Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2004, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2004, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST2004 Fréttir DV Hjónunum haldið sofandi Líðan fólksins sem slasaðist alvarlega í árekstri á Suðurlands- vegi á mánudag er óbreytt. Fólkið sem er á sjötugsaldri var á fólksbfl sem ekið var á röngum vegarhelmingi í suðurátt og lenti framan á jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Slysið var við Kot- strandarkirkju. Fólkið var flutt á gjörgæsludeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss. Karlmaður- inn fór í aðgerð í fyrra- dag og er haldið sofandi í öndunarvél. Konan fór í aðgerð á mánudag og er einnig haldið sofandi í öndunarvél. Talið er að bflarnir hafi báðir verið á 80-90 kflómetra hraða þegar áreksturinn varð. Lækkun á deCODE Gengi deCODE Genet- ics, móðurfélags íslenskrar erfðagreiningar, hefur að undanförnu lækkað all- nokkuð á bandaríska hluta- bréfamarkaðnum Nasdaq. Áður en DV fór í prentun í gær fór gengi hlutabréf- anna lægst í 5,84 dollara á hlut, sem er yfir 7% lækkun á einum degi. Gengið hefur ekki verið skráð lægra síðan 16. október í fyrra þegar það var 5,07. Frá því í des- ember 2000 hefur loka- gengið ekki staðið hærra en í febrúar á þessu ári. Þá voru greiddir 13,2 dollarar á hvern hlut. Síðan hafa bréfin lækkað um meira en helming. Tíu hjóla trukkur hrapaði rúma tíu metra fram af einbreiðri brú yfir Laxá á Dölum í Laxárdal. Guðjón Magnússon, ökumaður trukksins, segist hafa haldið að hann væri dauðans matur þegar trukkurinn féll með ógnarhraða niður og skall á stórgrýtinu. Það fyrsta sem bjargvætturinn á brúnni sagði við móður sína var: „Þau eru heil á húfi!“ Bifreiðarstjóri frá Borgarnesi segist þakka æðri máttarvöldum að enginn hafi meiðst alvarlega þegar 28 tonna vörubfll hans steyptist rúma tíu metra niður í stórgrýttan árfarveg Laxár í Döl- um, við Búðardal. Ástæðan var sú að jeppi var fyrir á einbreiðri brúnni. Guðjón er á batavegi, hann slapp með skurði á hné, úlnlið og andliti. „Ég hélt að öllu væri lokið og ég myndi deyja,“ sagði Guðjón Magn- ússon, 24 ára vörubflstjóri sem afstýrði stórfelldu slysi sem hefði getað haft hörmulegar afleiðingar fyrir hjón með tvö börn, þriggja ára og tíu mánaða. Hann lagði eigið líf undir með því að ákveða að steypa 28 tonna vörubfl, fullhlöðnum af möl, fram af einbreiðri brú yfir Laxá í Laxárdal. „Ég sá svartan jeppa og skelfing- arsvipinn á konunni. Ég hugsaði bara um að reyna að koma mér burt frá bflnum og forðast að stofna lífi þeirra í hættu. Ég rakst aðeins utan í bflinn og keyrði í gegnum vegriðið." Guðjón segir að bíllinn hafi skoll- ið með ógnarþunga á grjótinu. „Ég fann fyrir högginu. Það var ógnvæn- legt." Guðjón var, aldrei slíku vant, ekki í bflbelti og telur það hafa orðið sér til lífs. „Húsið var gersamlega í klessu ökumannsmegin. í fallinu skaust égyfir í farþegasætið og lá þar smástund í sjokki, teygði mig svo í mótorbremsuna og slökkti á bfln- um. Því næst skreið ég út úr bflnum og lagðist í grjótið." þar sem móðir hans hitti hann, en hún býr á höfuðborgarsvæðinu. „Það fyrsta sem hann sagði við mig var að fólkið í bflnum væri heilt á húfi, þau hefðu sloppið ómeidd," sagði Berghildur Reynisdóttir móðir Guðjóns, stolt af syni sfnum. Æðri máttarvöld að verki „Ég er farinn að hallast að því að þarna hafi æðri máttarvöld verið að verki, að einhver verndarengill hafi vakað yfir mér þarna, sagði Guðjón sem er búinn að vera bflstjóri hjá Borgarverki í Borganesi í tvö ár og ætlar að halda ótrauður áffam að keyra þegar hann er búinn að jafna sig. „Ég læt þetta ekki á mig fá, þó þetta hafi vissulega verið skelfileg lífsreynsla. Ég fer lfldega í Borgarnes í dag, hvfli mig í tvær vikur, og fer svo bara aftur að keyra." rap@dv.is Smáskurðir í andliti Guðjón slapp ótrúlega vel með smá- skurði á andliti, úlnlið og hné Maðurinn sem lést Karlmaðurinn sem lést í bflslysi á Krossnes- braut sunnan við Kross- nes á Akureyri eftir há- degið í gær hét Þorgeir Ingi Ingason. Hann var þrjátíu og sex ára gamall og bjó í foreldrahúsum að Mánahlíð 9 Akureyri. Slysið varð með þeim hætti að malarflutninga- bfll rann út af veginum og niður í fjöru. Þorgeir Ingi lést samstundis. Móðirin stolt af syninum Nærstaddir vegfarendur hlupu niður og komu að honum þar sem hann lá. Guðjón spurði strax hvort ekki væri í lagi með fjölskylduna í jeppanum. Honum til mildls léttis var sagt að fólkið í jeppanum hefði sloppið með skrámur. Við tók mjög sársaukafull ferð með sjúkrabfl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi Vörubíllinn í rúst Guðjón var, aldrei slíku vant, ekki / belti og varðþað honum llklega til llfs, Eins og Kínverjar kveðast á Því sem íslendingum er kærast ber að sýna tilhlýðilega virðingu og varðveita sem lengst. Hreint og beint. Svarthöfði hefur skilning á áhyggjum þingmanna sem brá í brún þegar þeir sáu Dorrit í skaut- búningi við innsetningarathöfn for- setans. Þetta var svona eins og að sjá Kínverja kveðast á. Sumt er heilagra en annað. Vera má að forsetafrúin vilji með þessu athæfi sínu blandast landi og þjóð þannig að eftir verði tekið. Og það tókst. Sjaldan hefur stirnt eins á íslenska skautbúninginn og aldrei hefur hann blakt betur í íslenskum sumarblæ. íslenski fáninn féll meira að segja í skuggann og er hann þó fallegur. Fara verður með gát þegar ís- lenskar þjóðargersemar eru farnar að taka á sig aðra og betri mynd þeg- ar útlendingar koma þar nærri. Franskir matreiðslumeistarar gætu vafalaust umbreytt íslensku þorra- trogi í æta kássu fengju þeir frjálsar Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað bærilega gott, enda nýkominn úr fjögurra vikna sumarleyfi," segir séra Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslusviðs á Biskupsstofu.„Og þessa stundina er ég að dusta rykið afmínum verkefnum, endurnýjaður á sál og líkama. Helstu verkefn- in framundan eru að undirbúa námskeiö sem við bjóðum upp á fyrir starfsfólk kirkj- unnar I barna- og æskulýðsstarfi og svo erum við að vinna að sérstakri fræðslustefnu kirkjunnar sem á að leggja fyrir á Kirkjuþingiíoktóber." hendur til verksins. Sem þeir hafa sem betur fer ekki fengið. Sérstöðu þorramatarsins má aldrei eyðileggja með því að gera hann ætan. Nóg er að búið sé að eyðileggja skyrið með því að blanda það með hindberjum og öðrum suðrænum ávöxtum. Og lýsið fór fyrir h'tið þegar það var pip- armintubætt. Nú er bara að sjá á hvaða leik Dorrit bregður um áramót þegar flugeldum verður skotið á loft. Menn geta þá mænt frá áramótabrennunni á Ægisíðu yfir hafið til Bessastaða og fylgst þar með flugeldasýningu for- setafrúarinnar. Ef að lfkurn lætur verður hún miklu betur útfærð og fallegri í allri sinni lítadýrð en fólk hefur átt að venjast. Dorrit hefur nefnilega stfl sem byggir á ævaforn- um hefðum sem teygja sig víða um heim. Hún veit hvað klukkan slær þegar glæsileiki er annars vegar. Islendingar hafa litla þjálfun í slflcu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.