Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2004, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ2004
Fréttir 0V
3500 f,Kr,
Súmerar finna upp
fyrsta letriö.
105 f.Kr.
Kínverji finnur upp
pappír.
59 f.Kr.
Sesar hefur útgáfu á
daglegu fréttabréfi í
Róm.
1440 e.Kr.
Gutenberg þróar
prentvél sína. Prent-
uð fréttabréf fljótlega
gefin út í Þýskalandi
og víðar.
1562
Mánaðarrit gefið út í
Feneyjum sem kostar
eina „gazettu"-smá-
mynt. „Gazetta"
verður síðan heiti á
prentuðum blöðum
sem fjölgar mjög
næstu áratugi og
aldir.
1705
Heimsmálapistill
Arni Bergmann veltir fyrir sér fjölmiðlaumhverfi heimsins en
hér eftir mun hann skrifa vikulega heimsmálapistla í DV. Honum finnst hann sífellt
heyra og sjá sömu fjórar fréttirnar. Eina um forseta Bandaríkjanna, aöra um stríö
dagsins, þá þriöju um einhvern forsætisráöherra og sú fjórða er um glæp dagsins.
Við segjum færri
og færri fréttir
Dagblaðið The Daily
Universal Register
byrjar að koma út í
London. Þremur
árum seinna er nafn-
inu breytt i The Times
ofLondon.
Heimurinn er á svonefndri upplýsingaöld stútfullur af fréttum,
En ein af þversögnum tímans er samt sú, að í reynd sjáum við og
heyrum alltaf færri og færri fréttir. Og ekki fjölgar þeim sem lagt
er út af í blaðagreinum.
Rifji nú hver upp sína reynslu. Þú
situr á hóteli t.d. í Hollandi og horfir á
sjónvarpsfréttir kvölds og morgna.
Og sama er hvort horft er á sjónvarp
heimamanna, þýskt, franskt, ítalskt
eða breskt sjónvarp: aUsstaðar er ver-
ið að segja sömu þrjár eða fjórar frétt-
anna og fá sömu svörin, en það skipti
ekki máli: allir urðu að sýna lit í því að
sinna Sögu dagsins.
Svo er lfklegt að flestir fjölmiðlar
taki sér nú langa og rækilega hvíld ff á
öllum Evrópumálum. Það fýlgir fá-
breytni alþjóðlegs fréttaflutnings á
Meðan Sovétríkin voru annað tveggja
risavelda voru þau fastagestur í allri
umfjöllun og aðalritari Kommúnista-
flokksins harður keppinautur Banda-
ríkjaforseta um tíðar umgetningar.
Síðan hrundu Sovétríkin og Rússland
hvarf af fféttakortinu og kemur ekki
inn á það nema þá sjaldan að það
tengist við „stríðsfrétt dagsins"
(hryðjuverk í Moskvu) eða stórfiska-
leik dagsins (Pútín forseti talar við
Bush eða setur auðjöfur í tukthúsið).
Það reyníst ofmikll fyrirhöfn fyrir fjölmiðla að segja aðra sögu en söguna frá því i gmr - auk þess
sem krafan um að allt sé einfalt heimtar aö fréttamenn fínnl góðu og vondu gæjana í snatrí.
183$
Morse þróar sím-
skeyti.
1876
Bell þróar símann.
1935
Segulband fundið
upp.
1946
Frumstæðar tölvur
fundnar upp.
1949
Ein milljón Banda-
ríkjamanna komin
með sjónvarp.
1980
CNN fréttastöðin
byrjar útsendingar.
Helmurinn ferekkl
versnandl, það er
bara fréttaþjónustan
sem fer batnandl.
Speki sem gjarnan er kennd
Oscari Wilde, þótt vafasamt sé.
hverjum degi, að ýmist eru heilir
málaflokkar, heimshlutar eða lönd
eins og kjöftuð í hel eða þá að þögn
breiðist yfir þau,
eins og þau
hafi aldrei
verið til.
Annars er Rússland varla til, þaðan af
síður að reynt sé að láta fjölmiðlanot-
endur fylgjast með firamvindu mála
þar í landi: hvað er að gerast og af
hveiju?
Stríð dagsins
Tökum eldra dæmi um smærra
land. Árum saman var stríð dags-
ins háð í Alsír sem þá laut franskri
stjórn. Enginn sem þá las blöð
komst hjá því að þekkja borgir og
bæi í því landi, franska herstjóra og
alsírskar sjálfstæðishetjur. Svo lauk
stríðinu, landið fékk sjálfstæði,
franskir íbúar landsins fluttu heim.
Og eftir skamma hríð var landið
horfið úr fréttum, gleymskan
gleypti menn og kennileiti, enginn
vissi lengur hvað gerðist í þessu
landi sem hafði fyrir skemmstu
vakið svo mikla forvitni og
kannski eftirvæntingu. Alsír
komst ekki á kortið aftur
fyrr en þar byrjuðu fyrir
nokkrum árum mikil
hryðjuverk, sem voru bæði
kennd íslömskum hreyf-
ingum og ríkisstjórn her-
foringja, sem hafði tekið
tilburði til lýðræðis úr sam-
bandi. Það mikla mannfall
datt svo fljótt út úr fjöl-
miðlum aftur, vegna
þess að enginn
treysti sér til að út-
skýra fyrir öðrum
en kannski Frökk-
um til hvers
menn dræpu
hver annan af
miklum móð
í Alsír.
irnar frá morgni til kvölds. Ein er um
forseta Bandaríkjanna. Önnur er um
stríð dagsins, hvort sem það er háð í
Afganistan eða írak. Hin þriðja er
heimaffétt: forsætisráðherrann í
hverju landi er að segja eitthvað. Hin
fjórða er glæpur dagsins í næsta ná-
grenni við viðkomandi sjónvarps-
stöð. Helst er von á fjölbreytni í
fréttaflutningi þegar svo vel vill til, að
náttúruhamfarir útvega sjónvarps-
stöðvunum dramatískar myrídir af
húsum að fjúka í fárviðri eða skol-
ast burt í flóðum. Svipað er á döf-
inni í dagblöðum - nema hvað f
þeim er það kannski enn meira
áberandi en í sjónvarpi að tíðindi
eru persónubundin: þar eru
líka sögð fastatíðindi af
voldugasta manni heims,
Bandaríkjaforseta, en í
meira mæli en í sjón-
varpi fýlgja með tíðindi
af öðru ffægu fólki, ekki
síst úr bíómyndum og
poppi.
Ofskrif og vanskrif
Þegar einhver fágæt tíðindi
verða - í þeim skilningi að þau
muni ekki endurtaka sig eins og
styijaldirnar og fræga fólkið - þá
einhenda allir íjölmiðlar sér á það
að breiða sem allra mest úr sér um
efnið. Gott dæmi er stækkun Evr-
ópusambandsins til austurs sem
átti sér stað nú um mánaðarmót-
in: allir gerðu sér að skyldu að hafa
sem flest orð um marga plúsa og
nokkra mínusa í væntingum
manna um verulegar breytingar á
högum manna í tíu ríkjum. Flest-
ir voru reyndar að segja hið
sama, spyrja sömu spurning-
Krafan um einföldun
Dæmið af Alsir minnir á það, að
vissulega er það ekki nýtt að heims-
hlutar skjótist inn á og út af fréttakorti.
Við skulum samt ekki gefa frá okkur þá
kenningu, að nú séu sagðar æ færri
ff éttir af alþjóðlegum vettvangi - en því
fleiri úr næsta umhverfi. Að fjölmiðlar,
og þá ekki síst okkar eigin, verði æ stað-
bundnari og þá útúrborulegri. En sé
þessi kenning rétt, hvemig stendur á
þeirri þróun?
Hér væri af mörgu að taka. Það gild-
ir um fréttaheiminn eins og auglýs-
ingaheiminn: það er æ erfiðara að vekja
athygli á nýrri vöru, taka upp nýja sögu.
Það er þægilegast að byggja á því sem
allir þekkja: Bush forseta, Kóki, Diönu
prinsessu, Ikea, Palestínu og Byko.
Ofgnótt upplýsinga eða áreitis leiðir til
þess, að við fáum ekki fjölbreytni, held-
ur meira af því sama. Segðu mér sög-
una aftur, söguna frá því í gær.
Skiljanlegt samhengi í gal-
skapinn
Að því er varðar fréttir um og skýr-
ingar á því sem er að gerast í heimin-
um, þá hefur minnkandi vægi póli-
tískra hugmynda og hreyfinga þau
áhrif, að forvitni um slík efni minnkar.
Margir láta vanmáttarkennd and-
spænis þeim „ósýnilegu" markaðsöfl-
um, sem stjóma flestu f iífi þeirra,
lama allan áhuga á þessum hlutum.
Hér við bætist, að þegar risaveldin í
heiminum em ekki lengur tvö þá verð-
ur erfiðara fýrir hvem venjulegan
mann að fella fjarlæg tíðindi inn í
mynstur. Áður efldi það áhuga manna
á því sem gerðist, einnig í mjög íjar-
lægum löndum, að þeir gátu spurt:
hver er að græða núna í heimstaflinu?
Em þessir atburðir Amrikönum eða
Sovétmönnum í hag? Þar með var sem
fengist skiljanlegt samhengi í galskap-
inn. Meðan barist var í Bosm'u sýndi
þýskur starfsmaður hjálparstofnunar
erlendum sjónvarpsmönnum eitt sinn
múslímaþorp sem Serbar höfðu
brennt.
Síðan bauðst hann til að sýna þeim
serbneskt þorp sem múslímar höfðu
brennt. Þeir sögðu nei takk, það verð-
ur of flókið! Þeir töldu víst að fréttavið-
takendur réðu ekki við ill tíðindi nema
geta einfaldað þau í huga sér, fundið
sér sökudólga og saklausa, góða gæja
og illa. Málin em alltaf flóknari en svo
- og þá verður freistandi að gefast upp
fýrirfram við að útskýra þau.