Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1981, Blaðsíða 19
Gerður var kostnaðarsamanburður,
verk- og tímaáætlun fyrir þessar þrjár
gerðir.
Hinn 13. desember 1979 var myndaður
hönnunarhópur vegna raforkuvinnslu í
Svartsengi. Þá hafði stjórn HS þegar
ákveðið að festa kaup á 6 ÍVIW gufu-
hverfilsamstæðu frá FUJl í Japan.
Afram var haldið við fyrri kannanir um
hagkvæmustu gerð og stærð hússins.
Um áramótin eða nánar tiltekið 2. janú-
ar 1980 var ákveðið að Itúsið yrði byggt
upp á sama hátt og stöðvarhús fyrir
varmaorkuver 2. Breidd hússins var
ákveðin 2 x 7,2 m, lengd 2 x 6 m og hæð
7 m undir þakbita.
I framhaldi af ákvörðun um stærð og
gerð hússins var hönnun hafin og stuttu
síðar hafin bygging stöðvarhússins af
fullum krafti.
Um byggingu raforkuversins má i
heild segja að hún hafi gengið vel. Aila
verkþtetti þurfti að vinna á sem stystum
tima og var öllum framkvæmdum og
hönnun flýtt sem hægt var. Aðcins leið
um 1 ár frá því að byrjað var á frumat-
hugunum vegna þessa vcrks þar til raf-
orkuframleiðsla hófst.
ÝMIS BYGGINGAVIRKI
TENGI) ORKUVERUM
Athyglisverð mannvirki eru súlur
undir lágþrýstiskiljur við orkuver 1.
Undir hverri skilju eru 3 forsteyptar súl-
ur, en skiljurnar eru alls 4. Hver súla er
13 m há, en skiljurnar ofan á súlunum
eru 7 m háar. Ofan á súlum hafa verið
byggðir voldugir göngupallar úr stáli.
Undir háþrýstiskiljum cru samskonar
súlur en þær eru miklu lægri, og voru
þær steyptar á staðnum. Þessi mann-
virki eru á milli stöðvarhúss 1 og affalls-
lóns. Sjá mynd 1.
Utanhússmannvirki fyrir orkuver 2
voru sérstakt útboðsverk. Hér er um að
ræða undirstöður fjögurra 22 m hárra
afloftunarturna, 84 m langan bunu-
stokk, lagnagryfju, brú yfir lagna-
gryfju, stoðveggi, undirstöður tveggja
25 m hárra gufureykháfa, síuþró, undir-
stöður skiljustöðvar, lagnastokk,
strengjastokk fyrirguftilagniro.fi. Þessi
mannvirki eru milli stöðvarhúss 2 og
affallslóns.
Á garði við affallslón eru holu- og
skiljuhljóðdeyfar. Holuhljóðdeyfar
Mynd 3. Otveggjasúla í stöðvarhúsi 2.
Mynd 4. Súlu- og veggjafestingar.
TÍMARIT VFÍ 1981 — 11
~77£o