Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1981, Blaðsíða 23

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1981, Blaðsíða 23
ORKUVER HITAVEITU SUÐURNESJA VIÐ SVARTSENGI Björn Kristinsson, prófessor og Agúst H. Bjarnason, rafmagnsverkfræðingur: Stjórnstöð INNGANGUR Þróun orkuvers Hitaveitu Suðurnesja hefur miðast við varkárni i uppbyggingu og var byrjað á lítilli bráðabirgðastöð árið 1973. Síðan var reist orkuver I sem er með 50 MW varmaafl, sem skiptist á 4 varmaskiptarásir, og 2,5 MVA rafafl með tveimur rafölum. í beinu framhaldi var síðan reist orkuver 2 sem verður fullbúið 100 MW með 4 varmaskipta- rásum, sem hver er 25 MW og 7,5 MVA rafafl í einum rafala. Orkuverinu til- heyra heitavatnsborholu- og safnkerfi og víðtækt kaldavatnskerfi auk sjálfs dreifikerfisins fyrir hitaveituvatn um öll Suðurnes, en við Fitjar er dælustöð og geymar. Raforkan er leidd inn á há- spennukerfi Rarik á Suðurnesjum. Til rekstrar á því flókna kerfi, sem hér er um að ræða, var komið upp gæslu- og stjórnkerfi. Hver kerfishluti, svo sem varmaskiptarás eða vatnsöflun- arkerfi er búið eigin gæslu- og stjórn- kerfi með reglum, mælum, stjórn- hnöppum og mímu. Þessi kerfi eru inn- byrðis óháð. Fyrir heildareftirlit er síðan sett upp tölvustýrt gæslukerfi, kerfisráður með litaskjá, aðvarana- og dagbókarprentara. umfang Stjórnstöð Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi nær yfir marga kerfishluta, en þeir eru þessir: Heitavatnskerfi Kaldavatnskerfi Varmaorkuver I: Varmaskiptarásir 1, 2, 3 og 4 Miðlunargeymir fyrir Grindavík Raforkuver I, hverflar 1 og 2 Varmaorkuver II: Varmaskiptarásir (5), 6, 7 og 8 Raforkuver II, hverfill 3 Dælustöð að Fitjum (fjarstýring) Auk þess gæti stjórnstöðin síðar haft eftirlit og vakt fyrir önnur kerfi á vegum Hitaveitu Suðurnesja eða annarra aðila. Má sem dæmi nefna rafdreifikerfi og vatnsveitur. HÖNNUNARFORSENDUR Við hönnun á stjórnkerfi orkuver- anna var gengið út frá eftirfarandi for- sendum: a) Hver einstakur hluti stjórnkerfisins skal vera með sem einföldustum hætti og vera sem mest sjálfstæður og óháður öðrum kerfishlutum. b) Sjálfvirkni í grunnstjórnkerfi skal vera svo mikil, að gæslumaður þurfi ekki að dvelja í stjórnstöðinni en geti sinnt öðrum verkefnum í orkuver- inu. c) Kerfisráður verði settur yfir öll grunnstjórnkerfin þegar fram í sæk- ir og fáist þar heildaryfirlit á einum stað á litaskjá, ásamt aðvarana- og bilanaútskrift auk sjálfvirkrar dag- bókarfærslu. STJÓRNSKÁPAR í stjórnstöð er einn sjálfstæður stjórnskápur, grunnstjórnkerfi, fyrir hvern eftirfarandi kerfishluta: Heita- vatnskerfi, kaldavatnskerfi, varma- skiptarás 1, varmaskiptarás 2, varma- skiptarás 3, varmaskiptarás 4, gufu- vinnsla orkuvers 2, varmaskiptarás 5, varmaskiptarás 6, varmaskiptasrás 7 og varmaskiptarás 8. Þessir skápar standa hlið við hlið i stjórnstöð og ofan á hverjum þeirra er mímutafla, sem sýnir einlínumynd af kerfinu. Þar sem stjórn- skáparnir standa hlið við hlið fæst sam- tengd heildarmynd af öllu kerfinu. Björn Kristinsson lauk f.hl. prófi í verk- frœði frá HÍ 1955, prófi í rafmagns- verkfrœði frá TH í Karlsruhe 1957, framhaldsnárni um rafreikna við Regne- centralen í Danmörku 1963 og sótti námskeið um örtölvur í London 1975. Verkfr. hjá Rafmagnsveitu Rvíkur 1957- 58. Framkvstj. Kjarnfrœðinefnd- ar íslands 1958—60 og að hálfu verkfr. hjá orkudeild Raforkumálastjórnar 1958— 61. Stofnaði með öðrum Rafagnatœkni sf. 1961, en það gekk í ráðgjafarsamtökin Virkir hf. 1969. Stundakennari við HÍ. 1964—71 og prófessor frá 1971. Ágúst H. Bjarnason lauk f.hl. prófi l verkfrœði frá HÍ 1969 og prófi í raf- eindaverkfræði frá LTH í Lundi 1971. Verkfr. hjá Rafagnatækni frá 1971. Stundakennari við verkfræðideild HÍ frá 1971, aðjúnkt frá 1972. í hverjum stjórnskáp er komið fyrir öllum töflumælum, reglum og búnaði fyrir aðvörun og sjálfvirkar stjórnað- gerðir. Einnig eru þar þeir merkisbreyt- ar, sem ekki þurfa að vera í næsta ná- grenni við mælistaðinn. Aðvörunarljós- um er komið fyrir á viðkomandi stað í mímumynd. TÍMARIT VFÍ 1981 - 15

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.