átt á hættu að verulega dragi úr getu þeirra til að stofna fjölskyldu. Þetta er ISíwtSWi. meðal þess sem vísinda- menn við Queen-háskól- ann í Belfast hafa komist að. Að þeirra sögn ættu ungir og hressir menn að hugsa sig tvisvar um Háöur en þeir taka inn stinningarlyf - enda að nauðsynjalausu þegar heilbrigðir karlar eiga í hlut. Rannsóknin sýnir að Viagra getur beinlínis hafa skaðleg áhrif á sæðið. Þrátt fyrir að sannað sé að lyfið hafi örvandi áhrif á sæðisfrumurnar og þær verði virkari er það ekki endi- lega ákjósanlegt. Tímasetningar eru mikilvægar í þessu samhengi: þá er átt við að hjálmurinn sem er stað- settur framan á höfði sæðis- frumunnar örvist of snemma og sé ekki virkur þegar hann á að „brjót- ast“ inn í eggið og frjóvga það. Simpsons í verkfall 16. serían um Simpsons- ijölskylduna, sem nú er í vinnslu, gæti verið hætt kominn vegna launakrafna leikaranna. Sex af helstu leikurum seríunnar heimta nú næstum því þrisvar sinnum hærra kaup og neita að mæta til vinnu nema kröfum þeirra verði framfylgt. Ef Fox-sjón- varpsstöðin lætur undan mun kaup þeirra hækka úr tæpum 200 milljónum upp í um það bil 500 milljónir króna á ári. Verða þeir þar með á hærri launum en jafnvel hæst launuðustu sjónvarpsleikararnir í Bandaríkjunum í dag. Skelfing greip um sig Dró upp hníf á skólalóð Boðar nýtt póstkerfi Netfyrirtækið Google vinnur að undirbúningi tölvupóstþjónustu sem verður ókeypis. Nýi tölvu- pósturinn, sem kallast G-mail, s-* - ,a I ar ersvarfyrir- VJtA tækisins við tölvupóstþjónustu sam- keppnisaðilanna Yahoo og Microsoft. Pósturinn hjá Google er sagður ýmsum kostum búinn, svo sem miklu meira geymslurými en tíðkast hjá öðrum. Hver notandi á að geta geymt um 500 þúsund tölvubréf á sínu svæði. Tölvupóstkerfið er enn í þróun en verður að finna á slóðinni www.gmail.com á Netinu innan tíðar. „Það liggur mikiö á en við erum að nálgast hálfleikinn í undirbúningi fyrir keppnina, " segir Sveinn Rúnar Sigurðsson, höfundur framiags isiendinga til Eurovison sem fram fer i maí. „Hiutverk lagahöfundar er að sjá um allan rekstur á dæminu; gefa út geisladisk, skipuleggja og þar fram eftir götunum. Hópurinn ætlar að koma saman um helgina og hlusta á hin lögin f keppninni. Þetta er gríðarleg vinna og mér sýnist að maður gæti endað á heilsu- hælinu í Hveragerði þegar þetta er búið." Ellefu ára drengur dró upp hníf á skólalóð Ölduselsskóla í Breiðholti í gær, yngri nemendum til skelfingar: „Við náðum ekki drengnum því hann fór heim en við lítum málið að sjálfsögðu alvarlegum augum og tökum á því á morgun," segir Daníel Gunnarsson, skólastjóri í Öldusels- skóla. „Þarna var um vasahníf að ræða sem drengurinn opnaði og á það litu börnin sem hótun og urðu hrædd," segir skólastjórinn. Daníel Gunnarsson lítur ekki svo á að grípa verði til sérstakra ráðstaf- ana vegna þessa atburðar eða ann- arra sem upp hafa komið. Langt í frá sé að líkja megi ástandinu við það sem þekkist víða í skólum í Banda- ríkjunum: „Þar er búið að girða Úr Ölduselsskóla Drengurmeð hniffór heim eftir að hafa skelftyngri börn á skóla- lóðinni. skólalóðir af og verðir standa í hlið- um. Sem betur fer er ástandið hjá okkur ekki neitt í líkingu við það.“ Skólastarf í Ölduselsskóla hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist eftir atburðinn en í skólanum eru um 600 nemendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.