Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1970, Qupperneq 27

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1970, Qupperneq 27
TlMARIT VFI 1970 15 G. Frankenstein (Bandaríkin), — Predicting the formation of an ice jam. V. I. Sinotine (Sovétríkin), — Prediction of river ice damming. G. Frankenstein (Bandaríkin) — The use of explosives in removing ice jams. S. M. Aleinikov (Sovétríkin), — Ice troubles in water intake. K. N. Korzhavin (Sovétríkin), — Forces exerted by ice on hydraulic structures. B. Michel (Kanada) — Ice modelling in hydraulic structures. Könnun á mengunarhættu í Skerjafiröi. I sumar verður framkvæmd mjög umfangs- mikil könnun á mengunarhættu í sjónum um- hverfis Seltjarnarnes. Það eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem standa að þessari rann- sókn, en Reykjavíkurborg hefur haft frumkvæð- ið í máli þessu. Athugunin mun einkum beinast að tvennu: hve mikil mengunarhætta stafar af núverandi skolpræsum á þessu svæði og hvar væri heppilegast að hleypa úr fullkomnu skolp- ræsi í sjóinn. Meginþáttur þessarar rannsóknar er mæling á straumi og þynningu með hjálp geislavirks bróms. Það er danska rannsóknarfyrirtækið Isotopcentralen, sem mun framkvæma þennan þátt rannsóknarinnar. Samtímis munu verða gerðar allumfangsmiklar straummælingar í sjón- um og gerlarannsóknir á sjávarsýnum, sem tek- in verða jafnhliða ísótópamælingunum. Það hefur lengi verið vitað, að vafasamt sé hvort unnt verður að nota Skerjafjörð í fram- tíðinni sem baðstað vegna hinnar vaxandi meng- unarhættu frá miklum fjölda skolpræsa, sem liggja í fjörðinn frá nærliggjandi þéttbýli. Ljóst hefur verið að nákvæm þekking þyrfti að liggja fyrir um legu og hegðan sjávarstrauma á þessu svæði, til þess að unnt yrði að ákveða hvort hægt væri að nota Nauthólsvík sem baðstað, og til að ákveða hvaða ráðstafanir væri hægt að gera til að draga nægilega úr mengunarhættunni. Fyrir tveimur árum stjórnaði Jónas Elíasson verk- fræðingur hjá Orkustofnun allumfangsmiklum rannsóknum á sjávarfallastraumum í Skerjafirði fyrir gatnamálastjóra Reykjavíkur. Slík rann- sókn gefur mjög mikilvægar upplýsingar um strauma og vatnsskipti, en hún getur þó ekki gef- ið nægilega nákvæmar upplýsingar til þess að unnt sé að meta mengunarhættuna með nægilegu öryggi. Langöruggasta rannsóknartæknin hvað þetta snertir er að fylgjast með hreyfingu og þynningu á geislavirkri upplausn, sem hellt er í sjóinn. Þessi rannsóknartækni er ný og það er fyrst síðustu fimm árin að tekizt hefur að full- komna hana nægileg og afla nógrar reynslu af henni. Danska rannsóknarfyrirtækið Isotop- centralen hefur haft forgöngu um þróun þess- arar tækni og stendur það framar öllum í beit- ingu þessarar mikulvægu rannsóknaraðferðar, enda hefur það unnið hin síðari ár að rannsókn- um sem þessum í fjölmörgum löndum í öllum heimsálfum. Rannsóknaraðferðin er fólgin í því, að mjög sterkri upplausn af geilsvirku brómi er hellt í sjóinn. Brómið er fyrst og fremst valið vegna þess að það er mjög ódýrt og sendir frá sér orkuríka gammageisla. Hinsvegar er helming- unartími brómsins stuttur, aðeins hálfur annar sólarhringur. Þetta gerir það að verkum að ekki má líða nema tiltölulega stuttur tími frá því að brómið er tekið út úr kjarnorkuofninum þar til notkun þess hefst. Samgöngur eru einna greiðast- ar við kjarnorkustöðina í Risö í Dan- mörku (skammt frá Hróarskeldu) og mun því geislavirka brómið koma þaðan. Strax og það kemur hingað er siglt með það á þann stað, þar sem kanna skal strauma og þynningu af völdum strauma, og því hellt þar í sjóinn. Vegna minni eðlisþyngdar helzt brómið í efsta lagi sjávar. Mælingabátur siglir síðan fram og aftur yfir hið geislavirka „sjávar- ský“ og ákveður legu þess og útbreiðslu. Á grundvelli þessarar legu er sigling næstu yfirferðar valin. Þannig er fylgzt með ferð- um og útbreiðslu geislaskýsins í sólarhring eða lengur, eða allt til þess að svo mikið hefur dreifzt úr því að geislunin í sjónum er fallin niður fyrir mark þess, sem unnt er að mæla. Að sjálf- sögðu þarf mjög nákvæma og fljótvirka staðsetn- ingu fyrir bátinn allan tímann sem athugunin tekur. Erlendis er svokallað DECCA staðsetn- ingarkerfi notað. Hér á landi er hinsvegar ekk- ert DECCA-kerfi og verður því að notast við ein- hverja aðra aðferð til staðsetningar. Þegar meta skal mengunarhættu á ákveðnum stað af völdum einhvers skolpræsis skiptir tvennt höfuðmáli: hve mikil er þynning sjávar- ins orðin þegar skolpið nær staðmnn og hve lang- ur tími líður þar til skolpið nær þangað. Þetta síðarnefnda atriði er mjög mikilvægt vegna þess að lífsskilyrðin í sjónum eru mjög óhagstæð flestum gerlum, og tortímast þeir því mjög ört eftir að í sjóinn er komið. Því skiptir bæði þynn-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.