Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2004, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2004, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST2004 Fréttir 0V Leitin að Sri 4. júlí Sföast er vitað um ferðir Sri að morgni sunnudags- ins4. júl(. S.júlí Hvarf hennar er tilkynnt strax um kvöldið. Rannsókn lögrcglunnar hefst. Fljótlega vaknar grunui um refsivert athæfi. Hákon Eydal handtekinn. 7. júlí Hákon Eydal dæmdur f gæsluvarðhald. 28. júlí i . Hákon játar að hafa banað Hk Sri Rahma- ■ wati með barefli f fbúð sinni ■ sunnudaginn i 4. julí. k 3. ágúst Rannsóknir við Kjalarnes benda til þess að Hákon hafi loglð. Hann bendir lögreglunni á réttan stað; hraunsprungu utan við Hafnarfjörð. Lfk Sri flnnst. Lík Sri Rahmawati, þriggja barna móður frá Indónesíu, fannst á þriðjudaginn. Hákon Eydal benti lögreglunni á staðinn en áður hafði hann logið því að hafa varpað líkinu í sjóinn við Kjalarnes. Um mánuður er liðinn frá því rannsókn lög- reglunnar hófst með tilkynningu um hvarf Sri. Nú virðist ljóst að frá upphafi hafi lögreglan vitað að um morð hafi verið að ræða. Fjölskylda Sri er í sárum en börn- in munu dvelja hjá systur hennar. Lík Sri Rahmawati, 33 ára indónesískrar konu, fannst á þriðju- daginn í hraunsprungu utan við Iiafnarfjörð. Mánuður er liðinn síðan lögreglan hóf rannsókn á hvarfi hennar. Fyrrum sambýlis- maður Sri, Hákon Eydal, játaði að hafa orðið henni að bana þann 28. júlí. Fram að því hafði hann setið þögull sem gröfin í gæsluvarðhaldi á Litia-Hrauni. Lögreglan segist fegin að þessum áfanga í málinu sé loksins náð. „Fegnir? Við erum alltaf fegnir hverjum áfanga í hverju máh," segir Ómar Smári Armannsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. Hann tók yfir rannsókn málsins þegar Sigurbjörn Víðir og Hörður Jóhannesson fóru í sumarfrí. Eftir að Ómar Smári tók yfir rann- sóknina komst loksins skriður á hana sem leiddi til þess að á þriðjudaginn gaf Hákon Eydal upp rétta staðsetn- ingu líks Sri. Áður hafði Hákon logið að lögregl- unni; sagst hafa kastað líkinu fram af klettum á Presthúsatöngum á sunn- anverðu Kjalarnesi. Þetta gerðist 27. júlí og fór Hákon í lögreglufylgd á staðinn og lýsti nákvæmlega atburða- rásinni. I kjölfarið fór fram umfangs- mikil rannsókn þar sem reynt var að sanna frásögn Hákonar. Ómar Smári Ár- mannsson, að- stoðaryfirlög- regluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavfk Tók yfir rannsóknina og lauk henni far- sællega. Lögreglan ekki ginnkeypt „Eitt er að fullyrða og annað að trúa," segir Ómar Smári sem féll ekki flatur fyrir útskýringum Hákonar Eydal. Björgunarsveitarmenn og lög- reglan settu á svið atburðarás samkvæmt frá- sögn Hákonar; hentu 60 kílóa rekaldi, poka fýllt- um með neta- dræsum, grjóti, kúbeini og fötum, fram af klettun- um. Nú átti að sjá hvert líkið af Sri hafði rekið - ef það hafði rekið yfir höfuð. Niðurstöðum- ar komu leitar- mönnum á óvart. Þrátt fyrir að sjáv- arföllin hefðu verið lík sjávarföllunum þann 4. júli, daginn sem Hákon sagðist hafa hent líkinu í fjöruna, rak pokann ekki held- ur lá hann í fjöruborðinu eina fimm metra frá sjónum. Hákon hafði logið. „Rannsóknir á vettvangi bentu til þess að frásögn mannsins gæti ekki staðist," segir Ómar Smári. „Þá urð- um við að halda áfram til að komast að hinu rétta." ískaldur í varðhaldi Og yfirheyrslurnar bám árangur. Hákon hafði fram að þessu sýnt fá- dæma þrjósku í gæsluvarðhaldinu. Hilmar Baldursson, verjandi Hákon- ar, sagði í samtali við DV þegar 14 dagar vom liðnir af gæsluvarðhald- inu: „Hann er mjög rólegur og sýnir engin merki um fráhvarfseinkenni vegna kókaínneyslu. Svo mikið er víst." Þannig biðu rannsóknarmenn eft- ir því að Hákon brotnaði og létti á samvisku sinni. Hákon sat hins vegar bara og beið - eins og lögreglan, en menn innan hennar sögðust vart hafa séð annað eins jafiraðargeð hjá gæsluvarðhaldsfanga á Lida- Hrauni; það eina sem Hákon vildi væru sígarettur og kaffi. En tíminn leið og eftir því sem gekk á rannsóknina varð erfiðara fyrir Hákon að leyna sannleikanum. Blóð hafði fundist á gólfi og veggjum á heimili Hákonar á Stórholtinu. Niður- staðan úr DNA-rann- sókninni leiddi í ljós „Fegnir? Við erum alltaf fegnir hverjum áfanga í hverju máli." að blóðið var úr sambýliskonu hans fyrrverandi - Sri. Vitni hafði séð Há- kon bera svartan plastpoka út úr hús- inu þar sem glitti í rass og læri. Það vekur þó óneitanlega spurningar að vimið sem sá Hákon með byrði srna sunnudagsmorguninn 4. júlí virðist hafa haft samband við lögregluna til að láta vita af at- burðinum en það ekki verið talið marktækt í fyrstu þótt vitnisburðurinn yrði seinna tO þess að fullvissa lögregluna um að morð hefði verið framið. Faðir Há- konar, Birgir Eydal, var jafnframt vitni í málinu. Allt þetta leiddi til þess að Hákon brotnaði á endanum. Játaði á sig morð og gaf lögreglunni upp staðinn sem hann hafði falið líkið á. Forræðisdeila leiddi til morðs Sri Rahmawatí var þriggja bama móðir. Hún átti yngsta bamið sem er fjögurra ára með Hákoni Eydal en hin tvö með manni sem hún skildi við í Indónesíu. Eldri börnin tvö komu til íslands fyrir um tveimur árum. Við yf- irheyrslur sagði Hákon Eydal forræð- isdeilu um börnin hafa valdið því að hann gerði það sem hann gerði. Það er hans skýring. Börnin em nú hjá ættingjum sín- um. Ómar Smári segir sér ekki vera kunnugt um að gefið hafi verið út bráðabirgðaforræði vegna bamanna. „Það er ekki okkar mál,“ segir hann. Hann segir jafnffamt ekkert benda til þess að einhveijir fyrir utan Hákon Eydal séu meðábyrgir að ódæðinu. Aðspurður hvenær Hákon verði ákærður og málið tekið fyrir segir hann það gerast þegar rannsókninni verðilokið. „Ég get ekki bent á Hákoni gæsluv fyrst ískaiaur i varonaiai en brotnaöi undir rest. ingu," segir Ómar. „Rannsóknin verður að ganga sinn gang." Dularfullt símtal Margir gagnrýndu lögregluna fyrir að hafa ekki leitað að nægilegum krafti að Sri Rahmawati. Þegar nokkr- ar vikur vom liðnar frá því hún hvarf var málið meðhöndlað sem manns- hvarf. Þrátt fyrir það gaf lögreglan ekki út lýsingu á Sri eða mynd af henni. Nú virðist ljóst að frá upphafi hafi lögreglan verið fullviss um að um morð hefði verið að ræða. Kvöldið sem tilkynnt var um hvarfið var blaðamaður á heimili ættingja henn- ar. Um miðbik kvöldsins hringdi srmi systur hennar sem brast í grát og sagði að Sri væri dáin. Böm Sri grétu einnig en lögreglan gat ekki staðfest að hún væri látin. Ekki er vitað hver það var sem hringdi en nú, mánuði seinna, er komið í Ijós að sá sem hringdi hafði rétt fyrir sér. „Það er gríðarleg sorg hjá okkur öllum," sagði ættingi Sri þegar DV hafði samband. „Ég get Lftið talað núna." í yfirlýsingu frá lögreglunni er öll- um sem veitt hafa aðstoð við rann- sóknina þakkað, fyrir þolinmæðina og þeirra góða liðsinni. Loksins er Sri fundin. simon@dv.is neina dag- setn- Hákon Eydal Játaði á sig morð og benti lögreglunni á líkið. Sn Rahmawati Mhennarfannstá Priðjudaginn. Stórholt 19 UérvarSri Rahmawati myrt. % n 5!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.