Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Side 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Side 5
límarit VERKFRÆÐINGAFÉLAGS fSLANDS 67. árg. — 4. hefti 1982 Trausti Einarsson: Eldvirkni og úrkomu- skeið hér á landi EFNISYFIRLIT: Bls. Trausti Einarsson: Eldvirkni og úrkomu- skeið hér á landi 53 • Hjörleifur Guttormsson: Nýiðnaður og möguleikar I orkufrekum iðnaði 58 • Nýir félagsmenn 66 ÚTGEFANDI: VERKFRÆOINGAFÉLAG ÍSLANDS BRAUTARHOLTI 20, SÍMI 19717 KYNNINGAR- OG RITNEFND: ODDUR B. BJÖRNSSON, form. BJÖRN MARTEINSSON EGILL B. HREINSSON HELGI SIGVALDASON MAGNÚSJÓHANNESSON PÁLL LÚÐVÍKSSON RAGNAR SIGBJÖRNSSON RITSTJÓRI: PÁLL LÚÐVÍKSSON UMBROT OG PRÓFARKALESTUR: Gl'SLI ÓLAFSSON ÁRGANGURINN 6 HEFTI PRENTAÐ í STEINDÓRSPRENTI HF Járnblendiverksmiöjan á Grundartanga INNGANGUR Með hliðsjón af því, að veðrátta harðnaði um sama eða svipað leyti hér á landi og á Suðvestur-Grænlandi, eink- um á 13. og 14. öld að talið er, er gert ráð fyrir því að efling Grænlandshæða, hafi verið sameiginleg orsök þessarar veðurfarsbreytingar. Áhrifin hér á landi hafa verið þau, að norðlæg átt flutti með sér svalt og þurrt loft til landsins, en það dró úr þeirri eldvirkni, sem bygg- ist á grunnvatnshæð, sbr. Suðvestur- land. Gosin í Öræfajökli byggðust á vetrarsnjó, einkum foksnjó. Og gosin í Heklu byggjast á leysingu Heklujökla, allt frá 1104 til gossins 1947. Fjallað verður um þýðingu vatns fyrir eldgos. Um samband úrkomuskeiða og eld- virkni hér á landi hefi ég áður fjallað nokkuð. Efnið er þó síður en svo tæmt, og vildi ég hér mega bæta nokkru við það, sem áður var skráð, og til glöggv- unar rifja upp sumt af því sem áður var fjallað um. í 3. kafla í (1) er tafla yfir aldurs- greind eldgos hér á landi eftir ísöld. Kemur þar í ljós að gosin urðu nær ein- göngu á Mýraskeiðunum svonefndu, þegar úrkoma var meiri og grunnvatn stóð hærra en á Birkiskeiðunum. Birki- skeiðin voru hvort um sig um 2 þúsund ár, og eftir flestra skilningi hefði eld- virkni verið talin útdauð á þeim. En það virðist ekki hafa þurft annað en skeið aukinnar úrkomu til þess að eldvirkni Trausti Einarsson lauk doktorsprófi í stjörnufrœði frá háskólanurn í Götting- en 1934. Kennari við Menntaskólann á Akureyri 1935—44. Kennari við verk- fræðideild HÍ frá 1944, skipaður pró- fessor í aflfrœði og eðlisfrœði 1945. Hefur unnið að rannsóknurn á jarð- myndunum íslands frá 1934, m.a. á hverum, hveragosum og eldfjallagosum (Heklugosi 1947—1948), tnyndun mó- bergs, aldursafstöðu I basalti, bergseg- ultnagni, þyngdarmœlingum og al- mennri jarðfræði Islands. hér á landi vaknaði af dvala. Þeir sem efast um úrslitaþýðingu úrkomunnar til að endurvekja eldvirkni, ættu að hug- leiða þetta. í öðru lagi benti ég á (2), að ýmis eld- gos á sögutíma, virðast einnig hafa stað- ið í sambandi við háa grunnvatnsstöðu. Loks skýrði ég að nokkru leyti (2) hvernig háttað væri sambandi eldgosa og hárrar vatnsstöðu í sprungum. Tel ég rétt að endurtaka hér það atriði með einföldum reikningi. í vatnsfylltri (lóðréttri) sprungu er þrýstingurinn (sem leitast við að víkka sprunguna), meiri en bergþrýstingurinn (seni leitast við að þrengja sprunguna), ef eðlisþungi bergsins er minni en viss mörk segja til um. Á dýpinu d, er vatns- þrýstingurinn d-Ev-g, þar sem Ev er eðlisþungi vatnsins og g er hröðun þyngdarinnar. Láréttur þrýstingur TÍMARIT VFÍ 1982 - 53

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.