Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2004, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 6. MAl2004
Fyrst og fremst DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandl:
GunnarSmári Egilsson
Ritstjóran
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjóran
ReynirTraustason
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreiflng:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvað veist þú um
Eistland?
.1. Hvað heitir höfuífoorg
Eistlands?
2. Hvaða ár hlaut Eistland
sjáifstæði undan Sovétríkj-
unum?
3. Tunga hvaða Norður-
landaþjóðar er skyldust
eistnesku?
4. Hvað heitir frægasti tug-
þrautarkappi Eista?
5. Hvað heitir forseti Eist-
lands?
Svör neöst á síðunni
Pyntingar í (rak
f leiðara bandaríska
blaðsins New York
Times er fjallað um
pyntingar bandarískra
hermanna á íröskum
föngum í Abu Ghraib
fangelsinu og þau áhrif
$Jje Jíettr Jlork eimcö
sem þær munu hafa á
viðhorf arabaþjóða til
Bandarfkjanna. Leið-
arahöfundur segir það
ekki hafa komið sér á
óvart að ríkisstjórn Ge-
orge W. Bush hafi tekið
á málinu eins og hverju
öðru viðskiptavanda-
máli llkt og þeir gera
afitaf. Hann bendir hins
vegar á að til þess að
vinna sér traust araba-
þjóðanna þurfi að gera
meira en að koma fram,
lofa öllu fögru og biðjast
afsökunar.
Majones
Þótt majones sé ekki merkileg
fseöa á heiti þess sér merkilega
sögu, skv. Sölva Sveinssyni og
Sögu oröanna.
„ Um miðja 18. öld voru -svo
sem oft fyrr og slðar - erjur
milli Frakka og Englendinga.
Hertoginn afFtichelieu vann þá
sigur á breskri flotadeild viö
eyjuna Minorcu sem einkum er
þekkt fyrir að vera rétt hjá Mall-
orcu. Slöan tók hertoginn völd-
in I Mahon-höfn á eynni, en
hún var rækilega víggirt og
Englendingum áfall að missa
bæinn.
Richelieu hertogi
hélt auðvitað sigri
hrósandi til Parísar og honum
til heiðurs voru haldnarmiklar
veislur. Fræg léttúðardrós og
konungsfrilla, frú Pompadour,
geröi honum hátt undir höföi
og mikil matarboð og nýstár-
leg voru haldin sleitulaust. Isig-
urveislu var borin fram nýstár-
leg sósa og nefnd eftir virkinu f
Mahon, mahon- aise. Það
breyttist slðar I mayonaise."
Hér á íslandi hefur einn
framleiðandi umfram aöra
orðið þekktur sem
majonesframleiðandi en það er
að sjálfsögðu Gunnars
majones sem allirþekkja.
Málið
1. Tallin - 2.1991-3. Finnska - 4. Erki
Nool-5. Arnold Ruutel
Umbinn segir stopp
tt mboðsmaður Alþingis hefur staðfest,
I að dómsmálaráðherra fór ekki að
lögum þegar hann skipaði frænda
flokksforingjans sem dómara í Hæstarétt.
Hann braut ekki bara jafnréttislög, heldur
líka stjómsýslulög. Umboðsmaðurinn hefur
hins vegar ekki vald til að breyta rangindum
ráðherrans, sem standa.
Umboðsmaðurinn vekur athygli á að hvergi
í ferli málsins var þess getið að sérstaklega
væri þörf fyrir dómara, sem hefði skrifað eina
ritgerð um Evrópurétt. Það var ekki fyrr en
ráðherra fór að leita að útskýringum á því
hvers vegna hann hafnaði mörgum hæfari
mönnum til að velja frændann.
Hæstiréttur þarf auðvitað ekki dómara,
sem hefur skrifað eina ritgerð um Evrópurétt,
heldur fjölhæfa dómara með víðtæka fræði-
þekkingu og víðtæka reynslu að baki. Hægt
er að kalla til dómara að utan, ef þörf er á
þekkingu upp úr ritgerð sem enginn veit að
hafi búið yfir neinu markverðu.
Umboðsmaðurinn beinir því tö Alþingis að
framvegis verði þar búið svo um lagahnúta,
að ósvífnir flokksjaxlar á borð við núverandi
dómsmálaráðherra geti ekki níðst á Hæsta-
rétti og eytt trausti manna á honum með
fáránlegum skipunum í krafti þess að allt
vald á Islandi kemur frá ráðherrum.
Engu máli skiptir, hversu langar þrætu-
bækur verða birtar í greinum ráðherrans og
leiðurum Morgunblaðsins þessa daga. Ekki
verður hægt að skrifa sig frá því að umboðs-
maður Alþingis telm brýnt að Alþingi setji
lög sem komi í veg fyrir að embættisfærsla af
tagi ráðherrans endurtaki sig.
Að sjálfsögðu er þetta eindreginn áfellis-
dómur yfir gömlum flokksjaxli sem ítrekað
hefur sýnt að hann tekur hagsmuni flokks og
formanns fram yfir þjóðarhagsmuni. Það er
engin vöm í málinu að segja að gömul hefð
sé fyrir því að ráðherrar fari eftir geðþótta
fremur en lögum og reglum.
Hæstiréttur hefúr átt í erfiðleikum tun
margra ára skeið, af því að hann er ekki nógu
vel skipaður. Það stafar einmitt af því, að for-
verar ráðherrans hafa ekki skipað bezta fólk-
ið, þótt nú fyrst hafi kastað tólfunum. Hæsti-
réttm þarf ekki fleiri gæludýr flokka og for-
manna, heldur hæfasta fólkið.
Niðurlæging Hæstaréttar hefm verið slík,
að hvað eftir annað hafa dómar hans orðið
afturreka, þegar menn hafa kært þá til æðri
dómsvalda úti í Evrópu. Niðurlæging dóm-
stólsins er um leið niðmlæging ríkis og þjóð-
ar. Þess vegna er brýnt, að þar leysi hæfir
menn af hólmi gæludýr flokka og formanna.
Við þurfum að losna út úr hinum foma
heimi einveldistímans sem setur óþægilega
mikinn svip á störf dómsmálaráðherrans. Við
þurfúm að stinga við fótum þegar umbinn
segir stopp.
Jónas Krístjánsson
Draiisemin falli næst
SKALD 0G RITHÖFUNDAR hafa á
undanförnum árum sum verið að
reyna að hlýða kalli tímans - því sem
franski heimspekingurinn og rithöf-
undurinn Jean-Paul Sartre setti
reyndar fram um miðja síðustu öld
um hlutdeild, að sá sem skrifi prósa-
texta geri sér grein fyrir ábyrgðinni
sem fylgir. Rithöfundurinn Jón
Kalman Stefánsson skrifar beittan
pistil á bjartur.is sem fjallar um
meinta drambsemi Davíðs Odds-
sonar.
„ÉG GERI RÁÐ FYRIR", skrifar Jón
Kalman, „að Davíð hafi miklasf svo
afyfirburðum sínum að smám sam-
an hafí hann farið að trúa því að
hann væri hafínn yfír tillitssemi,
kurteisi, að sýna öðrum virðingu.
Með tímanum hefur hann misst þá
tilfínningu sem segir okkur hvenær
við göngum of langt. Af þeim ótal
andstæðingum sem Davíð hefur
glímt við, er drambið sá mesti, og
jafnframt sá eini sem hann hefur al-
gjörlega gefíst upp fyrir. Drambið
hefur hægt og bítandi gert hann
þröngsýnan og fyllt hann viðþols-
lausu óþoli gagnvart skoðunum
andstæðinga sinna. Drambið hefur
áhrif á daglega hegðun hans og birt-
ist meðal annars íþví sem áður hét
skortur á háttvísi.
Þetta er dapurlegt. “
JÓN KALMAN SEGIR ennffemur að
ekki sé von á góðu, þótt þjóðin kom-
ist bráðlega undan hæl þessa manns
sem líti svo á að þjóðin sé hann.
„Davíð Oddsson er skólabókar-
dæmi um mann sem bfður ósigur
fyrir sjálfum sér, fyrir brestum sín-
um. Þess vegna höfum við ár eftir ár
setið uppi með forsætisráðherra
sem er farinn að trúa því að ríkið sé
hann, mann sem er hættur að gera
greinarmun á persónu sinni og því
embætti sem hann sinnir."
Og ennfremur:
„Það erekki beinlínis tilhlökkun-
arefni að fá Halldór Ásgrímsson í
stól forsætisráðherra, fátt er jafn
skelfilegt og húmorsleysi og mér
sýnist á stirðri andlitsgrímu Hall-
dórs að honum sé
ekki brosið í blóð
borið, það kveður
jafhvel svo rammt
við að dagsbirtan
virðist daufari í
kringum Halldór
Ásgrímsson en annað fólk. En hon-
um er vorkunn, það getur ekki verið
upplífgandi að vera formaður
„Ég gerí ráð fyrír að Davíð hafí miklast svo afyfírburðum sínum að
smám saman hafí hann faríð að trúa því að hann værí hafínn yfir til-
litssemi, kurteisi, að sýna öðrum virðingu. Með tímanum hefur hann
misstþá tilfinningu sem segir okkur hvenær við göngum oflangt, o;
Fyrst og fremst
Framsóknarflokksins, flokksins sem
ráfar um dægrin eins og grár mis-
skilningur og hefði átt að hverfa
með brúsapöllunum. En það verður
samt gott að skipta Davíð út, gott
fyrir samfélagið, gott fyrir hann,
hann getur bráðum snúið sér að
öðru, ég mæli með því að hann rati
um tíma íógæfu, tvær koníaksfíösk-
ur á dag, villtar nætur, setjist að því
loknu niður og skrifí sjálfsævisög-
una, 1000 síður fullar af reiði."
ÍÞVÍFÁRI sem færist í aukana hafa
ýmsir orðið minni menn að mati
Jóns Kalman. „Og leiðarahöfundar
Morgunblaðsins, þessir sjálfskipuðu
siðgæðispostular landsins, skrifa
ekki öðruvísi um hann en með gyllt-
um penna, og snúa blinda auganu
aðhonumþegarhann sér ekki fyrirí
ófyrirleitninni. Það hefur stundum
verið hjartnæmt að fylgjast með
sambandi leiðarahöfunda Morgun-
blaðsins við Davíð, svo sjaldgæft að
vera vitni af slíkri tryggð á þessum
órólegu tímum, eini gallinn er sá að
þessi tryggð hefur farið býsna langt
með að dæma Morgunblaðið úrleik
sem hluúausan aðila í umræðunni
um íslenska pólitík ogþað er vont.
En leiðarahöfundum Morgun-
blaðsins er vorkunn, styrkur Davíðs
hefur slævt dómgreindina hjá ófá-
um síðustu árin og hann hefur
vissulega gertgóða hluti, en Davíð er
hins vegarmeð skapbrest, sá brestur
hamlar honum að komast í hóp
þeirra stærstu, bresturinn smækkar
hann, þessi brestur á sér nafn og
nafnið er dramb. “
MORGUNBLAÐIÐ SÝNIR reyndar svo
um munar í leiðara í gær að blaðið
er ábyrgt og horfir hlutlægum aug-
um yfir sviðið. Leiðarahöfundur tel-
ur ráðningu Bjöms
Bjamasonar á ná-
frænda Davíðs í
Hæstarétt ekki áfell-
isdóm yfir Birni þrátt
fyrir að umboðsmað-
ur Alþingis komist að
þeirri niðurstöðu að málsmeðferð
hans fullnægi ekki lagakröfum.
Hvað má nú segja um þann mál-
flutning og er þetta hinn ábyrgi tónn
sem leitað er svo ákaft nú meðal
stjórnarherra?
5 íslendingarsem
gera dagsbirtuna
bjartari
t. Ómar Ragnarsson
Orti 3 hjól undir bílnum.
2. Vigdfs Grfmsdóttir
Gafsamkynhneigð já-
kvæðan tón.
3. Dorrit Moussaieff
Kom,sáogsigraði.
4. Rúnar Júlfusson
Einlægurl eillfu rokki.
5. Geiri á Maxfm
Snyrtilegurí hita nætur-