Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1970, Page 26

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1970, Page 26
14 TÍMARIT VPl 1970 Alþjóðleg fjarhitunarráðstefna í London. Dagana 20.—25. apríl s.l. var haldin f jölmenn ráðstefna í London um fjarhitun, lst Inter- national District Heating Convention London 1970. Þrír íslendingar sóttu ráðstefnuna, verkfræð- ingarnir Jóhannes Zoega og Gunnar Kristinsson frá Hitaveitu Reykjavíkur og Karl Ómar Jónsson frá Fjarhitun h.f. Jóhannes og Gunnar lögðu fram erindi á ráðstefnunni, The Reykjavik District Heating System. Fjarhitunarkerfi, sem kynnt eru frá stórum stöðvum, eiga sér alllanga sögu. Það var þó ekki fyrr en eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar að verulegur skriður komst á byggingu slíkra kerfa. I V-Evrópu hefur á síðari árum risið upp mikill fjöldi fjarhitunarkerfa, einkum í Danmörku og Svíþjóð. Að heildarafli eru Sovétríkin þó fremst, því þar eru nú um 90% af heildarvarmaafli allra fjarhitunarkerfa í heiminum. 1 Danmörku er nú hinsvegar búið að leggja fjarhitun í nærri 20% af öllu íbúðarhúsnæði, en 4% í Svíþjóð, en þar hefur varmaafl stöðvanna tvöfaldast á hverjum f jórum árum síðustu tvo áratugina. Orkuverð fjarhitunarkerfanna er víða nokkuð yfir því verði, sem fengist með sérkyndingu, en aukið öryggi, hreinlæti og umfram allt minni mengun andrúmsloftsins gerir það að verkum að menn kjósa í vaxandi mæli f jarhitun. Alþjóðaráðstefna um ísvandamál haldin í Reykjavík í haust. Dagana 7.—10 september í haust verður hald- in í Reykjavík alþjóðleg ráðstefna um ís og áhrif íss á mannvirki. Þessi ráðstefna verður haldin á vegum International Association for Hydraulic Research. Miðstöð þessara alþjóðasamtaka er í Delft í Hollandi, en tilgangur þeirra er að efla vökva- og rennslisrannsóknir, fræðilegar jafnt sem hagnýtar. Samtökin voru stofnuð árið 1935 og hafa til þessa gengizt fyrir 14 alþjóðlegum ráðstefnum. Til þess að geta unnið skipulegar að ofangreindu markmiði samtakanna hafa fjórar tæknilegar undirnefndir verið stofnaðar: 1. Committee on Hydraulic Machinery, Equip- ment and Cavitation. 2. Committee on Ice Problems. 3. Committe on Maritime Hydrauli cs. 4. Committee on Flow through Porous Media. Á síðari árum hafa verkfræðingar í fjölmörg- um löndum orðið að glíma við æ fleiri og mikil- vægari verkefni þar sem áhrifa íss gætir mjög mikið. Þetta stafar fyrst og fremst af því að menn hafa fært bústaði sína, atvinnutæki, sigl- ingar o. fl. æ nær heimskautunum til að nýta auðævi og möguleika þessara héraða. Þetta hef- ur krafizt nýrrar tækni og aukinnar þekkingar. Tilgangur þessarar ráðstefnu er að ná saman sérfræðingum frá sem flestum löndum til að ræða lausn ísvandamála við tæknileg verkefni af ýmsu tagi. Þetta er fyrsta alþjóðaráðstefnan, sem hald- in er um þetta efni. Efni ráðstefnunnar er að sjálfsögðu mjög mikilvægt fyrir okkur Islendinga. Vafalítið eru það ísvandamál Búrfellsvirkjunarinnar og þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til að mæta þeim vanda, sem hafa ráðið mestu um val fund- arstaðarins fyrir þess ráðstefnu. Þó hefur það væntanlega einnig ráðið miklu að Island er að ýmsu leyti mjög heppilegur staður fyrir slíkar ráðstefnur vegna legu landsins. Fundir ráðstefnunnar verða haldnir í Haga- skóla. 120 verkfræðingar og aðrir sérfræðingar hafa tilkynnt þátttöku sína og 65 tæknileg er- indi hafa verið lögð fram í tilefni ráðstefnunnar. Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra, mun setja ráðstefnuna 7. september og lýkur henni 10. sept. Næsta dag verður svo ráðstefnugest- unum boðið að skoða Búrfellsvirkjunina. Fjögurra manna nefnd hefur unnið að undirbún- ingi ráðstefnunnar, en nefndina skipa: Sigmundur Freysteinsson, formaður, dr. Gunnar Sigurðsson, Jónas Elíasson, Páll Theodórsson. Til þess að gefa frekari hugmynd um verk- efni ráðstefnunnar skal birtur hér listi yfir nokk- ur erindi, sem kynnt verða á ráðstefnunni (þar á meðal öll íslenzku erindin): Sigurjón Rist (ísland), — Ice conditions in Thjorsa river system. Björn Kristinsson (Island), — Ice monitoring equipment. K. Ohashi (Japan), — Flow measurements of ice covered rivers in Hokkaido. Sigmundur Freysteinsson (Island), — Heat exchanges and frazil formation. G. P. Williams (Kanada), — Heat exchanges and board ice cover formation. R. O. Ramseier (Kanada), — Formation of primary ice layers. Gunnar Sigurðsson (Island), — Designing the Burfell project for ice conditions.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.