Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1970, Síða 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1970, Síða 14
2 TÍMARIT VFl 1970 Umræður í Verkfræðingafélagi íslands um MARKMIÐ OG LEIDIR # Félag okkar er úrelt • l\lúverandi fundarform er ekki fullnægjandi # Stórátaks er þörf í eftirmenntun • Tímaritið gerir lítið gagn í núverandi formi Fullyrðingum sem þessum var varpað fram á ráðstefnu, sem Verkfræðingafélag íslands gekkst fyrir 22. apríl og 29. apríl. Fyrri daginn var þátttakendum ráðstefn- unnar skipt í átta umrœðuhópa og voru 6—9 þátttakendur í hverjum hóp. Verkefni fyrri ráðstefnudagsins var einungis að safna saman athugasemdum frá þátttakendum um þau atriði, sem betur mœttu fara í fé- lagsstarfsemi verkfrœðinga og í störfum þeirra. Ekki var ætlazt til að menn rökstyddu þá athugasemdir sínar, heldur skyldu menn gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, og varpa fram sem flestum hugmyndum. Allar hugmyndirnar voru skráðar af riturum hvers hóps um sig. Vikuna á milli fund- anna notaði undirbúningsnefndin til að flokka hugmyndirnar og var síðan skrá yfir þær lögð fram síðari ráðstefnudaginn, 29. apríl, on þá var ráðstefnan haldin á Hótel Sögu. Var nú ærið að vinna, því listinn yfir hugmyndirnar fyllti tólf fjölritaðar síður, en hann er birtur hér á eftir. Fyrri hluti þess tíma, sem til umráða var, var notaður til að fara yfir listann í umræðu- hópunum, sem skipað hafði verið í fyrir fyrri fundinn. Að sjálfsögðu var hér um svo umfangs- mikið verkefni að ræða, að hver hópur gat ekki farið yfir nema brot af hinum mikla lista. Því var það ráð tekið í öllum hópunum að fara eink- um yfir þá málaflokka, sem áhugi var helzt á í hverjum hóp. Að lokinni tveggja tíma um- ræðu um hugmyndirnar í hópunum, var valinn einn maður úr hverjum hóp til að draga saman TILEFNI OG TILGANGUK ráðstefnunnar voru í fundarboði orðuð svo: „Örar þjóðfélagsbreytingar um þessar mundir knýja á rnn það, að staða verkfræð- ingastéttarinnar sé endurskoðuð. Á þetta jöfnum höndum við um starfsskilyrði og hagsmuni verkfræðinga, verkfræðifyrir- tækja og áhrif verkfræðingastéttarinnar í þjóðfélaginu almennt. Draga verður í efa, að VFÍ í núverandi mynd sé það félagslega afl, sem vera þarf til að mæta nýjum að- stæðum, og er því ástæða til að kalla sam- an verkfræðinga til að safna hugmyndum þeirra og skapa vettvang til umræðna um nýskipan félagsmála stéttarinnar.“ Eins og kemur fram í meðfylgjandi grein hefur þetta nú verið gert. Það verður nú hlutskipti félagsstjómar að fylgja eftir og framkvæma þær hugmyndir, sem að vel at- huguðu máli reynast raunhæfar og fram- kvæmanlegar. Hugmyndaflugsformið á ráðstefnunni reyndist með ágætum. Er hæpið, að með öðrum hætti sé unnt að virkja tugi félags- manna með þeim árangri, sem fékkst: 510 hugmyndir frá 53 félagsmönnum á 2% klt. Þessrnn línum fylgja þær óskir til félags- stjómarinnar, að henni reynist veganestið kjamgott og drjúgt. Sveinn Bjömsson, form. ráðstefnunefndar.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.