Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Page 19
DV Sport FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST2004 19 Keflvíkingurinn Þórarinn Kristjánsson, sem skoraði tvö mörk fyrir sitt lið og lagði upp eitt í 4-2 sigri á Fylki, er leikmaður 13. umferðar Landsbankadeildar karla i knattspyrnu. Þórarinn fékk hæstu einkunn eða sex hjá blaðamönnum DV og er aðeins annar leikmaðurinn í sumar til að fá þá einkunn. Einn af mínum betri leikjum a ferlinum Þórarinn Kristjánsson, leikmaður Keflvíkinga, hefur verið valinn af DV-Sport sem maður 13. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Þórarinn, sem leikið hefur með Keflvíkingum alla sína hunds- og kattartíð, fór hamförum í 4-2 sigurleiknum gegn Fylki í Keflavík, en þá skoraði piltur tvö mörk og lagði þar að auki upp eitt. í hvert skipti sem hann fékk knöttinn skapaðist mikil hætta og vamarmenn Fylkis réðu ekkert við hann og Þórarinn var í raun óhepp- inn að bæta ekki fleiri mörkum við. DV-Sport sló á þráðinn til Þórarins og byrjaði á því að spyrja hann hvort síðasti leikur hefði ekki verið einn sá besti á ferli hans. Kannski sá besti á ferlinum „Jú, þetta var einn af mínum betri leikjum, ef ekki sá besti. Þetta gekk mjög vel hjá mér og raunar liðinu öllu og það var gaman að þessu. Það var ekki leiðinlegt að sigra Fylkismenn tvisvar með aðeins þriggja daga milli- bili,“ segir Þórarinn en lið hans sló út Fylki í 8-liða úrslitiun bikarkeppninn- ar með 0-1 sigri í Árbæ og svo kom sigurleikurinn í Keflavík. Keflvíkingar hófu mótið af miklum krafti og þóttu leika skínandi knatt- spymu. Fljótlega fór þó að hafla und- an fæti og í stað skemmtilegrar sókn- arknattspymu fóm kýlingar og kraðak að h'ta dagsins ljós. Undanfamar um- „Ég held að það sem okkur skortir fyrst og fremst sé heppni - allt annað er tilstaðar." ferðir hafa hins vegar Keflvíkingar aft- ur sýnt sitt rétta andflt og er það ekki síst Þórami að þakka. En hvemig út- skýrir hann þessar sveiflur hjá liðinu? „Þó að liðið sé frekar ungt þá emm við flestir búnir að spila saman lengi og því með talsverða reynslu. Því á ég ffekar erfitt með að útskýra þessar sveiflur hjá okkur í sumar, veit hrein- lega ekki hvað gerðist en sem betur fer erum við nú á uppleið og ég trúi ekki öðm en að við höldum áfram að spila okkar bolta sem er sóknarknatt- spyrna - það fer okkur best," segir Þórarinn ákveðinn. Laus við meiðsli í upphafi móts var Þórarinn að jafna sig af meiðslum og það tók hann nokkum túna að komast í sitt besta form. Hann sat talsvert á bekknum en sú tíð er að baki og nú er ekkert nema blússandi sigling framundan. Er Þórarinn að spila sinn besta bolta á ferlinum? „Ég er ekki frá því, maður er í það minnsta að koma mjög sterkur inn núna, er meiðsla- laus og vonandi heldur það áfram. Ef hlutimir ganga áfram svona vel verð- ur þetta án efa besta keppnistímabil- ið hjá mér hingað til.“ Keflvíkingar unnu síðast stóran tit- il árið 1997 en þá hampaði liðið bik- amum eftir æsilega baráttu við ÍBV. Þórarinn man þetta vel og vildi gjaman upplifa slíka tilfinningu aft- ur: „Ég hefði ekkert á móti því og það er alveg kominn tími á að vinna titil aftur," segir Þórarinn og það vottar fyrir bikarlöngun í röddinni: „Það er ágætur mögu- leiki núna, við erum komnir í undanúrslit og að sjálfsögðu stefnum við á að fara alla leið." Vantar bara heppni Keflvíkingar hafa hampað íslands- meistaratitlinum fjórum sinnum, 1964,1969,1971 og 1973. Hvað skort- ir Keflavíkurliðið nú til þess að kom- ast alla leið á toppinn aftur? „Það er í raun og vem ekki margt," segir Þórar- inn og bætir við: „Við emm með dúndurlið og það er enginn, og hefur ekki verið, hörgull á góðum knatt- spyrnumönnum hér í Keflavík. Ég held að það sem okkur skorti fyrst og fremst sé heppni - allt annað er til staðar." Vantar bara A-liðið Aðspurður segir Þórarinn að stefnan sé auðvitað sett á að komast lengra - í atvinnumennsku og A- landsliðið. „Það vilja auðvitað allir fótbolta- menn komast út og geta haft þetta að lifibrauði og ég er þar engin undan- tekning og hef stefnt að því lengi. Síð- an er ákveðinn draumur að fá að spreyta sig í A-landsliðinu en ég lék með öllum yngri landsliðunum og það vantar bara A-Iiðið," sagði Þórar- inn Kristjánsson, maður 13. umferðar Landsbankadeildar karla í knatt- spymu. sms@dv.is Þórarinn Kristjánsson Laus við meiðsli og í besta formi lifsins. Segir Keflavík stefna á toppinn og vanta bara heppni. Marel og Kári duttu út < . Asgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfarar íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hafa valið tuttugu manna hóp tyrir leikinn gegn ítölum á Laugardalsvelli á miðvikdaginn í næstu viku. Ásgeir og Logi völdu 22ggja manna hóp á mánudaginn vegna óvissu um Jóhannes Karl Guðjónsson, sem var ekki kominn með leikheimild með Leicester og Helga Sigurðsson sem hefur átt við meiðsli að stríða. Nú er Jóhannes Karl hins vegar orðinn löglegur með Leicester og spilaði síðustu 25 mínúturnar gegn Derby á mið- vikudaginn og Helgi ættí að öllu eðlilegu að vera klár í slaginn miðað við það sem læknar hans í Danmörku tjáðu Ásgeiri og Loga í gær. Þeir tveir sem fara úr hópnum eru Kári Ámason og Marei Baldvinsson. Kári var val- inn í fyrsta sinn í hópinn á mánudaginn og sagði Ásgeir í samtali við DV í gær að það væri ekki neikvætt fyrir Kára að vera tekinn út strax. „Ég held að þetta eigi eftir að virka sem hvatning á hann. Hann á ekki langt í land með að komast í hópinn og við munum fylgjast vel með honum," sagðiÁsgeir, Marel hefur verið lengi í hópnum án þess að sýna nokkuð og Ásgeir sagði að það væri kominn tími til að fá einhvern annan framherja inn. „Marel hefur ekki skoraö nóg en Logi sá hann spila með Lokeren um síðustu helgi og hann stóð sig vel þar," sagði Ásgeir. Svekkturen stoltur Kári Árnason sagði í samtali við DV í gær að hann væri auð- vitað svekktur yfir því að vera dottinn út úr hópnum eftir að hafa verið valinn en væri jafn- framt stoltur af því að hafa verið valinn í upphaflega hópinn. „Ég náði aldrei að fá tilfinninguna fyrir því að vera landsliðsmaður en ég hef ekki sagt mitt síðasta orð í þessu liði," sagði Kári. Llð 13. umferðar í Landsbankadeild karla Fjórir nýliðar, Keflvfldngurinn Ingvi Rafn Guðmundsson, FH- ingurinn Guðmundur Sævarsson, Framarinn Viðar Guðjónsson og Keflvfldngurinn Þórarinn Kristjáns- son, sem var jafnffamt valinn leikmaður umferðarinnar, eru í liði 13. umferðar í Landsbanka- deild karla í fótbolta sem blaða- menn DV hafa valið. Vfldngurinn Grétar Sigurðs- son er í liðinu í sjötta sinn, í fimmta sinn í síðustu sex umferðum, en Grindvíking- urinn Sinisa Kekic, sem hefur verið valinn í lið umferðarinnar sjö sinnum, er sá eini sem hefur verið valinn oftar. Keflvfldngar, sem unnu Fylkismenn, 4-2, á sunnu- daginn, eiga flesta fulltrúa í liðinu en auk Ingva Rafns og Þórarins er Haraldur Guð- mundsson í liði umferðar- Stefán Þór Þórðarson (2) ÍA Sigurvin Ólafsson (2) KR Þórarinn Kristjánsson Keflavík EllertJón Björnsson (2) lA Vi9ar Guðjónsson Ingvi Rafn Guðmundssoft Keflavík Fram Tommy Nielsen (2) FH Grétar Sigurðsson (6) Víkingi Haraldur Guðmundsson (3) Keflavík IMBMrfnB Guðmundur Sævarsson FH Birkir Kristinsson (2) ÍBV —i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.