Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1981, Blaðsíða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1981, Blaðsíða 5
nmarit VERKFRÆDINGAFÉLACS ISLANDS 66. árg. — 6. hefti 1981 Freyr Þórarinsson: Jarðhiti og brotalínur Dæmisögur um könnun þriggja háhitasvæða með jarðcðlismælingum EFNISYFIRLIT: Bls. Freyr Þórarinsson: Jarðhiti og brotalinur 81 • Gunnar Böðvarsson og Elliot Zais: A field Example of Free Surface Testing 92 • Nýir félagsmenn 91, 95 ÚTGEFANDI: VERKFRÆÐINGAFÉLAG ISLANDS BRAUTARHOLTI 20, SÍMI 19717 KYNNINGAR- OG RITNEFND: ODDUR B. BJÖRNSSON, form. EGILL B. HREINSSON MAGNÚSJÓHANNESSON PÁLL LÚÐVÍKSSON RAGNAR SIGBJÖRNSSON RÍKHARÐUR KRISTJÁNSSON RÚNAR G. SIGMARSSON RITSTJÓRI: PÁLL LÚÐVÍKSSON UMBROT OG PRÓFARKALESTUR: GlSLI ÓLAFSSON ÁRGANGURINN 6 HEFTI PRENTAÐ í STEINDÓRSPRENTI HF Heltur lækur í Innstadal í Hengli. Myndina tók Axel Björnsson, Orkustofnun. INNGANGUR Þessi grein fjallar um túlkun jarð- eðlismælinga frá þremur háhita- svæðum, Svartsengi, Kröflu og Hengli. Þetta eru viðnámsmælingar (viðnám jarðar gegn rafstraumi), flugsegul- mælingar (segulsvið jarðar í ákveðinni hæð), þyngdarmælingar og jarð- skjálftamælingar. I greinarlok fylgja nokkrar vangaveltur um jarðhita almennt og jarðfræðileg sérkenni há- hitasvæða í ljósi þessara mælinga. Jarðeðlisrannsóknir hafa komið mjög við sögu jarðhitaleitar hérlendis, einkum ruddu þær sér hratt til rúms síðustu tvo áratugina. Nú er svo komið, að mikið er til af mæligögnum og bæt- ist óspart við á hverju ári, en úrvinnsla og túlkun er enn skammt á veg komin. Þrátt fyrir það gefa dæmisögurnar hér á eftir sæmilega hugmynd um með hvaða hætti jarðeðlisrannsóknir nýtast við jarðhitaleit. Þar er mikilvægast, að túlkun á einni gerð mælinga er venju- lega gagnslítil nema hún sé tengd öðrum gögnum, ýmist öðrum tegundum jarð- eðlismælinga eða upplýsingum um jarð- lagagerð, brotalínur og grunnvatnsað- stæður, svo eitthvað sé nefnt. Það er með öðrum orðum einkum við samtúlkun gagna sem slíkar mælingar nýtast til fullnustu. Sem fyrr segir, er túlkun flestra mælinga sem hér verður fjallað um fremur stutt komin. Sam- Freyr Þórarinsson lauk BS-prófi í jarð- eðlisfrœði frá HÍ 1975. Vann síðan hjá Orkustofnun til 1981 og er nú við fram- haldsnám við Colorado School of Mines í Bandaríkjunum. túlkun gagnanna er því almenns eðlis og einkum fólgin í því að skýra mæliniður- stöðurnar í orðum og hugtökum, sem vísa til jarðfræði og vatnafræði. Síðar meir má þess vænta, að nákvæmari samtúlkun verði gerð með allrahanda reiknikúnstum og margt af því sem hér er sagt sýnist þá trúlega skrítið. Hitt er þó öruggt, að notagildi túlkunar verður alltaf háð því, hvernig til tekst að tengja niðurstöður mælinganna við jarð- og vatnafræðilega eiginleika jarðhita- svæða. JARÐHITINN I SVARTSENGI Siðastliðinn áratug hafa þrjú háhita- svæði á Reykjanesskaga verið rann- sökuð allítarlega. Auk jarðfræðilegrar kortlagningar hafa þar verið gerðar jarðeðlis- og efnafræðilegar athuganir og boraðar djúpar rannsókna- og vinnsluholur. Jarðhitasvæðin eru Reykjanes, vestast á skaganum (Orku- stofnun 1971), Krísuvíkursvæðið, vest- an Kleifarvatns (Orkustofnun 1975) og Svartsengi, norðan við Grindavík. Síðastnefnda svæðið hefur nú verið virkjað fyrir Hitaveitu Suðurnesja. TÍMARIT VFÍ 1981 — 81

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.