Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST2004 Fréttir DV Heimdallur í sandkassaleik „Þessi skrif komu mér á óvart," segir Helga Árna- dóttir tölvunarfræðingur sem er í framboði til for- manns Heimdallar. Stuðningsmenn Bolla Thoroddsen halda úti veffitinu Deiglan.com þar sem Helga var ný- lega sökuð um að hafa átt þátt í kosninga- svindh síðustu kosninga. Henni finnst of langt geng- ið og skrifin ekki félaginu til góðs; þetta sé sandkassa- leikur sem hún taki ekki þáttí. Ekkertvíní Bónus Orri Hlöðversson, bæjar- stjóri Hveragerðis, vonaði in fékk hins vegar búðina. „Ég skil sjónarmið bæjar- stjórans, hann telur að verslunarkjarninn fái annan og skemmtilegri svip ef vín- búðin verði þar inni,“ sagði Höskuldur Jónsson, for- stjóri ÁTVR. „En tilboðið frá Olíufélagi íslands var lægst og tilboðið frá Bónus var hæst.“ Ætlaröu að fylgjast með olympíu- leikunum? Baröi Jáhanrtsson tónlistarmaöur „Aldrei. Afhverju ætti ég að horfa á ólympiuleikana? Sé ekki tilganginn með þvi. Ég sé tilganginn með því aö hreyfa sig en ég sé ekki tilganginn með því aö horfa á aðra hreyfa sig. Það væri eins og að arka niður I World Class, setj- ast síðan niður með bjór og horfa á fólkið svitna á hlaupa- brettinu. Hljómar frekar heimskuiega í minum eyrum." Hann segir / Hún segir „Já,já, ég ætla meira að segja að fara. Ég ætla að horfa á leikana fyrst í sjónvarpinu hérna heima og svo ætla ég að fara út og fylgjast með okkar fólki. Vonandi komast handboltastrákarnir okkar lengra en síðast. Ég var á Ólympiuleikunum í Kóreu og maður þurfti að klípa sig í lær- ið til að sannfæra sig um að maður væri á staðnum. Þetta erótrúleg upplifun og skemmtun að fylgjast með svona stórum leikum." Ásta B. Gunnlaugsdóttir rekstrarstjóri og fyrrverandi knattspyrnukona Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður og fiskifræðingur, vill stefna Norðmönn- um hið bráðasta fyrir Alþjóðadómstól vegna Svalbarðadeilunnar. Segir utanríkis- ráðherra hafa gleymt hagsmunum við Svalbarða í þeirri iðju sinni að gera íslend- inga aðila að stríðsglæpum í írak. Svalbarði gleymdist vegna íraksstríös „Yfirgangur Norðmanna á Svalbarðasvæðinu er gersamlega ðþolandi," segir Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður Frjálslynda flokksins, um þá einhliða ákvörðun norskra stjórn- valda að vísa íslenskum síldveiðiskipum út af Svalbarðasvæð- inu. Bann Norðmanna tekur gildi á sunnudagskvöld og þá er viðbúið að norsk herskip sæki að íslenskum fiskiskipum. Magnús Þór Hafsteinsson Þingmaðurtnn sem er menntaður fiskifræðingur frá Noregi, vill draga Norðmenn fyrir dómstóla. Magnús Þór, sem er menntaður fiskifræðingur, segir að ekki sé hægt að koma auga á nein rök þess efrús að aðrar þjóðir en Norðmenn megi aðeins veiða 80.000 tonn af sfld á þessu hafsvæði. „Þjóðirnar hafa ákveðið síldar- kvótann og skipt honum á milli sín og einu gildir hvar þessi sfld er síðan veidd. Norðmenn hafa heldur engan yfirráðarétt yfir því sem þeir kalla fiskverndarsvæðið umhverfis Sval- barða sem er hvorki meira né minna en 200 sjómílna hafsvæði allt í kring- um eyjaklasann. Síðan 1977 hafa þeir einhliða reynt að drottna yfir þessu 830 ferkílómetra hafsvæði sem er stærra en efnahagsiögsaga íslands (758 ferkílómetrar}. Með þessu eru þeir að ræna til sín yfir- ráðarétti á fiskistofnum á þessu svæði,“ segir hann. Hann segir að ekki eigi að láta Norðmenn komast upp með þetta framferði. „Það er löngu kominn tími til að íslensk stjórnvöld spyrni við fótum. Menn hafa dregið lappirnar í þessu efni alltof lengi og það er nú að koma okkur í koll. Utanríkisráð- herra, sem nú er forsætisráðherra, virðist hafa talið það mikilvægara að brölta um í Afríku og Miðaustur- löndum, og gera okkur aðila að stríðsglæpum í frak, en að tryggja hagsmuni okkar í Norðurhöfum sem hefur um margra ára skeið ver- ið eitt af okkar brýnustu utanríkis- málum," segir hann. Magnús Þór segir að stefna eigi t Halldór Ásgrfmsson Sagður hafa gleymt Svaibarða vegna þess hve upp- tekinn hann var við að tryggja aðild Is- lands að Iraksstríðinu. Það er á hans valdi að draga Norðmenn fyrir dóm. Norðmönnum fyrir Alþjóðadóm- stóhnn í Haag og fá endanlega á hreint að hafsvæðið umhverfis Sval- barða sé alþjóðlegt hafsvæði og að veiðum þar á að stjórna samkvæmt úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Gríðarlegir hagsmunir eru í veði. Á Svalbarða- svæðinu eru mikil- vægir fiskistofnar svo sem rækja, sfld, grálúða og þorsk- ur og við eigum skýlausan rétt á þessu svæði,“ segir Magnús Þór. „Með þessu eru þeir að ræna tílsm yfír- ráðaréttí á fískistofn- umáþessu svæði.m Smugudeila Norska strandgæslan er að gera sig klára til að sækja að íslensk um slldveiðiskipum á alþjóðlegu veiði- svæði við Svalbarða. Myndin er frá því þegar Smugudeilan stóð sem hæst. Ólöf Breiðfjörð fór á puttanum til Gullfoss Einstæð móðir er horfin Björgunarsveitir leituðu í gær að Ólöfri Aldísi Breiðfjörö Guðjóns- dóttur, 30 ára einstæðri móður. Ólöf hvarf af heimili sínu fyrir fimm dög- um. Hún á tveggja ára barn og býr í Garðabænum. „Við erum öll mjög leið yfir þessu,“ segir nágrannakona Ólöfu sem býr á hæðinni fýrir ofan hana. Hún segir Ólöfu mjög rólega og þægilega konu og aldrei nein óregla í kring- um hana. „Það eru allir slegnir yfir þessu. Ég vona bara að hún finnist sem fyrst." Ólöf A. Breiðfjörð Lögreglan biðural- menning um upplýsingar. Lögreglan í Hafnarfirði fer með rannsókn málsins. Þær upplýsingar fengust ffá lögreglunni að Ólöf hafi farið á puttanum frá Rauðhólum og endað á Giúlfossi. Nú þegar hafa flestir þeir sem gáfu henni far gefið sig fram en enn vantar nokkra bita í púsluspilið. Einn af þeim stöðum sem Ólöf kom við á er Þrastalundur. Kona sem afgreiddi þar á föstudaginn seg- ist ekki muna eftir henni. Hún bætir reyndar við að mikið hafi verið að gera og margir komið við. Starfsfólk- ið hafi samt spjailað saman en eng- inn getað komið henni fyrir sig. Lögreglan í Hafnarfirði biður alla sem hafa upplýsingar um málið að gefa sig fram. Sérstaklega ef einhver hafi gefið henni far frá Gullfossi og í bæinn. Ólöf er um 175 sentímetrar á hærð, dökkhærð og með hár rétt niður á axlir. Tveir palestínskir vegfarendur létust Sprengjan falin í bakpoka Sprengja sprakk nokkur hundruð metra frá vegatálma í norðurhluta Jerúsalem í gær. Tveir Palestínu- menn létust í sprengingunni og tutt- ugu særðust, þar af 6 ísra- elskir landamæra- verðir. ísraelsk- ir embættis- menn sögðu fréttamönnum að klukkutíma fyrir sprenging- una hefðu borist upplýs- ingar um palestínskur sprengjumaður væriáleið tiljer- úsalem. ísraelska lögreglan og her- inn fór í viðbragðsstöðu og settu upp aukavegatálma nærri Kalandia Jerúsalem Lögreglumenn rannsaka verksummerki. þar sem þúsundir Palestínumanna fara um daglega. Embættismennirn- ir sögðu að sprengjan hefði sprung- ið þegar lögreglu- maður nálgaðist grunsamlegan bfl. Sprengjan var fal- in í bakpoka sem var skilinn eftir í vegarkanti og telja þeir að hún hafi verið sprengd með fjarstýringu þeg- ar lögreglumað- urinn nálgaðist. Skæruliðar í al- Aqsa-samtökun- um, sem eru klofningsbrot úr Fatah-hreyfingu Yassers Arafat, hafa lýst ábyrgð á sprengjutilræðinu á hendur sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.