Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2004, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ2004 31
Fá lög eru góð lög
Rfldsstjóm íslands dró til baka
flestar breytingar sínar á samkeppn-
is- og útvarpslögum um daginn. Lög
sem hertu að fjölmiölum á íslandi
vom dregin til baka. Frelsið hafði
sigur. Hins vegar er hætt við að sú
sigurvíma endist skammt. Nú þegar
em stjórnmálamenn byrjaðir að
hóta því að setja saman ný frumvörp
til laga sem herða að fjölmiðlum á
íslandi. Nú á að setja saman slflc lög
í sátt og samlyndi stjórnar og stjórn-
arandstöðu. Hins vegar mun mark-
aðurinn aldrei fagna því að hert sé
að sér, og neytendur þaðan af síður.
Af hverju er ekki hægt að sleppa því
að setja sérstök lög á fjölmiöla?
Stjórnlyndi og tortryggni
Tvö einkenni í öllu tali flestra
stjórnmálamanna þegar þeir ræða
hinn frjálsa markað em stjórn-
lyndisviðhorf og tortryggni. Stjórn-
málamenn, og þá einkum þeir til
vinstri, vilja gjaman beita markaðn-
um eins og verkfæri, og knýja hann
til ákveðinnar hegðunar sem er
þeim að skapi. Þeir telja sig geta
skapað markaðnum þannig um-
hverfi að hann skapi mikinn auð
„Er einhver nauðsyn á lögum um eignarhald á
fjölmiðlum? Nei, því fjölmiðlar hafa sjaldan
veríð fleirí á íslandi, gagnrýni á málflutning
þeirra líklega aldrei verið meiri og fjárfestar
virðast óhræddir við að fjárfesta á fjölmiðla-
markaðnum. Þessu er öllu stofnað í voða með
lögum um eignarhald á fjölmiðlum og bæði
stjórn og stjórnarandstaða eru sekir aðilar í
því samhengi."
Geir Ágústsson
er andvígur lagasetn-
ingu um eignarhald á
fjölmiðlum
Kjallari
sem reglulega má mjólka í ríkissjóð
og dreifa í ýmis verkefni sem afla at-
kvæða og gefa jákvæðar niðurstöður
í skoðanakönnunum.
Tortryggni gagnvart markaðnum
byggist fyrst og fremst á öfund og
efasemdum. Stjórnmálamenn öf-
undast út í fyrirtæki sem sýna öðr-
um stjórnmálamönnum en þeim
velvild af einhverju tagi. Stjórnmála-
menn efast um að hægt sé að bjóða
góða vöru eða þjónustu á kjörum
sem neytendum líkar vel án þess að
hafa óhreint mjöl í pokahominu.
Hinn sári samanburður rfldsrekstr-
arins við rekstur einkaaðila veldur
lfldega þeim efasemdum.
í stuttu máh sagt er ljóst að
stjórnmálamenn em gjamir á að
trúa á hið neikvæða við frjálsa og
óþvingaða samvinnu og samstarf
einstaklinga og einkaaðila. Þeir vilja
„tryggja" ijölbreytni og hagstæð kjör
og em óhræddir við að semja reglur
og búa til skatta og gjöld til að ná
fram þeim markmiðum. Af þessari
ástæðu er talað um að setja lög á
fjölmiðla í sömu andrá og hætt er
við önnur.
Raunveruleikinn er löggjöf í
óhag
Er einhver nauðsyn á lögum um
eignarhald á fjölmiðlum? Nei, því
Íjölmiðlar hafa sjaldan verið fleiri á
slandi, gagnrýni á málflutning
þeirra lfldega aldrei verið meiri og
fjárfestar virðast óhræddir við að
íjárfesta á fjölmiðlamarkaönum.
Þessu er öllu stofnað í voða með lög-
um um eignarhald á fjölmiðlum og
bæði stjóm og stjómarandstaða em
sekir aðilar í því samhengi. Stjórnar-
andstaðan hefur aldrei staðið fyrir
frelsi á fslandi og berst ætíð fyrir
ffelsi á eigin forsendum stjórnlyndis
og skapvonsku.
Hvemig væri að h'ta th lögleysu á
fjölmiðlamarkaði? Ef ástand íslensks
fj ölmiðlamarkaðs í dag er afleiðing
lögleysu þá sé ég ekkert slæmt við
slíkt ástand. Reyndar mætti hugsa sér
að lögleysu mætti víðar koma á.
Hvaða gagn höfum við haft af sam-
keppnislögum? Ég auglýsi hér með
eftir orsakasamhengi þar sem hag-
stæð kjör til neytenda em rakin til
virkni samkeppnislaga á hinum
fijálsa markaði. Þar tíl sliku orsaka-
samhengi hefur verið lýst fyrir mér
mun ég fagna lögleysu á íslenskum
íjölmiðlamarkaði, og vonast eftir
áframhaldi hennar þar og sem víðast.
Hvar varstu
17. janúap 1976
í Háskólabíói með
Listaskáldunum vondu
„Ég var í Háskólabíói á sam-
komu Listaskáldanna vondu. Þetta
vorum við Þórarinn Eldjárn, Birgir
Svan Símonarson, Sigurður Páls-
son, Steinunn Sigurðardóttir, Meg-
as, Hrafii Gunnlaugsson og Guð-
bergur Bergsson, hópur ungra
skálda sumsé, “ segir Pétur Gunn-
arsson rithöfundur. „Og eins og
ungra skálda er háttur vorum við
svona að leita hófanna, þreifafyrir
okkur í lífinu og kanna móttöku-
skilyrðin í samfélaginu. Áður höfðu
.Ástmegir þjóðarinnar" lesið upp í
Norrcena húsinu, þá var ég í Frakk-
landi en þó var lesið upp úr nýút-
kominni Ijóðabók minni þar. Og þá
kom upp þessi brjálceðislega hug-
mynd, að halda aðra uppákomu, í
þetta sinn í Háskólabíói og sem
„Listaskáldin vondu" íframhaldi af
fyrri yfirskrift. Við gerðum þetta al-
gjörlega upp á eigin spýtur og þeg-
ar við komum að Háskólabíói upp
úr kl. 13 þennan dag, náði biðröðin
úr miðasölunni út að Hótel Sögu í
snjómuggunni. Við seldum þá bara
miða aftan frá líka. “
Reyfarar rjúka út
a bokasöfnunum
„Vissulega dregur tölu-
vert úr aðsókn hér yflr há-
sumarið," segir Einar
Ólafsson deildarbóka-
vörður á aðalsafni Borg-
arbókasafns við Tryggva-
götu. „Og hún breytist
lflca heilmikið. Á sumrin
kemur hingað mikið af er-
lendum ferðamönnum að
nota sér tölvuþjónustuna
og til að leita upplýsinga
um ýmislegt. Hér er og
mikið th og keypt af bók-
Einar Ólafsson bóka-
vörður „Færrikoma
hingað á aðalsafnið á
um um ferðir og ferðalög sumrinenhéreralltaf
á íslandi og í útlöndum og nógaðgera“
þær rjúka út strax á vorin
og koma varla í hhlur aftur fyrr en
hausta tekur. Ansi fáir sækja í
fræðibækurnar á flmmtu hæðinni
en fleiri koma við á annari hæð í leit
að skáldsögum, ýmis konar léttmeti
og afþreyingu. Og reyfarar rjúka
bókstaflega út. Sumarleyfl hafa svo
ýmis áhrif á útlánin, sumir skila
stórum stöflum ,áður en þeir fara í
frí í útlöndum, aðrir sækja sér hing-
að lestrarefni fyrir fríið í bústaðn-
Að sögn Einars eru öh
útibú Borgarbókasafns
opin yfir sumartímann.
„Hér í aðalsafninu við
Tryggvagötu er þó helgar-
opnunartíminn styttri en
á veturna. Bókin heim,
þjónusta okkar við ellilíf-
eyrisþega og öryrkja
breytist ekkert en þegar
| _ f. Bókabfllinn fer í sumarfrí
í júli og fram í ágúst hætt-
ir hann auðvitað að koma
við í þjónustuhúsnæðum
ellilífeyrisþega. Nokkuð
er ráðið af afleysingafólki
á bókasöfnin en við leys-
um.
um líka hvert annað af, þannig að
hér er nóg að gera þótt eitthvað
dragi úr útlánum. Og kiljurnar eru
vissulega í sókn, meira segja Hómer
er kominn út á kilju. Maður hefur
svo sem orðið var við það hér, að ef
fólk lendir aftarlega á biðlista eftir
metsölukilju á það til að sleppa bið-
inni og kaupa sér bara bókina," seg-
ir Einar Ólafsson dehdarbókavörð-
ur í aðalsafni Borgarbókasafns við
Tryggvagötu.
Midosolo hefst 1 1. ágúst
i Skífunni Lougovegi. Sími 525 5040
Midoverdodeins 2500.-
www.sailesh.co
„Hvergi í heiminum fœrdu
onnan eins skommt of
bröndurum á 2,5 klukku-
stundum. Kraftmikil og
sjúklega fyndin sýning!"
- B.W., Appollo Guide
ásomt
KUS
Föstudagur
24.september
á Broadway