Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. APRtL 2004 Fréttir J3V Líkmálið til saksóknara Rannsókn er lokið á lík- fundarmálinu í Neskaup- stað. Ríkislögreglustjórinn hefur í samvinnu við Sýslu- manninn á Eskifirði, lög- regluna í Reykjavík og fjölda annarra lögreglu- embætta rannsakað tildrög þess að lík Litháans Vaidas- ar Jucevicius fannst í höfii- inni við Netagerð Freiðriks Vilhjálmssonar 11. febrúar síðastliðinn. Rannsóknar- gögn lögreglu voru send Rikissaksóknara í gær og er forræði málsins á hendi embættisins hér eftir. Hart barist í Fallujah Hart var barist í borginni Fallujah í írak í gærkvöld og gríðarleg- ar sprengingar urðu. Miklir eldar loguðu og sprengingar kváðu viö. Fjöldi vopnaðra íraka leynist í borginni og bandaríski herinn hefur beðiö þess að tækifæri gæfist til að ráðast gegn þeim. Bandaríkjamenn beittu í gærkvöld flug- vélum og skriðdrekum og beindust árásirnar einkum að einu hverfi Fallujah. Milljón á mann Heildarskuldir Vest- mannaeyjabæjar námu 4,6 milljörðum króna í árslok 2003, á móti 4,4 milljörðum árið á undan, samkvæmt vef Eyjafrétta. Samkvæmt þessu er hlutdeild hvers Eyjamanns í skuldunum mÚljón krónur á mann. Skoðunarmenn benda á að mjög varlega verði að fara í nýjar lántökur á vegum bæjarsjóðs á næstu árum. íbúar á Baldursgötu 31 llfa í stöðugum ótta við Stefán Almarsson, betur þekktan sem Malagafangann Hann varð frægur þegar hann sat í fangelsi fyrir fíkniefna- mál á Malaga á níunda áratugnum. Stefán hefur verið síbrotamaður frá 1973 og hefur hrellt nágranna sína áður. íbúar ú Baldursgolu llýia Malagafangann „Hann hefur öskrað á mig og hótað að drepa mig - maður er gjörsamlega kominn með nóg,“ segir Guðrún Bjarnadóttir, íbúi á Baldursgötu 31. Guðrún býr á neðstu hæð en á efri hæðinni býr Stefán Almarsson, betur þekktur sem Malagafanginn, með sambýliskonu sinni Berglindi Guðmundsdóttur. Mikið ónæði hefur verið af Stefáni undanfarin ár og eru nágrannar hans sammála um að dóp, slagsmál og ólæti séu nær daglegt brauð. Nágrannarnir hafa sumir hverjir einfaldlega gefist upp og flutt á brott. „Ástandið var orðið þannig að ég neyddist í raim til að flýja,“ segir Krist- björg Rán Valgarðsdóttir, sem hélt ekki út lengur og flutti í nóvember síð- asthðnum. Hún segir ástandið hafa verið orðið þannig að öryggi annarra í húsinu hafi hreinlega verið stefnt í hættu og hún sé fegin að vera laus úr prísundinni. Setti lím í læsinguna og málaði gluggana Guðrún Bjamadóttir hefur svipaða sögu að segja. „Ég hef reynt að lifa eðlilegu lrfi en það er ekld auðvelt þegar maður er í stöðugum ótta um eigið öryggi," segir Guðrún og bætir við: „f raun er þetta ekkert annað en dópgreni." Þá segir hún Stefán hafa ítrekað hótað sér vegna deilna um sameign- ina. „Hann var búinn að hóta mér of- beldi hvað eftir annað; hótaði til dæmis að leggja íbúðina mína í rúst," segir Guðrún. „Ég bað þann vel að lifa en þegar ég kom heim daginn eft- ir var búið að mála fyrir alla gluggana hjá mér og setja lím í læsinguna. Þá fór ég í Húseigendafélagið og Baldursgata 31 Ibúar hafa neyðst til að flýja nágranna sinn, Stefdn Almarsson, betur þekktan sem Malagafangann. kvartaði en það var h'tið að gert." Guðrún segir fortíð Stefáns auðvit- að vera skuggalega en þegar hann sé í sínu besta formi sé alveg hægt að tala við hann. „Hann virðist hafa ágætis verkvit en hann er mjög skapbráður og á auðvelt að fá fólk upp á móti sér." Árrú Sveiim Fjölnisson býr við hhð Stefáns. Hann staðfestir að Stefán hafi ítrekað haft í hótunum við aðra í húsinu. „Stundum er ástandið ótrúlegt - endalaus partí sem standa í marga sólarhringa og svo er löggan fastagestur á mánu- dagsmorgnum," segirÁrni. „Égheld það yrðu allir fegnir að vera lausir við hann," bætir hann við. Hótaði að drepa móður ná- grannans Stefán er þessa dagana staddur úti á Krít. Hann varð frægur á fslandi þeg- ar hann sat í fangelsi fýrir fíkniefha- mál í spænsku borginni Malaga á m'- GuSrún Bjarnadóttir „Hann hefur öskrað á mig og hótað að drepa mig-maðurer gjörsam- lega kominn með nóg,“ segir Guðrún Bjarnadótt- ir, Ibúi á Baldursgötu 31. „Þegar ég kom heim daginn eftir var búið að mála fyrir alla gluggana bjá mér og setja lím í læsinguna." unda áratugnum. Þar bjó hann við slæman aðbúnað og íslenska þjóðin var slegin yfir örlögum hans - til dæmis hélt Bubbi Morthens tónleika til að styrkja heimför hans og á end- anum var honum bjargað. Stuttu eftir að Stefán kom heim komst hann þó aftur í kast við lögin, vegna skotárásar á Langholtsvegi. Hann hefur búið við Baldursgömna í þó nokkur ár og gert nágrönnum líf- ið sitt leitt. Árið 2000 sagði DV frá því að Stefán hótaði nágranna að drepa bæði hann og móður hans. Þá hótaði hann að kveikja í bíl nágrannans. Faðirinn sleginn Aht er með kyrrum kjörum á Bald- ursgötunni þessa dagana meðan Stef- án Almarsson nýtur lífsins úti á Krít. Nágrannar hans eru hvíldinni fegnir en kannski er það til marks um ástandið að gulur lögregluborði inn- siglar íbúð Stefáns. Amar Jensson hjá Ríkislögreglustjóra vildi ekki kannast við að lögreglan hefði hengt upp borðann. Hvorki náðist í Stefán Almarsson eða Berglindi Guðmundsdóttur, sam- býhskonu hans. Guðmundur Ámason, faðir Berglindar, segir langt síðan hann hafi séð dóttur sína síðast. „Ég hrein- lega veit ekki hvar hún er," var það eina sem hann vildi segja um máhð. simon@dv.is jontrausti@dv.is Björn skiptir um skoðun! Svarthöfða Jiló hugur í brjósti þegar hann sá Evu Bergþóru taka viðtal við Björn Bjarnason dóms- málaráðherra í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar var Björn látinn svara fyrir orð sem hann hafði látið faha við umræður á Alþingi árið 1995 þegar Ólafúr Ragnar Grímsson, sem þá var ennþá formaður Alþýðu- bandalagsins, hafði haldið því fram að nauðsynlegt væri að setja lög um starfsemi fjölmiðla, ekki síst eignar- hald þeirra. Það er reyndar stórfynd- ið að hugmyndir gamla Ahaballans um þessa lagasetningu virðast hafa verið mjög á sömu lund og Davíð Oddsson hefur nú látið verða af, og sýnir svo ekki verður um vihst að þótt Dabbi hafi byrjað ferh sinn sem sérlegur útsendari frjálshyggjustrák- anna sem þá mynduðu Eimreiðar- hópinn er hann nú á seinni hluta stjórnmálaferilsins orðinn íhald- samur og þröngsýnn Ahabahi og fátt sem skhur á mihi skoðana hans og þeirra Einars Olgeirssonar og Brynj- ólfs Bjarnasonar, gömlu sósíahsta- leiðtoganna, nema þá kannski af- staða th ameríska hersins. Hvernig hefur þú það' „Ég hefþað bara flnt. Með hækkandi sól og vor I lofti enda er ég að fara út I sveitina mina þar sem ég ætla að eyða ævikvöldinu og skipuleggja sumarbúðir mínar og ann- arra þar. Auk þess stend ég I kafi íþví að undirbúa útkomu ársrit Sálarrannsóknar- félagsins sem er gefíö út I tólfþúsund eintökum til félagsmanna." En Björn hafði sem sagt haldið uppi merki Sjálfstæðisflokksins við þessar umræður á Alþingi fyrir níu árum og taldi af og frá að nauðsyn væri á nokkurri lagasetningu. En núna er hann harðasti tals- maður Davíðslaganna, fyrir utan Davíð sjálfan og Þorgerði Katrínu. Og því von að Eva Bergþóra skyldi spyrja hann hverju þetta sætti. Og tróð ekki nema Björn Bjarna- son upp með það svar að þessar skoðanir hans árið 1995 hefðu verið „börn síns tíma" ekki síður en jafii- réttislögin og það væri réttur og kostur á hverjum manni að skipta um skoðun. Björn, sem hingað th hefur stært sig af því opinberlega að hann hafi aldrei skipt um skoðun á ævinni. Og hefur meira að segja tahð þá þröng- sýni sér sérstaklega th tekna. Nú er hann sjálfur orðinn talsmaður skoð- anaskipta og þarf að gleypa skoðan- ir sínar með bros á vör. Svarthöfði er viss um að fýrir jafn stefnutrúan mann og Björn hafi það verið beisk- ur biti að kyngja. En hvað gerir Björn ekki fyrir Davíð? Meira að segja þó Davíð geri ekkert fyrir Björn. SvaithöfÖi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.