Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Síða 23
DV Fókus FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST2004 23 Hún var stútfull Laugardalshöllin á miðvikudagskvöldið þegar rapparinn 50 Cent hélt þar tónleika með félögum sínum í G-Unit. Mikill troðningur var í Höllinni og hitinn eftir því. Gestir voru i yngri kantinum og sáust meira að segja nokkur smábörn á öxlum mæðra sinna. Kvenþjóðin var afar hrifin af er- lendu gestunum og allt ætlaði vitlaust að verða þegar 50 Cent fór úr að ofan. Tónleikar „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað og ég verð að segja þið eigið frábært gras hérna," sagði Curtis Jackson, öðru nafni 50 Cent, við vel pakkaða Laugardalshöll á miðviku- dagskvöldið. Og glotti. í framhaldi af þessari yfirlýsingu fékk hann svo sal- inn til að taka vel undir og margend- urtaka slagorðið „Smoke weed, get drunk and fuck!" Það var h'n stemning á tónleikun- um, heitasti dagur sögunnar í Reykjavík og fólk greini- lega komið til þess að fkemmta sér. Upphitunardagskráin reyndi samt svolítið á þolinmæðina. Hljómurinn í Hölhnni var vondur og þó að bæði XXX Rottweiler (með Bæjarins bestu sér til fulltingis) og Quarashi hah skilað sínu skamm- laust þá náði hvorug hljómsveitin að halda uppi einhverju stuði að ráði nema hjá þeim sem voru rétt fyrir framan sviðið. Nýja sveitin hans Erps, Hæsta hendin tók eitt lag, Botninn upp, sem er greinilega hittari. Lélegt sánd stoppaði hins vegar ekki 50 Cent. Um leið og hann birtist á sviðinu trylltist salurinn og það var greinilegt að áhrorfendur voru með 50 alveg á hreinu. Tónlistarlega voru þetta einfaldar og hráar útgáfur af lögum 50 Cent og G-Unit, en kraft- urinn í röppurunum þremur 50 Cent, Young Buck og Lloyd Banks var alveg nógur til þess að halda partíinu gangandi. 50 Cent er eitt stærsta nafnið í bandarískri tónlist í dag og tónleikar með honum teljast því stórtónleikar, en þetta voru ör- ugglega minnstu og einföldustu stórtónleikar sem sögur fara af. Ekk- ert sjó, engir risaskjáir og bara fjórir menn á sviðinu, rapparamir þrír í G- Unit og plötusnúður sem var með einhverjar stafrænar græjur, en ekki plötuspilara. Og samt var þetta alveg að virka. 50 Cent spilaði í rúman klukkutíma og tók öU sín þekktustu lög og fékk góðar móttökur. Það er í raun afrek að rappari sem heitir ekki Eminem fyUi HöUina. 50 Cent tónleikarnir tókust nokkuð vel og vonandi verður framhald á. Trausti Júliusson i Laugordalshöll þot S,‘SS5-* Demi með fullkomnunarár Demi Moore ætlar að eyða hárri fjárhæð tU að láta lýtalækna lappa upp á hnén á sér. Leikkonan fór í aUsherjarstrekkingu fyrir þremur árum og er orðin spennt að geta spókað sig um í stuttum kjól. „Demi viU fullkominn líkama og hnén hafa farið í taugarnar á henni í langan tíma. Henni þykir þau of slöpp," sagði vinur hennar og viður- kenndi að áráttan um fullkomnum væri tilkomin vegna aldursmunarins á miUi hennar og kærastans, Ashton Kutcher en Demi er 15 árum eldri en hann. „Hún er viðkvæm fýrir aldrin- um þótt Ashton hafi margoft sagt henni að honum sé sama hvernig hún líti út því hann elski hana." Vinir hennar segjast hafa reynt að það Demi og Ashton Þrátt fynr að Ashton hafi sagt Demi aö honum sé sama hvernig hún líti út hefur hún miklar áhyggj ur vegna aldursmunarins. tala hana ofan af aðgerð inni enda mun hún skilja eftir stór ör á hnjánum. „Að hafa áhyggjur af útliti hnjánna er bara fá- ránlegt en hún má vera ánægð með að þau eru eina sem lýta- læknar eiga eftir að taka í gegn." Demi og Ashton eru talin vera að skipuleggja brúðkaup í leyni. Leikkonan Demi Moore er hrædd um að Ashton Kutcher snúi sér að yngri og fallegri konum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.