Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2004, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: GunnarSmári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjórar: ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist bú um 1. Með hvaða liði leikur Patrick Viera? 2. Hvaða stórlið hefur ítrek- að h'st yfir áhuga sínum á því að kaupa Viera í sumar? 3. Viera hefur spilað með þremur liðum í þremur löndum. Hvaða lið eru það? 4. Hvað hefur Viera leikið marga landsleiki fyrir Frakkland? 5. Hvða hefur Viera fengið mörg gul spjöld í 363 leikj- um sínum með Arsenal? Svör neðst á síöunni Allt það fersk- asta í hönnun og arkítektúr Itarlegur vefur á mannamáli um hönnun og arkltektúr.Allt frá sólgleraugum upp I tónlistarhallir. Vefurinn hefur að geyma upplýs- ingar um allt það ferskasta f bransanum, ásamt skemmtilegum viðtölum við flesta fremstu hönn- uði og arkftekta heims. Auk þess er hægtað nálgast upplýsingar um Vefsíðan www.designboom.com samkeppnir sem í gangi eru og samkeppnisgögn eru oftar en ekki fáanleg á vefnum. Listi yfir versl- anir með „designers“-hönnun, uppiýsingar um hönnunarskóla um viða veröld, sýnishorn affram- sækinni hönnun og söguleg ágrip úr hönnunarsögunni. Aðgengileg- ur vefur sem gefur góða sýn á allt það ferskasta sem er að gerast í hönnun í heiminum i dag. Öt um trintinn og trantinn Málið I fyrradag mátti lesa hér I Mál- inu skýringar Guðrúnar Kvaran á orðalaginu„út um hvippinn og hvappinn". En hún nefnir llka á vef Árnastofnunar fleiri I sama dúr:„En til eru fleiri leiðir tilað orða merkinguna 'hér og þar, út um hvippinn og hvappinn'. Sum- ir tala um að vera út um trinturog tranta eða að vera út um trintinn og trantinn. Algengt virðist að tala um að vera út um alla tranta. Oröið trantur merkir hér'hæð'en karlkynsorðið trint- ur er skylt orðinu trinta ‘hæðar- og klettastrýta, klettadrangur' og virðist aðelns notað íþessu sambandi. Einnig er notað að vera út um trissur og tranta og vera útum tær og trissur. Trissa er 'hjól meö skoru fyrir taugaö leika i’. Þá finnast dæmi um að vera út um skott og skanka og vera út um torgir og tríssur. Orð- ið torg, sem langoftast er notað I hvorugkyni, er þó líka til I kven- kyni og er myndin torgir þá þol- fall fleirtölu." Svörviðspumingum: 1. Arsenal - 2. Real Madrid - 3. AS Cannes (Frakkandi), AC Milan (Ítalíu) og Arsenal (Englandi) —4. 72-5.94 Einkennileg leynd U sssSHsSJSSbSS1 saaftvya r-—, ' ndarlegur er sá úrskurður sem úr- skurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp nýlega og fól í sér að DV fær ekki upplýsingar umþað hvaða einstakling- ar þáðu hæst laun frá ríkinu fyrir nefndaset- ur á árunum 2000-2002. Frá þessum úrskurði hefur verið sagt í blaðinu en grundvöllurinn að neitun nefnd- arinnar á beiðni DV er fimmta grein upplýs- ingalaga, þar sem segir: „Óheimilt er að veita ahnenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, sem sanngjamt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Hér er um að ræða 328 manns. Hafi nefndin vújað fara orðrétt eftir lagagrein- inni hefur henni því borið að hafa samband við hvem og einn allra þessara einstaklinga til að spyrja þá hvort þeir samþykktu að DV fengi upplýsingar um nefndagreiðslur til þeirra. Það gerði nefiidin ekki. Ugglaust mætti halda því fram að með því að kanna ekki hvort þeir gæfu samþykki sitt hafi nefndin gengið í bága við anda lagagreinar- innar. Og DV hefur auðvitað enga möguieika að sýna fram á að að minnsta kosti einhverj- ir þessara einstaklinga hefðu ekkert á móti því að nefndalaun þeirra væm op- inbemð, þar sem blaðið fær nátt- úrlega ekki upplýsingar um hverjir þeir em. Þá er einkennilegt að nefndin byggir túlkun sfiia á lagagreininni á tveimur úrskurðum fyrri nefnd- ar frá 1997 og 1998. Þeir úrskurð- ir snemst þó reyndar um allt ann- ars konar mál en hér er um að ræða. Úrskurðimirvirðast reyndar tíndir til fyrst og fremst til að reyna að styðja einkenni- lega niðurstöðu nefndarinnar um að birta ekki nöfii nefiida- kónganna, sem væri þó mjög í anda aukfimar og betri upplýs- ingar um stjómsýslumálefiú. Meðan rfldð sjálft birtir opin- berlega skatta og opinber gjöld allra einstaklinga í landinu, sem svo sannariega varða einka- og fjárhagsleg málefni þeirra, og það án þess að leita á nokkum hátt eftir samþykki, þá er leyndin sem hvflir yfir nefnda- kóngunum þeim mun einkennilegri. Illugi Jökulsson rœss’SSvst: SWSSÆsr •“■■■■ •ssfeS? sssésk-*""™ sgitfitewss I 35sSsS ai ufli oeMonga ítt*1*f* •* T 1 -K ***** nrlUr **»*<<*, Meydómui* Britney Spears og jorðgöng gegnum öll Ijöll ÞAÐ ER AUGLJÓST af vefritunum sem við gluggum í daglega hve mönnum er létt yfir því að þurfa ekki lengur að helga alla sína orku og all- an sinn tíma fjölmiðlamálinu og alls konar útkjálkum þess. í dag förum við rúnt um nokkrar af uppáhalds- vefsíðunum okkar og gáum að því hvað fólk finnur sér að skrifa um, nú þegar því stagli öllu er lokið. Á MÚRNUM fjallar Katrín Jakobs- dóttir um meydóm Brimey Spears en stúlkan sú auglýsti rækilega framan af ferli sínum hve hrein mey hún væri en eitthvað hefur sá mey- dómur rofnað að undanförnu. Katrín dregur af hátterni stúikunnar nokkra póstmóderníska lærdóma en einkum þann að þrátt fyrir allt hafi viðhorf karla til kvenna breyst sorg- lega lítið hin síðari árin: „Konureiga að líta út eins oghór- ur en vera hreinar meyjar," skrifar Katrín. „Þær eiga að vera til taks fyr- irrétta manninn en ekki neinn ann- an. Nú kynnu sumir halda að ég sé að eipa en svo erhreint ekki. Líklega munu allir karlmenn sem þetta lesa segja „nei, hættu nú, ég er að minnsta kosti ekki svona" ó en ég bið þá að skyggnast innra með sér og velta því fyrir sérhvort það sé a1- veg sannleikanum samkvæmt. “ VEF-ÞJÓÐVILJINN sleppir sér hins vegar ekki út í neina léttúð heldur skrifar um stefnu forsetaframbjóð- enda í Bandaríkjunum í mennta- málum og um stækkun Evrópusam- bandsins. Þá skammar Vef-Þjóðvilj- inn bæði Bylgjuna og RÚV (réttilega að okkar áliti) fyrir að hafa í fréttum af 40 ára afmæli uppreisnarinnar í Varsjá ekki látið þess í neinu getið hvernig Sovétmenn kyntu undir uppreisn Pólverja gegn Þjóðverjum en komu þeim síðan ekki til aðstoð- ar. Þá getur Vef-Þjóðviljinn ekki stillt sig um að hnýta í sinn höfuöfjanda þessa dagana, Ólaf Ragnar Gríms- son forseta, og þá ósvinnu að hann skyldi hafa haldið því fram að „þjóð- in hefðikosið sig“. Katrín dregur afhátterni Britney Spears nokkra póstmóderníska lærdóma en einkum þann að þrátt fyrir allt hafi viðhorfkarla til kvenna breyst sorglega lítið hin síðari árin. Fyrst og fremst Vef-Þjóðviljinn veit betur: „Ogþarf þá varla að minna á að þjóðin hefur aldreikosið ÚlafRagn- ar Grímsson til eins eða neins. Meira að segja ísumar, eftirátta ára forsetaferil og engan raunverulegan mótframbjóðanda, þá naut Ólafur Ragnar Grímsson aðeins stuðnings 42,45 % kosningabærra manna." DEIGLAN ER HELDUR EKKI meö neina léttúð; heldur skrifar um kon- ur í stjórnum sparisjóða, tilhögun skattheimtu og skammar Frétta- blaðið fyrir kjánalega dulbúnar áfengisauglýsingar. Á vef ungra framsóknarmanna stendur enn aðeins þessi setning: „Maddaman erþvímiður óaðgengi- legvegna bilunar íhugbúnaði Maddaman biðst velvirðingar á uppákomunni" en umrædd „uppá- koma“ átti sér stað eins og menn muna þegar skrifari á síðunni þótti ganga of langt í gagnrýni á sjálf- stæðismenn í fjölmiðlamálinu. Á ÖÐRUM FRAMSÓKNARVEF, Hriflu.is, skrifar Guðjón Ólafur Jónsson varaþingmaður um vega- kerfið á Ítalíu og fleira sem hann hefur komist að í sumarleyfisferð sinni þar í landi. Skemmst er frá því að segja að honum þykir vegakerfið „allgott“. Og segir: „Hér eru miklar hraðbrautir með vegatollum og göng í gegnum öil fjöll." Og ekki að furða þótt hjarta framsóknarmannsins gleðjist yfir þvílíkri framkvæmdasemi í þessu heimalandi Impregilo. Þá horfist Guðjón Ólafur í augu við nýtt líf hins forstokkaða íslenska áhugamanns um pólitík sem öðlast nýja sýn í sumarleyfinu: „Fiesta daga reynir maður hins vegar að rembast við að gera ekki neitt. Slekkur jafnvel á símanum og skilur hann viljandi eftir í íbúðinni, töltir niður á strönd með konu, barn ogvindsæng, leigir sér sólbekk og sólhlífog nýtur þess að láta tím- ann líða. Það getur hins vegar verið erfitt að gera ekki neitt þegar hver einasta stund er nýtt til hins ítrasta heima við í vinnu, pólitík eða fé- lagsstörf. Það er hins vegar gott þegar færi til þess gefst og auðvitað kærkomið. Ég er jafnvel að hugsa um að taka mér meira frí þegar heim erkomið." ÞETTA ER RÉTTUR ANDI! Koma heim úr fríi og taka sér strax meira frí. Megi fleíri íslenskir stjórnmála- menn hugsa slíkt hið sama.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.