Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2004, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 Fréttir DV Vínveitingar settar á bið Borgarstjórn tók á fundi sínum í gær ekki undir samþykkt borgarráðs frá því á þriðjudag um vínveitingaleyfi í Eg- ilshöll. Mótmæli bár- ust frá íþróttahreyf- ingunni eftir að borg- arráð samþykkti til- lögu Þórólfs Árnason- ar borgarstjóra um vínveit- ingaleyfi fyrir Sportbitann í Egilshöll. Borgarstjórn ákvað í ljósi þess að vísa málinu aftur til borgarráðs svo flnna á nýja og viðun- andi lausn fyrir alla aðila. Gæta verður að jafnræðis- sjónarmiðum gagnvart veitingaaðilum og taka tillit til viðhorfa innan íþrótta- hreyfingarinnar um óæski- lega blöndun áfengra drykkja og íþróttaiðkunar. Listrænn þjófur Lögreglan á Selfossi rannsakar nú innbrot sem átti sér stað í Slipp- félagið Litaland í bænum f síðustu viku. Sá sem braust inn hafði á brott með sér málningartrön- ur, liti og fleira sem tengist listmálun. Að sögn lögreglu var engu öðru stolið í þessu inn- broti en verslunin selur einkum almennar máln- ingarvörur. Enn sem komið er liggur enginn undir grun en gera má ráð fyrir að góss þjófsins þrengi hóp grunaðra. Lyfin talin kosninga- brella Heilbrigðisyflrvöld í Suður-Afríku hafa að und- anförnu dreift alnæm- islyfjum til sjúklinga, þeim að kosmaðar- lausu. Lyfja- gjöfmni hefur víða verið fagnað en stjórnarandstæð- ingar hafa bent á að að- gerðin sé kosningabrella enda ekki nema hálfur mánuður til kosninga. Landsíminn „Viö erum meö Færeyska daga I gangi hjá okkur núna og það er mikið fjör á þeim að venju," segir Kristinn Jónasson bæjar- stjóri Snæfellsbæjar.„Þannig er aö margir Færeyingar komu hingað á árun- um 1950til 1960 og sumir þeirra ílengdust eins og gengur og gerist, eink- um i Ólafsvík. Þetta fólk ákvað svo að efna til Færeyskra daga 1998 og við höfum haldið þeim sið síðan. Við eigum von á mörgum gestum að venju en dagskráin samanstendur afýmsum færeyskum skemmtikröftum og þetta er svona allt á þjóðlegu nótun- um. Isumar munum við I bæj- arstjórninni svo heimsækja vinabæ okkar I Færeyjum, Vestmanna, og endurgjöldum þá væntanlega greiðann." Andrezej Kunowski hefur um árabil gengið undir nafninu „pólska skrímslið“. Það þykja orð að sönnu því Kunowski hefur síðustu þrjá áratugi nauðgað og misþyrmt fjölda stúlkna. Breskir dómstólar bundu í gær enda á hroðalegan glæpaferil þessa manns með því að dæma hann í ævilangt fangelsi. Þrjátíu ára ferill nauðgara endaði með skelfilegu morði „Ég vona að hann brenni í helvíti," sagði Zaklina Koneva þegar dómur var kveðinn upp í London yfir Andrezej Kunowski, 48 ára Pólverja. Kunowski var fundinn sekur um að hafa nauðgað og myrt dóttur Koneva, Katerinu, sem var aðeins tólf ára. Glæpur Kunowskis er hroðalegur en það sem gerir söguna enn óhugnanlegri er að þessi maður hefur leikið lausum hala síðustu þrjátíu árin og notað tímann til að nauðga ungum stúlkum víða í Evrópu. Hefur Konowski gengið undir nafninu „pólska skrfmslið" og er það síst ofmælt þegar saga hans er skoðuð. Katerina litla Koneva var myrt á heimili sínu í Katerina Koneva Hún var nýkomin heim úr skóla þegar hún varð fyrir árás Kunowski. Hún lifði árásina ekki af. Hammersmith í Vestur- London í maí árið 1997. Katerina var nýkomin heim úr skólanum og for- eldrarnir báðir í vinnu. Konowski ruddist inn á heimilið og réðist að Katerinu litlu. Hann brá snæri um háls hennar og þrengdi að um leið og hann misbauð stúlkunni kyn- ferðislega. Katerina lá meðvitundar- laus á stofugólfinu þegar faðir henn- ar kom óvænt heim. Kunowski lagði þegar í stað á flótta og Trajce Koneva sá í hælana á honum þar sem hann stökk út um glugga. Katerinu varð ekki bjargað og lést hún skömmu síðar. Ógnaði sex ára með öxi Mál Kunowskis hefur vakið gríð- arlega athygli £ Bredandi ekki síst fyrir þær sakir að hann var eftirlýst- ur f heimalandi sfnu. Honum tókst hins vegar að fá landvistar- leyfi í Bretíandi með því að framvísa fölsuðum pappfr- um um að hann væri portú- galskur. Sakaferillinn heima í Póllandi er langur en Kunowski hefur verið sak- felldur fyrir að nauðga 21 konu á aldrinum 10 til 27 ára, einu sinni fyrir að nauðga karlmanni, sex sinn- um fyrir tilraun til nauðgun- ar og einu sinni fyrir tilraun til morðs þegar hann ógnaði . sex ára fórnarlambi með öxi. Zaklina Koneva tárfelldi þegar hún horfði á fangaverðina leiða Kunowski á brott eftir dómsupp- kvaðninguna. Hún sagði að sér væri engin huggun í lífstíðardómi - hún óskaði þess eins að Kunowski myndi þjást hverja mínútu það sem eftir væri lífsins. „Ég skil ekki hvernig þessi maður komst inn í landið. Það er eitthvað að kerfi sem veitir slfkum mönnum landvistarleyfi." Ummæli Koneva eru reyndar mjög í takt við umræðuna í Bretíandi um innflytj- endamál. Ráðherra í þeim mála- flokki sagði af sér embætti í gær; einmitt vegna ásakana um að alltof margir útíendingar kæmust inn í landið á fölsuðum skilríkjum. Sjálfur sýndi Kunowski engin svipbrigði þegar dómurinn var kveðinn upp. „Ég væri að bregðast Kynferðisbrotamaður og morðingi Yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í London segir Kunowski vera einhvern miskunnarlausasta og afkastamesta kynferðisbrotamann sem hann hefur komist í tæri við. skyldu minni ef ég léti ekki múra þig inni það sem eftir er ævinnar,“ sagði Peter Beaumont dómari. Alltaf sleppt úr fangelsi Lögregla hefur undanfama mán- uði rannsakað mál Kunowskis og talið er að fórnarlömbin séu jafnvel miklu fleiri. „Hann er líklega hættu- legasti og afkastamesti kynferðis- brotamaður sem orðið hefúr á vegi mínum," segir David Littíe, yfirmað- ur rannsóknarlögreglunnar í London. Kunowski, sem ólst upp í litlum bæ skammt ffá Varsjá í Póllandi, var fyrst dæmdur fyrir nauðgun árið 1973. Honum tókst tvisvar að flýja úr fangelsi eftir að hafa í hvort skipti hlotið 15 ára fangelsisdóm. Árið 1978 nauðgaði Konowski fimmtán konum á m'u mánaða tímabili. Árás- ir hans voru afar ofbeldisfullar og hann hálfkyrkti fómarlömbin í öll skiptin. Hann var fangelsaður í kjöl- farið en sleppt árið 1991. Fjórum ámm síðar var.hann fundinn sekur um að hafa nauðgað tíu ára stúlku og tveimur eldri stúlkum. Honum var fljótlega sleppt úr fangelsi vegna mjaðmaaðgerðar. Þá flúði hann til Bretíands og hélt úppteknum hætti sem endaði með hinu skelfilega morði á Katerinu Koneva. Senda sínu fólki hvatningarbréf Atlantsolía er með ódýrasta dropann Hryðjuverk verða ekkiliðin Múslimskir leiðtogar í London hafa sent út ákall til sinna manna um að aðstoða í baráttunni gegn hryðjuverk- um. Ákallið kemur í kjölfar þess að átta menn vom handteknir í London, gmnaðir um að hafa haft meiriháttar sprengjutilræði í bígerð. Áttmenning- arnir em allir með breskt ríkisfang en eiga það sameiginlegt að vera af paki- stönskum uppmna. Haft var eftir inn- anrfkisráðherra Spánar að einn mann- anna tengdist hryðjuverkunum í Mad- rid en að öðm leyti er talið að hópur- inn sé ekki beintengdur við hryðju- verkasamtökin Al-Kaída. Moskur í London sem og annars staðar á Bretlandi hafa verið hvattar til að veita liðsinni í leitinni að hryðju- verkamönnum. Igbal Sacranie, sem er háttsettur innan breska múslimaráðs- ins, segir að í bréfinu sé bent á mikil- vægi þess að fólk sé á varðbergi sem aldrei fyrr. „Við líðum ekki hryðjuverk Ákall Öllum moskum hefur verið sent bréf frá mústimaráðinu breska þar sem hvatt er til samstöðu i baráttunni gegn hryðjuverkum. og ef við komumst að einhverju þá er það skylda okkar að gera lögreglu við- vart,“ segir Sacraine meðal annars í bréfinu. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, kvaðst í gær fagna bréfasendingunni. „Hryðjuverkaógnin snertir hvert ein- asta heimili og gerir ekki greinarmun á múslimum og öðmm.“ Samræmd bensín- verðhækkun „Þetta er gömul saga og ný, þessi þrjú félög em nú sem oftar samstíga í hækk- irnum," segir Runólfur Ólafsson, ifamvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda um hækkun ESSO, Olís og Skeljungs á verði á eldsneyti í gær. „Það virðist vera meiri samkeppni, félögin hafa verið að draga niður álagninguna, þrátt fyrir gengisþróun dollars og hækkun á heimsmarkaðs- verði,“ segir Runólfur. „Það sýnir sig að það er möguleiki á að bjóða vör- una með mismunandi álagningu, það sjáum við hjá Atíantsolíu. Neyt- endur á höfuðborgarsvæðinu geta með því að snúa sér til þeirra sem bjóða ódýmstu vöruna sparað í rekstri bifreiða sinna og haft áhrif á markaðinn." Olíufélögin þrjú hækkuðu h'trann af bensíni, dísilolíu, gasolíu, flotaoh'u og skipaol- íu um 3 kr. Nú kostar h'trinn af 95 oktana bensíni 103,70 á þjónustustöðvum og h'trinn af díseloh'u 46,10. kr. í sjálfsafgreiðslu á höfuðborgarsvæðinu þar sem aflsátt- urinn er 5 kr. kostar bensírtíítrinn nú 98,70 kr. og lítri af olíu 41,10. Á stöð Atlantsolíu kostar lítrinn af bensíni 92,50 krónur og dísilolíu 35 krónur. Á stöðvum Bensínorku á höfuðborg- arsvæðinu og Akureyri kostar lítrinn af bensíni 97,40 kr. og dfsillítrinn 39,80 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.