Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2004, Blaðsíða 15
BV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 15 Alþjóðleg kattasýning Gulbröndóttur högni Smáhundadeildin ætlar að hittast verður haldin í Reiðhöll Gusts í Kópavogi á laugardag og sunnudag. Þrír dómarar dæma en það eru þær Eiwor Andersson frá Svíþjóð sem dæmir allar tegundir, Ursula Loose frá Þýska- landi sem dæmir tegundaflokka I, III og IV og Eva Porat frá Svíþjóð sem dæmir tegundaflokka I og II. Áhugamenn um ketti eru velkomnir en á sýningunni má sjá margar tegundir sem ekki sjást á göt- unum dags dag- lega. Hann er einkar Ijúfur og góður þessi fjög- urra mánaða högni og gæti verið góður með hundi því hann kann vel við þá. Hann er ekki síður Ijúfur við börn og er fjörugur og skemmtilegur. Hann vantar heirnili sem allra fyrst og þeir sem vilja taka hann að sér hafi sam- band við Kattholt. Bergljót Davíðsdóttir skrifar um dýrin okkar í DVáhverjum miðvikudegi. bergijot@dv.is í Sólheimakoti þriðjudaginn 4. maí kl. 19.00. Farið verður í göngu, kaffi drukkið og spjallað á eftir. Þeir sem sjá sér fært að koma með eitthvað með kaffinu endilega geri það en deildin býð- ur upp á kaffið. Gaman væri að sem flestir létu sjá sig því hundarnir hafa svo gaman af leik við sína líka. Kynþroska tíkur Hæ. Ég er að velta fyrir mér hvenær tíkín mín verði kyn- þroska en hún er 5 mánaða í dag. Sé ég það örugglega svo ég geti passað að hún verði ekki hvolpafull? Daníel Svar Sæll Daniel Tíkur verða að jafnaði kynþroska á aldrinum 6-10 mánaða, tíkur af smáhundakyni heldur fyrr en stórar tíkur. Venjulegast tekur eigandinn eftir því að tíkin virðist þrífa heldur meira að aftan en venjulega og þegar nánar er að gáð eru ytri kynfæri þrútin og það blæðir frá henni. Gangferill tíkarinnar er 5-7 mánuðir, en gangmálið 3 vikur. Það skiptist í blæðingartímabil sem er 7-10 dagar.egglosunartímabil 7-10 dagar, eftirgangmál 2 mánuðir og hvlldartímabil 3-4 mánuðir.Tíkin er einungis frjó á egglosunar- tímabilinu, svo venjulegast er engum vandkvæðum bundið að passa hana vel á þeim tíma. Þegar tík er lóða þarf að gæta hennar vel, ekki vera með hana lausa eða eftirlitslausa úti.Hundar eru fljótir að renna á lyktina af lóða tík og þeim halda hvorki bönd né girð- ingar. Það er góður siður að skrifa hjá sér hvenær tlkin lóðar, því það er ekkert gaman að ráðgera sum- arferðalög og útilegur með lóða tík! Óregla á lóðatimanum getur verið einkenni um sjúkdóm sem þarfnast meðhöndlunar. Bestu kveðjur Heiga Finnsdóttir dýralæknir. Varað við Dalsmynni Eftir að DV greindi frá tannlausum Chi- huahua I siðustu viku hafa margir haft samband við okkur og sagt sögur af gölluðum hund- um og öðrum svikum við Dals- mynni.Margir hafa nefnt að þeir hafi keypt hunda þaðan og talið það sem þeir hafi heyrt um staðinn vera gróusögur. Þetta fólk komst að hinu gagnstæða og vill gjarnan segja sögu slna á slðum blaðsins til að vara þá við sem hyggjast kaupa þaðan hvolpa. Nær allir hafa þurft að greiða háan lækniskostnað vegna hunda sinna eftir að þeir fengu þá sýkta af alls kyns kvillum frá Dalsmynni.f sumum tilfell- um er fólk enn að greiða af raðgreiðslu- samningum vegna dauðra hvolpa sem dóu skömmu eftir afhendingu og í öll- um tilfellum hafa hvolparnir verið óhreinir, hræddir og skelfdir. Svandís Jónsdóttir og Daði Arnaldsson týndu Snúllu. kisunni sinni, og ættleiddu aðra. Snúlla fannst og nú leika þær sér saman og halda sér inni. Svandís og Daði meö Snúllu og Snældu Týndu Snúllu og fengu Snældu. Þau eru ánægð með þær báðar enda miklir dýravinir og bæði alin upp með dýrum. „í byrjun apríl týndist litla kisan okkar og við hófum leit og hringdum vítt og breitt tii að spyrj- ast fyrir um hana,“ segir Svandís Jónsdóttir, sem ásamt Daða Jónssyni býr við Hverfisgötuna i Reykjavík. Þau Daði fengu kettlinginn í haust, þegar þau fluttu í íbúð við Hverfisgötuna. Þau voru alsæl með kettlinginn, sem þau kalla Snúllu. „Við urðum fljótt hrædd um að eitthvað hefði komið fyrir Snúllu og mamma sem sá kisu á heimasíðu Kattholts, sem líktist henni í útliti og var munað- arlaus, benti okkur á hana. Við ákváðum því að fara upp eftir og skoða hana og féllum alveg fyrir henni. Hugsuðum með okkur að ef Snúlla Útla fyndist ekki hefðum við þá í það minnsta aðra líka henni. Við vorum rétt komin með hana inn um dymar þegar Snúlla birtist á ný.“ Svandís segir Snúllu hafa verið auma þegar hún kom heim en að öllum líkindum hafi hún ekki farið langt. „Við höldum að hún hafi aldrei farið úr húsi, heldur að- eins fram á stigagang og falið sig þar. Hún hefur verið hrædd því hún þekkir ekkert annað en íbúðina. Hún var alveg þurr en úti var rigning. Það urðu fagnaðarfundir og þeim kom strax vel saman en nýju kisuna kölluðum við Snældu," segir hún. Fljódega eftir að Snælda kom á heimilið veikt- ist hún og fékk svokallað Kattholtskvef. Snúlla smitaðist og þær urðu báðar veikar og vildu ekk- ert borða. Dýralæknirinn skoðaði þær og taldi veikindin ekki lífshættuleg. Daði og Svandís möt- uðu þær með sprautu og nú eru þær báðar við hestaheilsu. „Þeim kemur mjög vel saman og leika sér heilmikið. Þær fá ekki að fara út og við gætum þess vel að þær komist ekki fram á gang,“ segir hún en bætir við að hún hafi aldrei tekið þá áhættu að hleypa þeim út á meðan hún búi við Hverfisgötuna. „Það er alltaf verið að aka á kettí og þegar við vorum að spyrjast fyrir um Snúllu þá sagði lögreglan okkur einmitt að það hafi verið ekið á kisu við götuna, ekki fjarri okkur. Þær vita ekki hverju þær missa af ef þær þekkja ekki neitt annað en íbúðina. Ég get ekki betur séð en þær séu hamingjusamar þrátt fyrir allt,“ segir Svandís. Það er ábyrgð að taka að sér dýr Hugsiðfram ítímann Marga langar að eignast hvolp eða kettíing og sjá fyrir sér yndisleg ungviði og átta sig oft ekki á að þau verða ekki alltaf h'til, sæt og krúttíeg Það er einnig ekki síður algengt, því miður, að foreldrar vilja kaupa leikföng fyrir börnin sín. Það gleymist að hvorki kettíingar né hvolpar eru leik- föng fyrir börn. Ábyrgir rækt- endur láta jafnvel ekki ffá sér hvolpa eða kettlinga ef mikið er af litíum börnum á heimili. Það er ekki augnabliksákvörðun að taka að sér nýjan heimilismeðlim og á að gerast af yfirlögðu ráði, hvort sem um kettíing, hvolp eða eitthvað annað dýr er að ræða. Bæði hundar og kettir lifa aht að fimmtán ár og það þarf að hugsa fram í tímann. Það er ekki bara hægt að fara og láta Dýraeigendur Það er ekki augnabliks- ákvörðun að taka að sér nýjan heimilismeð- lim og á að gerast afyfirlögöu ráöi, hvort sem um kettling, hvotp eða eitthvað annað dýr er að ræða. lóga dýrunum þegar börnin nenna ekki lengur að eyða tíma í þau. Kaupið aldrei dýr fyrir börn og látið ykkur heldur ekki detta í hug að gera þau ábyrg fyrir þeim. Þau er alltaf á ábyrgð foreldranna. Það er sorglegt að heyra í fitíl- orðnu fólki sem kaupir dýr fyr- ir börnin sín með þeim sldlyrð- um að þau eigi að hugsa um þau. Láta þau lofa að fara út með hundinn og hreinsa kattasandinn. Hugsið því mál- ið vel og áttið ykkur á að líttíl hvolpur á heimilið er sama sem eitt barnið í viðbót. Hugs- am í tímann og ekki taka dýr nema vera búin að tryggja hver á að gæta þess þegar þið farið í frí. Verið ttíbúin að fórna því sem þarf fyrir hundinn ykkar eða köttinn og áttið ykkur á að því fylgir kostnaður. Þið fáið fyrirhöftiina margfalda til baka í þeirri ánægju sem nýi heimtíismeð- limurinn gefur ykkur. n n 0 ifp mm hundurinn Hugrúu Hún heitir Hugrún af tegundinni Beagle og er heimilishundur að réttargeðdeildinni Sogni Ölfusi. Eig- andi hennar er staðarhaldarinn Gestur Halldórs- son sem fékk hana gefins litía. „Ungir krakkar áttu hana og höfðu ekki að- stæður ttí að hafa hana áfram og því tók ég hana að mér,“ segir hann og viðurkennir að hún hafi verið dálítið erfið í byrjun. En eftír námskeið í Gallerí Voff hafi hún orðið því sem næst prúð og stillt. Hann segir hana ákaflega skemmtilega og hlýðna nú orðið. Hún átti þó ttí að þvælast í bílum sem aka upp heimreiðina og fékk að kenna á því þegar ekið var á hana fyrir nokkru. Hún skrapp með skrekkinn og passar sig eftír það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.