Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1981, Blaðsíða 20

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1981, Blaðsíða 20
deyfa hljóð, þegar borholur eru látnar blása beint í hljóðdeyfana. Skiljuhljóð- deyfar deyfa hljóð frá útstreymi jarð- sjávar úr háþrýstiskiljum. Skiljuhljóð- deyfar við orkuver 1 eru fjórir sívaln- ingar, einn fyrir hverja rás. Hver sívaln- ingur er 1,7 m í þvermál og 4,5 m hár. Þeir eru byggðir á sama hátt og bráða- birgðablöndunarskiljan, sem áður er getið. Holuhljóðdeyfar fyrir orkuver 1 og skilju- og holuhljóðdeyfar fyrir orkuver 2 eru allt öðruvísi í laginu, eins og sést á mynd 1. Auk framangreindra hljóðdeyfa hefur verið smíðaður færan- legur hljóðdeyfir, sem notaður er við borholur, sem látnar eru blása, áður en safnæð hefur verið tengd holunni. Hljóðdeyfir þessi er sívalningur úr stáli, sem haldið er niðri með steyptum lóð- um. Á Selhálsi í norðausturhlíð fjallsins Þorbjarnar við veg til Grindavíkur hef- ur verið byggður 700 m3 heitavatns- geymir. Undirstöður eru steyptar eins og fram kemur á mynd 5. Stálgeymir er einangraður með stein- ull og klæddur álkápu. Úti í hrauni eru ýmis önnur mann- virki, svo sem spennistöðvar, skýli fyrir kaldavatnsholur, lokahús, brýr yfir gufu- og vatnslagnir, borholukjallarar og borplön. Þetta eru allt minni háttar mannvirki og verður þeim ekki lýst nán- ar. Aðeins skal getið undirstaða og festa undir safnæðum frá borholum að orku- verum. Undirstöður og festur eru ýmist stakar eða margfaldar, eftir því hvort safnæð liggur ein sér eða tvær eða fleiri liggja samhliða. Sumarið 1981 hefur verið snyrt og unnið við frágang á jarðvegsyfirborði við orkuverin og borholurnar. Lagt hefur verið bundið slitlag á heimreið og bílastæði og unnið hefur verið að ýmsum öðrum lokafrágangi. FERSKVATNSÖFLUN Jarðhitavökvinn (jarðsjórinn) í Svartsengi er sjóblandaður og er hlut- fallið u.þ.b. 2A hlutar sjór á móti '/ ferskvatns. Af þessum sökum þarf að afla fersks vatns sem hitað er upp með jarðsjónum. Um 91%—92% heita- vatnsframleiðslunnar er ferskt vatn, en 8%—9% þéttist úr gufunni frá heitu holunum. Ferskvatnsöflun fyrir varmaorkuver er því mikilvægur þáttur hjá Hitaveitu Suðurnesja. Orkustofnun hefur annast grunnvatnsrannsóknir. Meginmarkmið rannsóknanna er að afla nægilegs fersks vatns til framleiðslu hitaveitunnar og kanna áhrif vatnstökunnar á vatnsbú- skap svæðisins. Ekki verður sagt frá þessum rann- sóknum hér, heldur lýst nánar fram- kvæmdum. Helstu þættir ferskvatnskerfisins eru vatnsból, lagnir í jörð, bæði úr plasti og „ductilpípum”, dæluhús, spennistöðv- ar og fjarstýribúnaður. Virkjuð vatns- ból eru fjórar borholur og gjá í Lágum sem nánar verður lýst hér á eftir. Há- marksafköst vatnsbólanna eru reiknuð 420 1/s. Þar af gefur gjáin 290 l/s. Vatnsbólin liggja norðan við orkuver, gjáin í u.þ.b. 4,5 km fjarlægð, en bor- holur í 2,7 til 4,5 km fjarlægð, alls fjór- ar virkjaðar holur. Tvær elstu borholu- dælurnar eru reknar á 400 volta spennu frá spennistöð nr. I. Allar aðrar dælur í þessu kerfi eru reknar á 660 volta spennu og var hún valin þetta há, svo komist yrði hjá því að reisa spennistöð við hverja holu. Nú hafa verið reistar þrjár spennistöðvar, þannig staðsettar að þær geti þjónað tveimur eða fleiri borholudælum hver. Þrýstihæð vatns- ins við orkuver þarf að vera 46 m yfir sjávarmáli og miðast val dælna við það og mótstöðu i kerfinu. Dælur sem hing- að til hafa verið keyptar eru með raf- hreyflum uppi í dæluhúsi, nema tvær eru með neðanvatnshreyflum. Aðalstofnlögn vatnskerfis er 0 500 mm „ductilepípa” frá orkuverum og út í gjá. Hliðarlagnir að borholum eru ým- ist 0 280 mm eða 0 315 mm plastpíp- ur. Upphaflega var lögð 0 315 mm plastpípa sem stofnæð frá orkuverum að borholum. Þessi plastpípa var fram- lengd að gjá, þegar hún var fyrst virkj- uð, og eru því tvær stofnæðar fyrir hendi. Þessar stofnæðar geta flutt u.þ.b 350 1/s. Gjá í Lágum hefur reynst Hitaveitu Suðurnesja afskaplega vel. Grunnvatns- yfirborð er á 14 m dýpi neðan við jarð- vegsyfirborð. Gjárbotn er 3—4 m undir vatnsyfirborði. Efri gjárbarmur er u.þ.b. 5 m hærri en sá neðri. Gjárbarm- ar eru sprungnir og lítt á þeim byggj- andi. í Ijós kom að hagkvæmast var að fylla gjána með grjóti. Komið var fyrir fjórum 410 mm galvaniseruðum stálpíp- um, sent ná niður í gjárbotn og upp fyr- ir neðri gjárbarm. Neðstu 2,5 m röranna eru raufaðir. Möl var látin ná upp fyrir raufar og gjáin síðan fyllt með fyllingar- efni. Ofan á fyllingu og utan um rör var steypt dæluundirstaða. Búið er að setja dælur í þrjú af þessum rörum. Tvær þeirra afkasta 100 1/s við 6,5 bar þrýsting og hin þriðja 50 1/s við 6,5 bar þrýsting. Yfir dælubúnaðinn var byggt veglegt dælustöðvarhús. Til að tryggja rekstraröryggi hitaveit- unnar stendur til að byggja 3000 m’ safngeymi fyrir ferskt vatn. Geymir þessi verður byggður á hól í u.þ.b. 500 m fjarlægð norður af orkuvérum. Auk þess stendur til að leggja neysluvalns- lögn fyrir Grindavík frá Svartsengi. Mynd 5. Heitavatnsgeymir á Selhálsi. 12 — TÍMARIT VFÍ 1981

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.