Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2004, Blaðsíða 21
J3V Sport MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ2004 21 Haukartil Belgíu fslandsmeistarar Hauka í handknatdeik munu mæta belgíska liðinu Sportíng Neerpelt í forkeppni meist- aradeildarinnar. Fyrri leik- urinn verður í Belgíu 11. eða 12. september en síðari leikurinn að Ásvöllum 18. eða 19. september. Liðið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum vinnur sér þátttökurétt í riðlakeppni meistaradeildarinnar. Það var einnig dregið í EHF- keppni kvenna í gær og Valsstúlkur drógust gegn sænska liðinu Önnereds. Fyrri leikurinn verður úti. Rautt og beint í bann Enska knattspymu- sambandið er loksins komið til nútímans en það ákvað í gær að leikmenn sem fá rautt spjald í ensku úrvals- deildinni í vetur fari beint í bann í næsta leik eins og tíðkast á flestum stöðum en hefur ekki verið við lýði í Englandi. Þeir eru samt ekki vissir um að þetta sé nógu sniðugt þannig að þeir ætía að endurskoða þessa ákvörðun strax næsta sumar. Carvalho á leið til Chelsea Chelsea er svo gott sem búið að ganga frá kaupum á portúgalska varnarmann- inum Ricardo Carvalho frá Porto. Líklegt kaupverð er talið vera í kringum 17 mflljónir punda. Carvalho lék undir stjóm Chelsea- stjórans, Jose Mourinho, hjá Porto í fyrra og vfll ólmur leika fyrir hann áfram. Honum er ætlað að koma í stað Marcels Desaflly sem var leystur undan samningi við Chelsea í sumar. Real Madrid vildi lflca kaupa en bauð aðeins sjö milljónir. Schumi prófar rallý Michael Schumacher er maður margra hæfi- leika og nú ætíar hann að prófa rallý. Ilann mun keppa við rallý- meistarann Sebastian Loeb á kílómetra langri braut á Stade de France í París. Þetta ætti að verða athyglisverður slagur. Jarðarförin Flojo lést lést á heimili slnu 21.september 1998. Hún kafnaöi Isvefni vegna hjartabilunar. Margir vilja rekja látið til óhófiegrar notkunar á ólöglegum lyfjum. Snrkostleg efia Molti? Það er óhætt að segja að Florence Griffith-Joyner, eða Flojo eins og hún var alltaf kölluð, sé einhver frægasti og umdeildasti frjálsíþróttamaður allra tíma. Ólympíuleikarnir í Seoul í Suður- Kóreu 1988 vom hennar hátindur þar sem hún vann þrjú gull og eitt silfur. Hún sigraði í 100 og 200 metra hlaupi sem og í 4x100 metra boðhlaupi. Sflfrið kom í 4x400 metra hlaupi. Hún setti lygilegt heimsmet í 100 metra hlaupi á úrtökumóti Banda- ríkjamanna fyrir ÓL 1988 er hún hljóp metrana hundrað á 10,49 sekúndum. Til samanburðar má geta þess að Jón Arnar Magnússon á best 10,56 í 100 metra hlaupi. Það er skemmst frá því að segja að það met stendur enn og verður eflaust aldrei slegið. Hún hljóp á 10,54 sekúndum í úrslitahlaupinu á ÓL en mótvindur var nokkur. í Seoul setti hún síðan heimsmet í 200 metra hlaupi er hún kom í mark á 21,34 sekúndum og bætti um leið níu ára gamalt heimsmet og þetta met stendur einnig enn í dag. Þrátt fyrir þessa glæstu sigra var Flojo alltaf umdefld. Þessir tímar hennar bentu til þess að hún væri hlaðin af sterum og karlmannlegur vöxtur hennar hjálpaði lítíð við að hrekja þær sögusagnir. Aldrei tókst þó að sanna að hún hefði neytt ólög- legra lyfja. Þeir sem grunuðu hana um græsku voru sannfærðir um að hún hefði svindlað þegar hún lést í svefni á heimili sínu í september 1998. Hún var aðeins 38 ára gömul. Opinber dánarorsök var hjartabilun sem leiddi tfl þess að hún kafnaði í svefni. „Hvernig gat hjartað í svona glæsilegri konu bilað í blóma lífsins?" spurðu efasemdarmenn- irnir. í þeirra augum, og margra annarra, getur ástæðan aðeins hafa verið ein - verulega óhófleg notkun á ólöglegum lyíjum. Það fæst aldrei sannað því hún tók leyndarmálið með sér í gröfina og því standa met hennar enn og munu eflaust gera mörg ár í viðbót. Hamingjusöm hjón Flojo sést hér á góðri stundu með eiginmannisínum, AlJoyner, áÓLI Seoul 1988.Joyner er bróðir hinnar þekktu frjálsíþróttakonu Jackie Joyner-Kersee. Á ferð í gegnum Ólympíusöguna - j r) dagar til 28. leikanna í Aþenu DV telur niöur aö ólympíuleikunum íAþenu með því að skyggnast í sögu leikanna sem fara nú fram í 28. sinn. Ólympíuhetjan Hollenska konan Fancina „l'anny" Blankers-Koen var stjarna ólympíuleikanna í Loudon 1948 er Inin vann lil fernra verðlauna. Fanny var mjög fjiilhæfur íþróltamaður en ser- hæfði sig i hlaupum seinni hlula l’erilsins. Það var viturleg akviirðun hjá henni þvíhún vann 100 metra, 200 metra og 80 metra grindarhlaup ásamt því sem lnín var í sigursveit í boðhlaupi. Ilún hefði hæglega getað unnið til enn fleiri verðlauna þar sem lnin átti heimsmet bæöi í langstökki og hástökki ;t þessum tírna. Reglurnar kornu í veg fyrir aö hún ynni gull einnig t þessunt greinum en konur tnáttu aðeins laka þátt í þreniur greinunt ;í þessunt tíma. Það sem gerir jtennan árangur Fannyar enn áhugaverðari er að lnin var þrítug árið 1948 og átti tvö ung börn. Fannv helði átt að vera stjarna á fleiri ólympíuleikum |rví hún tök lyrst þátt t jteim árið 1936 en seinni heimsstyrjöldin gerði jtað að verkutn að ólympíuleikar loru ekki afturfram fyrren 1948. liún vann 58 llollandstitla á ferlinum og giftist þjálfara stitum, Jan Blankers, sem var ólympíu- meistari íþrístökki 1928. XII 1948 MJUIY 194 8 I4AUGUST LONDON London á Englandi 29. júlítil 14. ágústárlð 1948 FJÖLDIÞJÓÐA 59 FJÖLDIKEPPENDA 4104 3714 KARLAR, 390 KONUR FJÖLDIÍÞRÓTTA 17 FJÖLDIÍÞRÓTTAGREINA 136 ÞJÓÐIR MEÐ VERÐLAUN 37 Bandaríkin 38 Svíþjóð 16 Umsækjendur um leikana: Þjóðlr með flest gull Baltimore, Lausanne, Los Ange- les, Minneapolis, Philadelphia. VISSIRÞÚ? Að ólympiuleikamir I London 1948 voru þeir fyrstu f tólf ár eða frá því 1936 er leikarnir fóru fram I Berlín í Þýskalandi? Ástæðan fyrir þessari löngu bið er einföld. Síðari heims- styrjöldin stóðfrá 1938-1945. Lelkamir 1948 voru þeirfyrstu í sögunni sem sýnt varfrá í sjónvarpi. Á leikunum í London var í fýrsta skipti notað tæki sem í dag kallast startblokkir. Þessi uppfinning átti að hjálpa hlaupurunum að komast hraðar af stað og var tækið notað i 100 og 400 metra hlaupi. Kommúnistarfld tóku f fyrsta sinn þátt á ólympluleikunum í London árið 1948 og þessir leikar voru einnig merkilegir þar sem nokkur rfki slepptu þvi viljandi í fyrsta sinn að taka þátt (leikunum. Burma, Ceylon, Kólumbía, Guate- mala, Líbanon, Panama, Púerto Rfkó, Sýrland og Venesúela tóku öll þátt í fyrsta skipti I London 1948. Það var mikill missir fyrir leikana aö Sovétríkin, Japan og Þýskaland ákváðu öll að sleppa því að senda þátttakendur á leikana af pólitfskum ástæðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.