Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1981, Blaðsíða 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1981, Blaðsíða 16
skófluröðum. í varmaorkuveri 1 eru tveir hverflar, hvor um sig 1000 kW og tengjast hvor sínu varmaskiptarásar- pari. Stjórnlokar af ,,butterfly”-gerð eru notaðir til sjálfvirkrar stýringar á varmaskiptunum. Lokarnir eru drifnir með þrýstilofti, en annar stjórn- og mælibúnaður er aftur á móti elektrón- ískur. Hver stjórnloki er að meira eða minna leyti sjálfstæð stjórneining. Sem dæmi má nefna S-l.l. (sjá mynd 1), en hann stjórnar jarðsjávarrennsli frá há- þrýstiskilju til lágþrýstiskilju. Opnun lokans stjórnast af hitastigi á forhituðu vatni. Stjórnloki S-1.2 stjórnast af vatnsborðsstöðu í háþrýstiskilju (leitast við að halda því stöðugu). Verkun stjórnloka S-1.7 og S-1.9 er svipuð, nema hvað þar er um að ræða vatnsstöðu í forhitara annars vegar og afloftara hins vegar. Raunveruleg af- kastastýring á heitavatnsframleiðslunni fer fram í stjórnloka S-1.6, en hann stjórnar kaldavatnsrennsli til rásarinn- ar. Auk sjálfvirkrar stýringar koma svo ýmsar fjarmælingar á hitastigi, þrýstingi o.s.frv., sem nauðsynlegar eru við gæslu svo og viðvaranir af ýmsu tagi. 3. EFNISVAL Fyrri reynsla af nýtingu háhitasvæða hérlendis sem og erlendis benti til þess, að nota mætti venjulegt smíðastál í öll tæki og lagnir, sem einungis koma í snertingu við jarðgufu, jarðsjó eða blöndu af þessu hvorutveggja. Sömu- leiðis er vitað, að nota má plast, steypu- járn eða zinkhúðað stál í kaldavatns- lagnir. Eitt höfuðmarkmið varmaskipt- anna (auk þess að framleiða heitt vatn) er, að gæði hitaveituvatnsins verði slík, að nota megi venjulegar svartar stálpíp- ur í stofnæðar, dreifikerfi og húskerfi, líkt og tíðkast við notkun lághitavatns til hitaveitna. Sú reynsla sem fengin er, bendir til þess, að svart smíðastál sé fullnægjandi í þá kerfishluta, sem að ofan eru nefnd- ir. Frá því að upphitun á köldu vatni hefst í forhitara og þangað til afloftun lýkur í afloftara, inniheldur vatnið súr- efni, sem samfara lágu sýrustigi veldur því, að svart stál er ónothæft í tæki og lagnir, í snertingu við þennan vökva. Af þessum sökum er forhitari, kælir, cftir- hitari og afloftari ásamt dælum, stjórn- lokum og pípum haft úr ryðfríu stáli. Gerð var tilraun með notkun trefja- plasts (glasfiber) í pípulagnir með mis- jöfnum árangri. Tengistykki, sem eru handmótuð, virtust tærast eða eyðast, en beinar pípur, vélmótaðar, virtust aftur á móti ekki láta á sjá. Þéttivatnslagnir frá eftirhitara eru að hluta úr ryðfríu stáli og að hluta úr svörtu. Reynslan að undanförnu hefur sýnt, að þar sem rennslishraði þéttivatns er talsverður, endist svart stál illa og jafnvel einnig þar, sem rennslið er ekkert. Segja má að efnisval i hina ýmsu hluta gufuhverflanna sé í litlu sem engu frábrugðið því, sem gengur og gerist fyrir hverfla við hefðbundna notkun, þ.e. gufu frá olíu- eða kolakyntum kötl- um. Aftur á móti er leyfð áraun (spenn- ur) á viðkvæma vélhluta eins og t.d. skóflublöð mun lægri en venjulegt er. Tæringartilraunir sýna, að þreytumörk skófluefna i jarðgufu eru mun lægri en í „hreinni” gufu. Gildir þetta um jarð- gufu yfirleitt, hvar sem er í heiminum. í Svartsengi eru í gangi tæringartilraunir á vegum hverfilframleiðandans, sem fram til þessa hafa ekki leitt neitt óvænt í Ijós, að því er varðar samanburð við aðrar hliðstæðar tilraunir erlendis. 4. REKSTURSREVNSLA Á þeim tima, sem liðinn er frá því að rás 1 var gangsett síðla árs 1977, hefur orðið vart við ýmislegt, sem betur mátti fara að því er varðar fyrirkomulag og/eða frágang. Flest eru þetta þó minni háttar atriði, sem smám saman er verið að bæta úr. Sem dærni má nefna: Skeljun (útfellingar) í stjórnloka S-1.2. Vatnsrennsli út um afloftunarpípu frá afloftara. Hávaði í stjórnloka S-1.3. Bilanir á vatnshæðarskynjurum (við- varanir/út leysingar). Bilanir á vatnshæðarmælum. Tæring á trefjaplastslögnum. Sprengidiskabilanir (sprengidiskar eru notaðir í stað öryggisloka á nokkrum stöðum). Bilanir þana á útblásturslögnum hverfla. Þreytubrot út frá Imoðuðum blað- gjörðum gufuhverfla. Tæring á ásþéttingum gufuhverfla. Einstreymislokar, sem standa á sér. „Kavitation/corrosion” á dæluhjól- um afloftaradæla. „Kavitation/erosion” í inntaki lág- þrýstiskilja. Fleira nuetti nefna, en þetta látið nægja til að gefa hugmynd um þau vandamál, sem við er að etja. 5. VARMAORKUVER 2/ RAFORKUVER2 Við hönnun þessara orkuvera hefur, að sjálfsögðu verið stuðst við fyrri reynslu af varmaorkuveri I, og reynt eftir föngum að fyrirbyggja þá reksturs- erfiðleika, sem þar er við að etja. Jafn- framt var hönnun breytt í nokkrum grundvallaratriðum af hagkvæmni- ástæðum. í fyrsta lagi er afkastageta hverrar rásar tvöfölduð miðað við varmaorku- ver I, en það eitt lækkar kostnað tals- vcrt á uppsett kW. í öðru lagi fer afloft- un fram samtimis forhitun, þ.e. við 0,27 bar abs. og um 67°C. Með þessu vinnst tvennt: 1) Lágþrýstiskilja, forhitari og afloft- ari verða eitt sambyggt tæki, ódýrara í smíði og uppsetningu en þrjú sjálf- stæð.tæki. 2) Tæringaáhrif upphitaðs vatns eru takmörkuð við forhitara/afloftara, þannig að flest allar pípulagnir að og frá geta verið úr venjulegu svörtu stáli. Mcðfylgjandi er mynd 2 fyrir fjórar varmaskiptarásir, sem skýrir sig sjálf. Rétt er að vekja athygli á jöfnunar- geymi við háþrýstiskiljur, en það hefur stundum viljað brenna við, að vatns- rýmd háþrýstiskilja í varmaorkuveri 1 væri ekki nægjanleg, sérstaklega þegar þær eru tcngdar við grunnu holurnar H-2/H-3, en úr þeim virðist rennsli vera óstöðugt. Einnig er sá munur orðinn á, að gufu- liola tengist ckki neinni ákveðinni varmaskiptarás, heldur cr allri gufu og jarðsjó safnað í stofnæðar, sameiginleg- ar öllum rásurn. Gufuhverfillinn er 6 MW og er hann í grundvallaratriðum sömu gcrðar og þeir, sem fyrir eru, en framleiðandi ann- ar. 8 — TÍMARIT VFÍ 1981

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.