Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Side 16
76 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST2004
Sport DV
Farnir fyrir tímabilið:
Komnir fyrir tímabilið:
Chelsea
2002-2003
2001-2002
2000-2001 6. sætl
1999-2000 S.sæti
1998-1999 3. sæti
Spá DV: 2. sæti 2003-2004
Deildin (2. sæti) - Bikarkeppnin (5. umferð)
Deildarbikar (5. umferð)
Liklegt byrjunartið Chelsea
Eiður Smári Guðjohnsen Didier Drogba
• •
Arjen Robben
Geremi
Frank Lampard Claude Makalele
John Terry
William Gallas
Wayne Bridge
Carlo Cudicini
Paulo Ferreira
Stóra spurningin í vetur
& Mourinho ekkeit nema kiafturtnn
Jose Mourinho kemur til Englands með mikla pressu á herðum
sér. Hann gerði frábæra hluti með Porto á síðustu tveimur árum en
nú er hann við stjórnvölinn hjá ríkasta félagi heims og hætt er við
þvf að kröfurnar verði aðrar og meiri. Mourinho hefur meira sjálfs-
traust en gengur og gerist hjá okkur hinum meðaljónunum og það
hefur skinið í gegn í öllum viðtölum við hann. Hann er óhræddur við
að taka slaginn við Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester
United, og svarar honum fullum hálsi ef þurfa þykir. Hann er hins
vegar óreyndur í heimi ensku úrvalsdeildarinnar þar sem Arsene
Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, og þá kannski sérstaklega Alex
Ferguson eru á heimavelli. Þá gæti skipt sköpum fyrir Mourinho að
vera jafngóður þjálfari og hann telur sjálfan sig vera.
Arjen Robben frá PSV, Peter Cech frá Rennes, Paulo Ferreira frá Porto,
Mateja Kezman frá PSV, Didier Drogba frá Marseille, Tiago Mendes
frá Benfica og Ricardo Carvalho frá Porto.
Mikael Forssell (lán), Juan Sebastian Veron (lán), Winston Bogarde,
Joel Kitamirike, Mario Melchiot, Emmanuel Petit, Jimmy Floyd
Hasselbaink, Marcel Desailly, Jesper Grankjær, Carlton Cole (lán),
Mario Stanic, Hernan Crespo (lán), Neil Sullivan, Boudewijn Zenden.
John Terry
Lykilmennirnir
Frank Lampard
Lampard hefur skipað sér á
bekk með bestu miðjumönnum
ensku úrvalsdeildarinnar á
síðasta tímabili en frammistaða
hans með Chelsea gerði hann
að lykilmanni liðsins og færði
honum sæti í byrjunarliði enska
landsliðsins. Hann er gífurlega
duglegur, með góða
sendingar og mjög
gott auga fyrir mörk-
um. Lampard hefur
vaxið mjög sem
leikmaður
síðan hann
kom
frá
West
Ham og heldur
væntanlega
áfram vexti sín-
um á komandi
tímabili.
Mourinho verður í lykil-
hlutverki hjá
Chelsea í vetur.
Hann náði frá-
bærum árangri
með Porto
með sinni
hugmynda-
fræði en
spurning hvort
hann getur
yfirfært hana
til leikmanna
Chelsea. Ef það
tekst þá eru þeir
í góðum málum
og það sem af er
undirbúnings-
tímabilinu virðast
hlutirnir vera í
fínu lagi.
skólanum. Hann er ekki
gamall en hefur þegar
tekið við fyrirliða-
stöðunni hjá
félaginu. Eiður
Smári hefur lýst
honum sem
frábærum
varnarmanni
og flestir telja
hann fram-
tíðarmann í enska
landsliðinu. Terry
er mikill leiðtogi,
baráttujaxl og
ómissandi í alþjóð-
legt lið Chelsea sem
sannur enskur leik-
maður, harðjaxl s—
gefst aldrei upp
Jose Mourinho
Eiður Smári Guðjohnsen þarf enn eitt árið að berjast af hörku fyrir sæti sínu í
stjörnum prýddu Chelsea-liðinu. Tveir framherjar komu til liðsins í sumar en aðrir
tveir hurfu á braut.
Eiúur í byrjunarliðinu?
Spurningin sem brennur á vörum íslenskra knattspyrnu-
áhugamanna er sú hvort Eiður Smári Guðjohnsen verði í
byrjunarliði Chelsea á sunnudaginn þegar liðið tekur á mdti
Manchester United á Stamford Bridge í fyrstu umferð ensku
úrvalsdeildarinnar.
Það er við ramman reip að draga
hjá Eiði Smára því samkeppnin er
ekki af verri endanum. Eiður Smári
þekkir reyndar þessa stöðu vel því
að í fyrra komu tveir fokdýrir
framherjar, Argentínumaðurinn
Hernan Crespo og Rúmeninn
Adrian Mutu, til liðsins og var
fastlega búist við því að þeir skipuðu
framlínu Chelsea síðasta vetur. Þeir
byrjuðu báðir ágædega en áður en
langt var liðið á veturinn höfðu
gömlu félagarnir Eiður Smári og
Hollendingurinn Jimmy Floyd
Hasselbaink mokað þeim út úr
liðinu.
Nú er Hasselbaink farinn til
Middlesbrough eftir að samningur
hans hjá Chelsea var ekki
endurnýjaður og Crespo hefur verið
lánaður til AC Milan út komandi
tímabil. í þeirra stað eru komnir
tveir aðrir framherjar, Metja
Kezman frá PSV Eindhoven og
Didier Drogba frá franska liðinu
Marseille.
Kezman var keyptur fyrir 5,5
milljónir punda en hann skoraði
eins og brjálæöingur hjá PSV og
endaði með betra markahlutfall hjá
liðinu heldur en sjálfur Ruud van
Nistelrooy. Kezman hefur byrjað vel
með Chelsea og skoraði í
æfingaleikjum liðsins en á tímabili
leit út fýrir að hann myndi missa af
fyrstu þremur leikjum tímabilsins
vegna rauðs spjalds sem hann fékk í
vináttuleik gegn Roma. Aganefnd
enska knattspyrnusambandsins
hefur hins vegar dregið spjaldið til
baka og því er Kezman klár í slaginn.
Drogba er dýrasti leikmaður
Chelsea frá upphafi og því er afar
líklegt að hann njóti eilítið meiri
forréttinda en aðrir framherjar
liðsins til að byrja með. Drogba sló í
gegn með Marseille á síðasta
tímabili og hefur staðið sig vel í
þeim leikjum sem hann hefur spilað
með Chelsea.
Síðasti keppinautur Eiðs Smára
um sæti í liðinu er síðan Rúmeninn
Adrian Mutu. Hann var á leiðinni til
Juventus í lán fýrir skömmu en
Roman Abramovich, eigandi Chel-
sea, stoppaði það af. Hann þykir
ekki vera líklegur kostur í
byrjunarliðið gegn Manchester
United enda hefur framtíð hans hjá
félaginu verið í uppnámi frá því að
Portúgalinn Jose Mourinho tók við
liðinu í sumar.