Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2004, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2004, Blaðsíða 27
DV Fókus MIÐVIKUDAGUR 28. APRlL 2004 27 I AUCSABA*Z. _ 553 Z07S fíEGnBOGinn 5.10, 8 og 10.50 B.i. 16 SÝND8og10.15 ItHE PASSION - Id. 530,8 Og 1030 B.L 16] jPETER PAN kU MEÐ ÍSLENSKU TALI \ SfMI: 551 9000 www.regnboginn.is www.laugarasbio.is ***y2 kvikfnyndir.com * Jr** SUMW. il að tryggja réttan réðu þeir utanaðkomandi sérfræðing. En það var einn sem sá við þeijrp^ mJURY Eftir metsölubók JOHN GRISHAM Meó stórleikurunum, John Cusack, Gene Hackman, Dustin Hoffman og Rachel Weisz HK i 7 i I liífil i hmatf th» Tufip er marttur aftur í hættuleta fyrufinn PÉTUR PAN kl. 6 MEÐ (SLENSKU TALlj i Böðvar Þór Eggertsson hárgreiðslumaður lét gamlan draum rætast á dögunum og fór á Duran Duran-tónleika á Wembley Hann mætti í bleikum, ermalausum bol, með sítt að aftan og málaður eins og stjörnurnar sjálfar. Nýttefni fra Beastie Boys í dag Toppnum „Við tókum forskot á sæluna og kláruðum þetta mál," segir Böðvar Þór Eggertsson, Böddi hárgreiðslu- maður, en hann fór um miðjan mán- uðinn í 13 manna hópi á Duran Dur- an-tónleikana sem haldnir voru á Wembley. Gat að sögn ekki beðið eftir skipulagðri íslendingaferð sem farin verður 1. maí. „Þetta var bara geðveikt og það þarf ekkert merkilegt að gerast í mínu lífi núna því toppnum er náð," segir hann. „Við skulum segja að ég sé einn af heitustu aðdáendum hljómsveitarinnar á íslandi og er bú- inn að dýrka þá síðan 1982," segir Böddi afar einlægt þegar hann er spurður að því hvort hann sé heitasti aðdáandi Duran Duran á íslandi. „Þeir byrjuðu á að koma labbandi inn á sviðið og röðuðu sér upp fremst á sviðinu og það kom reykur og allar græjur. Svo bökkuðu þeir að sínum hljóðfærum og byrjuðu tón- leikana. Þeir tóku nýtt lag fyrst og enginn af tólf þúsund manns kunni textann. Alls spiluðu þeir fjögur ný lög. Allt hitt voru gömlu lögin sem allir kunnu. Þeir spiluðu stanslaust í klukkutíma og 45 mínútur án þess að taka pásu. Maður kom út með engan þurran blett eins og blaut gólftuska, raddlaus og í brjáluðum gír,“ segir hann þegar hann er beðinn um að lýsa tónleikunum í heild. Böddi hlær þegar ýjað er að hon- um að hann sé í raun holdgervingur hljómsveitarinnar en útlit hans end- urspeglar alla meðlimi hljómsveitar- innar á einn eða annan hátt. „Við mættum á tónleikana í hvítum jökk- um, ég og Óli Boggi vinur minn, bleikum, ermalausum bolum, báðir með sítt að aftan og með Duran Dur- an-nælumerki í barminum, púður, gloss og allan pakkann," segir Böddi. „Strákar voru alltaf svo málaðir á þessum tíma og við tókum bara kommbakk sjálfir," segir hann hlæj- andi. „Hér áður fyrr stal maður make-upinu frá mömmu en núna eru komnar herrasnyrtivörur frá Sean Paul Gaultier sem saman- standa af púðri, glossi, húðlituðum varasalva, augnblýöntum og bauga- felara. Þetta er sérstaklega hannað fyrir herra og ég á alla línuna," segir hann stoltur og rifjar upp gamla tíma. „Hér á sínum tíma, svona 1982-84, málaði maður sig alltaf og byrjaði með bólufelarann og svo var ég kominn með svo margar bólur að þá fór ég að nota meikið. Svo fór maður út í að nota maskara og hvít- an varalit. Til að fullkomna stílinn fór ég í bleik jakkaföt og það tók 30 mínútur að blása á sér hárið, enda með sítt að aftan eins og núna," seg- ir Böddi að lokum. Böddi hárgreiðslumaður Enn með sítt að aftan eftir Duran Duran-tónleikana ó Wembley- DV-mynd Teitur Danstonlistarveisla á Kapital um helgina Reykjavík vaknar Um næstu helgi verður heljarinn- ar tónhstarveisla á Kapítal í Hafnar- stræti. Nokkrir aðilar hafa sameinast um að gera hátíðina, sem hefur feng- ið nafnið Reykjavfk Wake Up Call, að veruleika en það er tónleikafýrirtækið Hr. Örlygur sem hefur undanfarin ár verið leiðandi í innflutningi á erlend- um tónUstarmönnum, breakbeat.is sem hefur síðustu 4 ár haldið uppi samnefndum klúbbakvöldum, Beat Kamp sem er nýtt af náUnni og Kapít- al sem er eini eiginlegi klúbburinn sem eftir er á íslandi. Á hátíðinni koma fram allir okkar frambærileg- ustu plötusnúðar ásamt erlendum stórstjörnum innan danstónlistar- heimsins. Helsta ber að nefna þá David Holmes sem hefur undanfarið verið að vinna mikið af tónUst fyrh kvikmyndir í HoUywood samhUða því að skapa sér nafn innan danstónUst- arheimsins og George Evelyn sem er bemr þekktur sem Nightmares On Wax. Hann átti t.d. lagið Aftermath ásamt Kevin Harper sem kom þeim félögum á kortið á sínum tíma. Auk þessara kappa munu nöfn á borð við DJ Margeir Ereinn þeirra sem fram koma á tónlistarhá- tíðinni Reykjavik Wake Up Call um helgina. Ásamt honum verða allir helstu snúðar Islands ásamt nokkrum erlendum köppum. Midijokers, Delphi, Margeir, Alfons X, Reynir, KalU, LeUi, Gunni Ewok, Bjössi brunahani og Ingvi koma fram á hátíðinni. AUir þeir sem hafa gaman af hip hop, electro eða danstónUst al- mennt ætm þess vegna að geta fund- ið sér eitthvað við hæfi á þessari veg- legu tónUstarhátíð sem mun standa bæði föstudags- og laugardagskvöld. Forsala á hátíðina er hafin í verslun- inni 12 tónum á Skólavörðustíg. Hægt er að kaupa sig inn báða dagana fýrir 2.000 kaU og því fylgja forréttindi á borð við að þurfa ekki að bíða í röð. Ný plata er væntanleg frá hljómsveitinni Beastie Boys ísumar og verður fyrsta smá- skifan afþessari væntanlegu plötu frumflutt á X-inu 97,7 i dag. Lagið heitir CH - Check It Out og mun það hljóma á klukkutima fresti i allan dag frá þvi að Tvíhöfði iýkur störfum kl. 10. Fjölmargir aðdáendur sveitarinnar munu eflaust taka þessum fréttum fagnandi enda langt um liðið frá því síðasta plata kom út, eða sex ár. Nýi gripurinn mun kallast To the 5 Boroughs ogmunu textarnir að miklu leyti fjalla um heimsku George W. Bush og stefnu hans i utanrikismálum að sögn meðlima sveitarinnar. Ógnar „dpattningu" Hollywood Eftir frammistöðu slna lkvikmyndinni„13 G oing On 30" getur Jennifer Garner valið úr hlutverkum. Gagngrýnendur hafa likt henni við stórstjörnuna Juliu Roberts en Julia er allt annað en ánægð með samanburðinn. Eftir að Garner landaði hlutverkinu i spennuþáttunum Alias hefur ferill hennar verið á hraðri uppleið á meðan j Roberts virðist taka hverja lé- legu ákvörðunina á eftir annarri. Siðasta mynd Juliu, Mona Lisa Smile, stóð ekki undirvæntingum.sérstak- legaþar sem Roberts hirti heimings gróðans. Sérfræð- ingar í Hollywood spá þvíað frægðar- stjarna Roberts eigi aðeins eftir að dala efhún fari ekki að slaka á iaunakröfunum. Margar aðrar ungar og efniiegar stjörnur séu farnar að ógna stöðu hennar sem drottningar Hollywood. Garner, Charlize Ther- on, Angelina Jolie og Renee Zellweger eru allaryngri, hæfileikarikar og krefjast miklu lægri launa.Julia hef-, ur þó reynt að lappa upp á feril sinn, t.d. með þvl að mæta Iglæsilegum kjólum á Óskarinn en hún var vön að mæta I svartri, látlausri dragt. wm?- Fyrrverandi Strand- varðagellan Gena Lee Nolin er brjáluð þessa dagana þar sem kynlífsmynd- band hennar og fyrr- verandi eiginmanns hennar er komið á netið. Fyrrverandi Baywatch-gellan segir myndbandið einungishafa verið ætlað til einkanota en nú erhún komin í hóp með Pamelu Anderson og París Hilton sem báðar hafa lent f slfkri op- inberun. Nolin hefur setið nakin fyrir f Playboy og lék f sjónvarpsþáttunum Sheena, Drottning r frumskógarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.