Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2004, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚU2004
Fréttir DV
Tveir nýir
staðir í Eyjum
Fyrir fundi bæjarráðs
Vestmannaeyja í gær lágu
þrjú bréf frá sýslumannin-
um í Vestmannaeyjum
vegna óska um veitinga-
leyfi. Tvö þeirra voru vegna
nýrra veitingastaða en það
þriðja frá ÍBV vegna þjóð-
hátíðar. Bæjarráð sam-
þykkti leyfin fyrir veitinga-
staðina Bjössabar og Dríf-
andann tímabundið tii eins
mánaðar. Athygli vekur að
Bjössabar og Drífandinn
eru staðsettir hlið við hlið á
Bárustíg 1 og 2. Eyjar.net
greina frá.
Stuldur í
sundlaug
Um miðjan dag á
laugardag tilkynnti kona
um þjófnað, en hún var
stödd í Sundhöllinni við
Barónstíg. Konan fór frá
búningsklefa tU laugar
en snéri við eftir um 10
mínútur. Þá kom í ljós
að brotist hafði verið inn
í búningsskáp konunnar
og þaðan stolið þrem
myndavélum og tveim
greiðslukortum ásamt
veski.
Áað rífa
Austur-
bœjarbíó?
Heimir Már Pétursson
upplýsingafulltrúi
„Nei, Austurbæjarbíó á aö fá
aö standa. Það er alltoflítið
eftir afhúsum í borginni sem
eiga einhverja sögu. Þeim hef-
ur fækkaö mikiö undanfarin
ár. Borgin hefur ekki efni á aö
missa enn eitt sllkt né hefur
miðbærinn sem slíkur efni á
að tapa þeim menningarverð-
mætum sem eru fólgin I Aust-
urbæjarbíói."
Hann segir / Hún segir
„Mín skoðun er sú að eigi að
vernda húsiö. Ég tel að í tilfell-
um sem þessum sé það sorg-
legt ef stundarhagsmunir fái
að ráða þegar menningar-
söguleg verðmæti eru í húfi.
Austurbæjarbíó á sérmerki-
lega sögu vegna allra þeirra
tónieika sem þarhafa verið
haldnir, klassískir, jass, rokk og
allt þar á milli. Mjög margir
borgarbúar eiga ógleyman-
legar minningar úr þessu húsi
og þvl á það að fá að standa."
Kolbrún Halldórsdóttir
aiþingismaður
Grundvallarágreiningur er milli Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, og
Hannesar Smárasonar stjórnarformanns um hvert félagið eigi að stefna og er tíma-
spursmál hvenær allt fer upp í loft. Hannes og Jón Helgi Guðmundsson, fyrrver-
andi tengdafaðir hans, eru á öndverðum meiði í kjölfar skilnaðar Hannesar og
Steinunnar, dóttur Jóns Helga. Hannes vill afskrá félagið af markaði og búta það
niður en stjórnendur vilja halda áfram á sömu braut og undanfarið.
Hjónaskilnaður kallar fram
uppnjör hjá Flunleiöum
Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, gæti misst
helminginn af eignarhlut sínum í félaginu þegar skilnaður hans
og Steinunnar Jónsdóttur gengur í gegn. Þá fengi Jón Helgi Guð-
mundsson, faðir Steinunnar, yfirráð yfir hlutnum og næði með
því ráðunum í stjórn félagsins. Ef svo færi yrði Hannes að gefa
upp á bátinn áætlanir um að taka Flugleiðir af markaði og selja
öll hlutdeildar- og dótturfélög.
Mikil togstreita er milli æðstu
stjórnenda Flugleiða um það hvert
fýrirtækið eigi að stefna. Hannes
Smárason stjórnarformaður og
Sigurður Helgason forstjóri eru á
öndverðum meiði og geta illa unn-
ið saman. Jón Helgi Guðmunds-
son, forstjóri
BYKO,
keypti ráðandi hlut í Flugleiðum
fyrr á árinu, með Hannesi, sem þá
var tengdasonur hans, stendur
með Sigurði. Stjórn félagsins skipt-
ist í ólíkar fylkingar og kaldhæðni
örlaganna hagar því þannig að
fyrrverandi tengdafeðgar, og nú-
verandi viðskiptafélagar, standa í
forystu hvors hóps fyrir sig.
Hannes stokki upp nú eða
aldrei
Heimildarmaður sem þekkir til
sagði að eina leiðin fyrir Hannes ef
hann vildi ná fram uppstokkun á
Flugleiðum, væri að skipta um
stjórnendur í félaginu á meðan
hann hefði enn stjórnina í eig-
endahópnum. Það þýðir að Hann-
es yrði að nota stjórnarmeirihlut-
ann sem hann hefur nú, til að
reka Sigurð Helgason forstjóra.
Annar heimildarmaður efast um
að Hannes hafi þann styrk sem
| þyrfti til að knýja fram breyting-
ar.
Hugmyndir Hannesar eru
þær að taka Flugleiðir af mark-
aði, búta það niður og gera
flugreksturinn að hagkvæmri
™ rekstrareiningu. Það myndi
þýða að allsherjaruppstokkun
yrði á félaginu, dótturfé-
lög og hlutdeild-
arfélög seld, og stefnunni breytt frá
því sem fyrri stjórnir og núverandi
stjórnendur hafa markað á undan-
fömum árum. Hannes mun halda
því fram að gengi bréfa í félaginu
gæti hækkað mikið með því að
breyta um kúrs.
Forstjóri á móti uppstokkun
Þessu em Sigurður Helgason og
aðrir stjórnendur alfarið á móti.
Þeir hafa nú eignast tíu prósenta
hlut í fyrirtækinu og hyggjast jafn-
vel eignast meira. Liður í því að
þróa félagið áfram í samstarfi
stjórnar og stjórnenda var þegar
Oddaflug ehf. keypti tæplega 40
prósenta hlut í félaginu. Sá hlutur
er nú um 33 prósent sem skiptist
jafnt á milli tengdafeðganna fyrr-
verandi.
Þótt Oddaflug sé enn til sem fé-
lag um hlutafjáreign Jóns Helga og
Hannesar í Flugleiðum, er ein-
ungis tímaspursmál um
hvenær því verði skipt upp
Ofaní það gæti hlutur
Hannesar rýrnað um
helming vegna búskipta
í skilnaðarmáli hans og
Steinunnar Jónsdóttur,
dóttur Jóns Helga. Þegar '
þeim skiptum er lokið, *
verður Jón Helgi með
stærri hlut í stjórninni
sín megin.
íslandsbanki með
Sigurði
Eftir að Baugur og Feng-
ur seldu sína hluti í Flugleið-
um til Saxhóls og Byggingafé-
lags Gunnars og Gylfa, var talað
um að Hannes væri með yfir-
höndina í stjórn Flugleiða. Menn
hliðhollir honum urðu of-
aná í kapphlaupinu
um hverjir fengju
að kaupa hlut-
inn. Þrir sitja í
Hugmyndir Hannesar
eru þær að taka Flug-
leiðir afmarkaði,
bútaþað niðurog
gera flugreksturinn
að hagkvæmri rekstr-
areiningu.
stjórninni fyrir Oddaflug, Hannes,
Jón Helgi og Hreggviður Jónsson.
íslandsbanki á tíu prósenta hlut
í Flugleiðum sem bankinn fékk í
gegnum stóru uppskiptin í ís-
lensku viðskiptalífi þegar Kol-
krabbinn var leystur upp í fýrra-
sumar. Vangaveltur hafa verið
uppi um hvoru megin íslands-
banki væri í valdabaráttunni í
Flugleiðum. Benedikt Sveinsson
situr fyrir hönd þessa eignarhlutar
í stjórn Flugleiða. Hann var áður
stjórnarformaður og stendur við
bak Sigurðar Helgasonar. Bróðir
Benedikts, Einar Sveinsson er enn-
fremur stjórnarformaður íslands-
banka.
kgb@dv.is
Varðskip ekki orðið diskótek eftir þriggja ára bið
Draugaskipið Thor
safnar hafnargjöldum
Fyrrverandi varðskipið Thor ligg-
ur enn yfirgefið við höfn íÆgisgarð-
inum og hefur legið þar frá því í júní
2001.
Skipið Thor var gert upp árið
1999 og síðan breytt í veitingastað
sem stóð í Hafnarfjarhöfn um tíma
við mjög takmarkaðar vinsældir. At-
hafnamaðurinn Ingvar Þórðarson
keypti skipið eftir að veitingarekst-
urinn fór í vaskinn. Hann ætlaði að
hagnast á því að senda Thor til út-
landa og reka diskótek um borð.
Að sögn hafnamálastjórnar er
skipið 615 brúttótonn og kostar sól-
arhringurinn við höfnina 4,2 krónur
á brúttótonnið. Ingvar og félagar
hans em því búnir að þurfa að borga
um það bil 3 milljónir í hafnargjöld á
þessum tíma. Skipið átti fyrir löngu
síðan að fara til heitari landa og hala
inn peninga.
Að sögn kunnugra hefur Ingvar
ekki ennþá fengið tilskilin leyfi til
framkvæmdanna og því skal skipið
standa þarna enn um sinn.
„No komment," sagði athafna-
maðurinn þegar DV spurði hann
hvenær diskótekinu yrði hleypt af
stokkttnum. Hann neitaði sem sagt
að tjá sig nokkuð um málið.
Thor Ingvar Þórðarson hefurenn ekki
komiö gamla varöskipinu sínu I fjörið I
heitu löndunum.
í vændi á
efri árum
Margar vændiskonur em á
aldrinum 40 til 50 ára þegar þær
selja sig í fyrsta
sinn. Þetta
kemur fram í
könnun á
„nuddstofum" í
í Danmörku.
Fjórðungur
vændiskvenna
er yfir 30 ára
þegarþær byrja
að selja sig og
töluverður
fjöldi er að
nálgast fimmtugsaldurinn þegar
þær selja sig í fyrsta sinn. Þessar
niðurstöður koma á óvart og seg-
ir Hanne Petersen félagsráðgjafi
að hún hefði haldið að óreyndu
að því eldri sem vændiskonurnar
væm því erfiðara ættu þær með
að lokka kúnna til sín.