Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2004, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST2004 Síðast en ekki síst DV Steinn Ármann og Helga Braga saman í megrun Vinirnir og leikararnir Steinn Ár- mann Magnússon og Helga Braga ætla nú að fara saman í megrun. Megrunarkúrinn sem þau ætla að leggja fyrir sig heitir Vodkakúrinn og er eftir Kristlaugu Maríu Sigurðar- dóttur. Bæði teljast þau sæmilega búttuð og hefur ekki orðið vart ann- ars en þau séu ljómandi ánægt með það. „Þeim mun meira af mér - þeim mun betra," hefur verið haft eftir Helgu Brögu. Þessi kúr er reyndar nokkuð sem þau takast á við undir fána leiklistar- gyðjunnar. Þessir frábæru leikarar eru nú að æfa í Borgarleikhúsinu leikrit undir þessu nafni - Vodkakúr- Ha? inn. Steinn og Helga voru saman í Leiklistar- skólanum á sínum tíma og hafa starfað mikið saman, bæði verið með skemmúdag- skrá, leikið saman á sviði og hver man ekki eftir þeim í Stundinni okkar fyrir margt löngu? Höfundurinn Kristíaug er hklega þekktust fyrir að hafa skrifað leikritið Ávaxtakörfuna og handrit að myndinni Didda og dauði kötturinn. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson. Sök- um blíðviðris hafa æfingar að mestu farið fram á svölum Borgarleikhússins. • Lou Reed er væntanlegur til landsins eins og allir rokkáhuga- menn vita og er nú verið að ganga frá því að við hann verði tek- ið viðtal af lykilmönn- um hvers fjölmiöils um sig. Þannig hefur Sigurjón Kjartansson í Tvíhöfða lýst yfir nokkrum áhyggj- um af því en Reed mun vera með erfiðari mönnum og vill engan fífla- jr gang. Einn fjölmiðlamaður hefur þegar tekið viðtal við Lou Reed og sá er nú ekki þekktur fyrir grínið og glensið. Biggi í Maus, blaðamaður Fréttablaðsins, tók við hann viðtal og máttu lesendur blaðsins stauta ILLLSMIKKI TREYSTA MÉR V ....HIKK! > SJONNI. VAKNABU! ÖVSENDI BÍL EFTIR ÞÉR, PÚ ÞARFT AB . TAKA VI&TAL - HERNA, Em GLEYMA BLAÐAMANNA- V HATTINUM! > JÁ.SAA.HANN N SI6URJÓN ER Á LEIÐINNITTL YKKAR t TAXA ÞIB ÞEKKI& V HANN Á HA TTINUM. Síðast en ekki síst sig í gegnum langan texta frá brjósti Bigga þar sem hann lýsir því yfir hver kyns raun það hafi verið að ræða við þessa goð- sögn. Grein Bigga hefst á orðunum: „Á öllum mínum fimm árum sem blaðamaður hefur mér aldrei liðið jafnillaað talavið nokkurn mann í síma og Lou Reed“... • Jamie Oliver meistarakokkur kom víða við í íslandsheimsókn sinni. Fór í fiskbúðir, laxveiði og lét sjá sig víða þar sem kræsinga mátti vænta. Þannig kom Stefáni Jóni Hafstein borgarfulltrúa nokkuð spánskt fyrir sjónir að kokkurinn snjalli vildi koma í garðinn hjá honum að Freyjugötu. Skýringin lá svo í rifs- berjaklösunum sem nú breiða sig mót sólu. Freyjugöturifsberin eru kornin á heimsminjaskrá kokksins! Það mun hafa verið Leifur Kol- beinsson Primaveramaður sem þekkti til aðstæðna og mætti með Oliver... • Söngkonan Pink fór mikinn þeg- ar hún sótti íslend- inga heim og kom víða við. Eins og segir annars staðar í blaðinu mega ís- lendingar vænta þess að sjá meira af þessari hressu stelpu. Sérstök tíð- indi fyrir áhugamenn um popptón- list mega heita að þau Pink og Frosti Logason, gítarleikari og heil- inn á bak við Mínus, sátu í um klukkustund á eintali úti í horni veitingastaðarins Felix. Höfðu þau greinilega um margt að ræða... Flott hjá Jóel Briem, verslunarstjóra I Spútnik, og fleirum að rífa Klappar- stiginn upp úr lægö og gera hann að einni aöalgötunni í Reykjavík I dag. Van Morrisson í stífri megrun Vill haírakex og hveitifrítt spagetti Ef einhver hefði haldið því ffam fyrir tveimur árum að væntanleg væru til landsins á nánast sama tíma: Marianne Faithful, Lou Reed, James Brovm og Van Morrisson, er líklegt að sá hinn sami hefði talist galinn. Og eru þarna aðeins nefndir nokkrir þeirra heimsþekktu tónlist- armanna sem eru væntanlegir... þegar hefur fjöldi slfkra heiðrað fs- land með nærveru sinni. Hérna gefst kærkomið tækifæri að rýna eilítið í lifnaðarháttu rokk- og poppstjarna sem teljast á heimsmælikvarða. í vikunni birti DV ‘rider’ James Brown og kennir þar ýmissa grasa. Rider er hugtak sem ætti að vera les- endum DV tamt en þetta enska orð nær yfir lista þann sem umboðs- menn alþjóðlegra stjarna senda á undan þeim þar sem tíundað er það helsta sem þarf að vera til staðar á tónleikastað. Ljóst er að hinn rúm- lega sjötugi kóngur sálartónlistar- innar hugsar vel um heilsuna. Það gerir einnig Van Morrisson en DV komst í ‘rider’ hans. Van er væntan- legur tíl landsins og verður með tón- leika 2. október. Þessi rauðhærði írski snillingur hefur ávallt verið kubbslegur mjög. Sé tekin tillit til krafna hans má draga þá ályktun að hann sé í stífri megrun. Van Morrisson hefur löngum þótt tónleikahöldurum óþægur ljár í þúfu en ekki verður betur séð en kröfur hans séu hóflegar. Kannski á eftír að koma ítarlegra skjal þegar nær dregur en listinn einkennist af ákaflega heilsusamlegu líferni. Með- al þess sem Van vill hafa til reiðu te, kaffi og ölkelduvatn við öll tækifæri. Veislumáltíð fyrir 30 manns skal vera tilbúin tveimur tímum fyrir tónleikana. Þar á að vera fjölbreytt og férsk grænmetísfæða en einnig skulu vera kjöt- og fiskréttir. Einnig skai vera til staðar úrval grænmetís- rétta, auk ostabakka og ávaxtakörfu. Hvert kvöld dvalar Vans skulu til- teknir réttir vera í boði og tekið er skýrt fram að engan rjóma og engan ost má nota í sósur fyrir Van. Og í Spaghetti Bolognese-réttinum skal spaghetti vera hveitifrítt. Allt brauð og pasta skal vera hveitífrítt og líf- rænt. í búningsherberginu skal svo meðal annars vera ávaxtakarfa en tekið er skýrt fram að þar eigi EKKI að vera kíví eða bananar. Vekur það athygli því Brown vildi banana við öll tækifæri. Þá vill hann kalóríu- snautt súkkulaði, te, mikið úrval ávaxtadrykkja og ölkelduvatns, diet- kók, þurrkaðar fíkjur, hafrakex, fitu- skerta jógúrt, léttmjólk (fitusnauða) í teið svo eitthvað sé nefnt af lista sem gætí þess vegna verið frá Heilsuhúsinu. Þeir dagar virðast liðnir að rokkstjörnurnar séu með Jack Daniels í buxnastrengnum. Ætíi Keith Richards viti af þessu? Lárétt: 1 þekkt, 4 þrjóskur, 7 vírus, 8 leðja, 10 atlaga, 12 skagi, 13 hóti, 14 anga, 15 eyktamark, 16 nöldur, 18 nálægð,21 ber,22 hopar, 23 kornljár. Lóðrétt: 1 geðvond, 2 ald- ur, 3 galdrar, 4 oft, 5 skjól, 6 hækkun, 9 ráfa, 11 kvísl- in, 16 bjargbrún, 17 drunu, 19 fífl, 20 afreks- verk. Lausn á krossgátu Q? P0Z'|ue6l'áu6 Zl 'jpu 91 'uetu|e 11 'ejöis 6'su 9'jea s'siuuisejcj y'je6uiuja6 E'wæ z 'IW l :;}3JQpi ■Q6js zz 'Jág zz 'u|>(eu iz 'pupu g t '66eu 9 l 'uou s i 'eui|! y l ''iuöp £ i 'sau zl 'spjy 0L 'J|a| 8 'ejpA l 'J3ac| y '6æjj t mpJei

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.