Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Blaðsíða 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Blaðsíða 14
ætti þessi verðmunur ekki að fara yfir 50%, þ.e. að stóriðjan greiði orkuverð sem nemur a.m.k. 65% af verði til almenningsveitna. Þetta er m.a. dregið upp á 4. mynd. STAÐSETNING MEIRIHÁTTAR IÐJUVERA Á vegum iðnaðarráðuneytisins hefur frá því haustið 1980 starfað svokölluð Staðarvalsnefnd um iðnrekstur, sem fékk það hlutverk að kanna, hvar helst komi til álita að reisa iðjuver í tengslum við nýtingu á orku- og hráefnaauðlind- um landsins. Auk ráðuneytisins eru í nefndinni fulltrúar tilnefndir af Náttúruverndarráði, heilbrigðisráðu- neyti, byggðadeild Framkvæmdastofn- unar og Orkustofnun, en verkefnisstjóri ráðinn af nefndinni hefur verið Pétur Stefánsson, verkfræðingur. Á vegum þessarar nefndar hefur þegar verið unnið mikið brautryðjendastarf og verið haft samband við fjölmarga aðila, m.a. sveitarfélög víða um land. Nefndin hefur unnið annars vegar að almennum athugunum á forsendum fyrir meiriháttar iðnaði á fjölmörgum stöðum á landinu og hins vegar að sér- stökum athugunum vegna einstakra iðnaðarkosta samkvæmt beiðni ráðu- neytisins. Ég vil aðeins minna á verkefni nefndarinnar með því að bregða hér upp myndum 5 og 6 er snertir starfssvið hennar, en um þessar mundir er nefndin að ljúka skýrslu um almennar athuganir á sínum vegum og í sumar sendi nefndin ORKUFREKUR IÐNAÐUR MEGINFORSENDUR STAÐARVALS VINNUMARKAÐUR íbúafjöldi, atvinnuskipting, vinnusókn, ástand og horfur HAFNARSKILYRÐI hafnir og aðstaöa til hafnar- gerðar fyrir skip stærri en 4000 DWT LANDRÝMI verksmiðjulóð, þróunarmögu- leikar byggðar ORKA fjarlægð frá meginflutningskerfi fjarlægð frá stórvirkjunum 5. mynd. STADIR ■ © HELGUVÍK © VOGASTAPI © vatnsleysuvIk © straumsvIk © GELOINGANES © GRUNDARTANGI © iarsk6gsströno © ARNARNESHREPPUR © GLÆSIBÆJARHR. © þorlKkshöfn 62 — TÍMARIT VFÍ 1982

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.