Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1982, Síða 15
frá sér áfangaskýrslu um staðsetningu
álvers.
IÐNAÐARKOSTIR
Ég hef hér dregið upp þann megin-
ramma, sem myndar bakgrunn að
athugunum á afmörkuðum framleiðslu-
þáttum á sviði orkunýtingar og meiri-
háttar nýiðnaðar. Ég vil í framhaldi af
því gera nokkra grein fyrir stöðu mála
varðandi ákvarðanir um einstaka
iðnaðarkosti og athuganir, sem nú
standa yfir eða eru ráðgerðar.
Til að auðvelda okkur slíka yfirferð,
sem hlýtur að verða stutt tímans vegna,
vil ég bregða hér upp töflu 3 sem birtist
sem fylgiskjal með frumvarpi til laga
um raforkuver vorið 1981, þar sem sýnd
eru starfandi fyrirtæki á þessu sviði,
sem samanlagt nýta nú um 2100 GWh af
raforku og síðan nokkur dæmi um
iðnaðarkosti og notkun raforku og
jarðgufu í hverju tilviki. (tafia 3 og 4).
Um þær þrjár framleiðslugreinar,
sem fyrst eru taldar, þ.e. saltvinnslu,
steinull og stálbræðslu, hafa þegar verið
sett lög á Alþingi, og er unnið að fram-
kvæmdum eða undirbúningi fram-
kvæmda við öll þessi þrjú verkefni.
Stærsta einstaka verkefnið, sem
ákvarðanir hafa verið teknar um á
síðustu misserum, er kísilmálmverk-
smiðja á Reyðarfirði. Félag um þá verk-
smiðju, Kísilmálmvinnslan hf., var
stofnað 4. júní sl. og er gert ráð fyrir, að
framkvæmdir geti hafist við verksmiðj-
una á næsta ári, en stjórn og fram-
kvæmdastjórn fyrirtækisins vinnur nú
að áætlunum þar að lútandi.
Langt er komið hagkvæmniathugun-
um vegna trjákvoðuverksmiðju og nýrr-
ar álverksmiðju, svo og forathugun á
natríumklóratframleiðslu. Geri ég ráð
fyrir, að niðurstöður þessara athugana
liggi fyrir innan skamms eða fyrir lok
þessa árs.
Forathuganir fóru fram á magnes-
íumframleiðslu á síðasta ári og að mínu
mati er ástæða til að rannsaka frekar
TAFLA 4 Raforku- og gufunotkun í orkufrekum iðnaði (nokkur dæmi) B. Dæmi um orkunotkun í nokkrum greinum orkufreks iðnaðar og meiriháttar nýiðnaðar.
Framleiðsla Magn ORKUNOTKUN (ca) Raforka Jarðhiti
(tonn/ár) (GWh/ár) (GWh/ár)
1. Saltvinnsla 40.000 10 300
2. Steinull 15.000 40
3. Stálbræðsla 15.000 15
4. Sykurhreinsun 10.000 10 70
5. Natríumklórat 30.000 200
6. Magnesíum 25.000 500 750
7. Kísilmálmur 30.000 450
8. Kísiljárn 50.000 500
9. Á1 100.000 1.500
10. Dagblaðapappír 150.000 350 300
11. Þungt vatn 400 150 2.600
12. Eldsneytisframleiðsla
12.1 Bensín 110.000 1.600
12.2 Innlent eldsneyti fyrir
fiskiskipaflotann 150.000 2.200
13. Títan-oxíð (úr ilmenít) 100.000 250
14. Olíuhreinsun 600.000 100-1.000
15. Raforka í stað 60 þús. tonna af olíu í iðnaði (fiskimjölsverksm.,
graskögglaverksmiðjur o.fl.) 550
möguleika okkar á því sviði á næstu ár-
um. Varðar það bæði mat á fram-
leiðsluaðferðum og hráefnum, er þeim
tengjast, svo og að sjálfsögðu markaðs-
horfur.
Einnig eru á dagskrá forathuganir á
framleiðslu á kísilkarbíði, ýmsum eld-
föstum efnum, c-vítamíni o.fl., þar sem
umtalsverð orka kemur við sögu.
Sérstaklega virðist áhugavert að
kanna þætti, er tengjast svonefndri
silikat-tækni, m.a. vinnslu úr hráefn-
um, sem þegar eru flutt til landsins eða
eru til staðar hér innanlands.
Jafnframt er nauðsynlegt, að kann-
aðir verði með skipulegum hætti mögu-
leikar á úrvinnslu úr afurðum orkufreks
iðnaðar hérlendis, svo og þátttaka
almenns iðnaðar í fjárfestingum og
þjónustu er tengist orku- og iðjuverum.
Raforku- og gufunotkun TAFLA3 í orkufrekum iðnaði (nokkur dæmi)
Framleiðsla Magn (tonn/ár) ORKUNOTKUN Raforka Jarðhiti (GWh/ár) (GWh/ár)
1. Ammoníak (1952) 10.000 190
2.Á1 (1969) 80.000 1.340
3. Kisiljárn (1979) 50.000 480
4. Kísilgúr (1967) 25.000 130
5. Þörungar (1975) 70
Á undanförnum árum hefur verulegu
fjármagni verið varið til rannsókna og
undirbúnings vegna vatnsaflsvirkjana
og nýiðnaðar, er tengist orkunýtingu.
Ég vil bregða hér upp tveim töflum (5 og
6) sem sýna tölur um þessi efni á 5 ára
tímabili 1978—1982, allar færðar til
verðlags á miðju ári 1982.
JOFNUN ORKUREIKNINGSINS
Ríkisstjórnin hefur sett fram þá við-
miðun, að eðlilegt sé að stefna að því,
að um næstu aldamót verði flutt út
jafnmikil orka í formi afurða orkufreks
iðnaðar og flutt er inn í formi fljótandi
eldsneytis. Þetta markmið hefur verið
orðað svo, að við „jöfnum orkureikn-
inginn” gagnvart útlöndum, en líkur
benda til að þjóðin þurfi að flytja inn
um þriðjung þeirrar orku, sem hún not-
ar, á meðan ekki kemur til framleiðsla á
innlendu eldsneyti. Fáar þjóðir eiga að
tiltölu yfir að ráða slikri gnótt af
virkjanlegri orku sem íslendingar, í
heimi þar sem menn eiga við sívaxandi
orkuvandamál að etja. Það er því á
margan hátt eðlilegt, að þjóðin setji sér
það markmið að ganga ekki með bein-
um hætti á orkulindir heimsins, heldur
ráðist í að framleiða vörur, sem ódýrara
ætti að vera að framleiða hér á landi en
víða annars staðar.
TlMARIT VFÍ 1982 — 63