Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2004, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST2004
Fyrst og fremst 0V
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjórar:
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjórar
ReynirTraustason
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot 550 5090
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
ar; auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins I stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvaðveistþú um
lleitesúela*
1 f hvaða heimsálfu er
landið?
2 Hvað heitir höfuðborgin?
3 Hvað heitir forsetinn?
4 Hver er helsta tekjulind
landsins?
5 Hvað þýðir nafn lands-
ins?
Svör neðst á síðunni
Ýktkúl!
Bandarískur áhugamað-
ur um kvikmyndir, Harry
nokkur Knowles, stjórnar
þessari vefsíðu um þá
miklu list, kvikmyndalist-
ina. Hann segir fréttir úr
www.aintitcoolnews.com
Vefsíðan
þeim heimi, dæmir kvik-
myndir af ótrúlegegri þekk-
ingu og innsæi og tengir
aðra áhugamenn saman á
spjallrás. Á vefhum er
einnig hægt að skoða kynn-
ingarstúfa kvikmynda og
velja úr þéttskipuðu greina-
safni Knowles um kvik-
myndir. Svo mikið mark er
tekið á umsögnum
Knowles vestra að Quentin
Tarantino bauð honum,
fyrstum allra gagnrýnenda,
á forsýningu myndarinnar
„Kill Bill: Vol2“.
Skottulæknir
Oröabók Menningarsjóðs
segiroröið vissulega
merkja gerviiækni, lélegan
lækni og hlaupalækni en
líka ólærðan lækni. Forlið-
urinn virðistþvi merkja eitt-
hvað flýtiskennt og
skammvinnt. Ekki er talið
ólíklegt að hann sé leiddur
af kvenkynsnafnorðinu
skotta í merking-
unni sem dregin
er af sögninni að
skotta, flækjast um eða
hlaupa fram og aftur.
Læknir, læknari, lækning og
læknan eru forn og ger-
mönsk orð, leidd afsögn-
inni að lækna; græða, bæta
heilsu manna.
Málið
1. Suður-Ameríku. 2. Caracas. 3. Hugo
Chavez. 4. Olíuvinnsla. 5. Litlu-Feneyjar.
Pólitík enn!
Nú þegar allir héldu að friður gæfist
frá stjórnmálum eftir hamagang
fjölmiðlamálsins og við gætum not-
ið veðurblíðunnar kannski langt fram f
september án þess að þurfa að leiða um of
hugann að íslenskri pólitík, þá rumskar
pólitíkin á ný við að allt er á öðrum end-
anum í Framsóknarflokknum.
Ekki eru það málefhi af
neinu tagi sem eru að vefjast
fyrir þeim framsdknarmönn-
um, heldur einvörðungu það
hver á að vflcja sæti þegar
ráðhemun flokksins fækk-
ar um einn þann 15. sept-
ember þegar Halldór Ás-
grímsson fær forsætisráðu-
neytið í sinn hlut frá Davíð
Oddssyni.
Hvort það á að vera Siv
Friðleifsdóttir, Ámi Magnússon
eða einhver annar.
Og víglfnur eru dregnar: konur
flykkjast til liðs við Siv, nema Dagný
Jónsdóttir, enÁmi Magnússon er
talinn vera maður vikunnar á fram-
sóknarvefnum Hrifla.is vegna þess að
hann sé „vinnusamur ráðherra" eins og
það er orðað. Og hefði líklega fáum öðr-
um en hörðustu stuðningsmönnum Áma
látið sér til hugar koma að hann hafi á
einhvem hátt verið „maður síðustu viku“.
Augljóst er að mikið gengur á f flokkn-
um vegna þess arna. Reyndar
mundu sumir eflaust ekki vilja
kannast við að hér sldpti mái-
efiú ekki máli, því hér sé um að
ræða það mikilsverða mál
hvort konur eigi aðgang að
forystusveit Framsóknar-
flokksins. Þannig tala að
minnsta kosti stuðningsmenn
og -konur Sivjar Friðleifsdótt-
ur.
Athygliverð er sú grein Elsu B.
Friðflimsdóttur sem vitnað er til
í dálknum Fyrst og fremst hér að
neðan. Þar fjallar hún almennt
um þær hæfhiskröflu’ sem gera ætti til
ráðherra og þótt grein hennar sé aug-
ljóslega hluti af intrígunum í flokknum
og beri að túlka hana sem slflca, þá er
merkilegt hve fáa hún finnur í þing-
mannaliði Framsóknarflokksins sem upp-
fyila öll þau skilyrði sem hún telur eðlilegt
að setja um stjómendur.
Sem sé aðeins fjórir af tólf. Og einn
þingmaður er talinn alveg augljósiega
óhæfúr. Sá er þó núna ráðherra og krón-
prins formannsins. Með þessum fullyrð-
ingum heggur Elsa augljósiega nærri for-
manninum sjálfúm.
Langt er um liðið síðan Halldór Ás-
grímsson hefur mátt þola mótbyr innan
eigin flokks. En þar virðist nú allt í upp-
lausn og ólgu út af ráðherramálinu og
gæti orðið enn einn skugginn sem Ilaíldór
þarf að dragnast með þegar hann nær
loks þvf markmiði sínu að verða forsætis-
ráðherra.
í viðbót við til dæmis óuppgert íraks-
strfðið, óuppgert fjöhniðlamál og vaxandi
óánægju sjálfstæðismanna með hið nýja
fyrirkomulag.
Svo pólitfldn er þá hreint ekki dauð úr
ölliun æðum. Þótt við kysum helst að svo
væri rneðan við getum enn sleikt sólina.
niugl Jökulsson
Olga í Framsókn
„Athyglivert er að
einn og sami ráð-
herrann uppfyllir
ekkert þessarra
skilyrða um hæfni.
Hann verðurþví
seint talinn meðal
þeirra hæfustu
skrifar Elsa B.
Friðfinnsdóttir um
Árna Magnússon.
Fyrst og fremst
HIN UNGA ÞINGK0NA DAGNÝ JÓNS-
DÓTTIR hefur hingað til ekki vakið
mikla athygli fyrir mikinn hita í mál-
flutningi og sumir myndu ef til vill
orða það svo að hún hafi ekki vakið
mikla athygli fýrir málflutning yfir-
leitt. En í fýrradag var henni nóg
boðið eftir að í sumum blöðum
höfðu birst auglýsingar frá 40 fram-
sóknarkonum þar sem þær hvöttu
til að ekki yrði skertur hlutur kvenna
í ráðherraliði flokksins í þeim „ráð-
herrakapli" sem fyrir dyrum stend-
ur. Auglýsingin var augljóslega Siv
Friðleifsdóttur til stuðnings en Dag-
nýju var ekki skemmt og birti á vef
sínum reiðilegan pistil undir fyrir-
sögninni „Ekki allar konur reiðar".
„NÚ HEF ÉG SETIÐ ÞEGJANDI," skrif-
aði Dagný, „undir umræðu um
stöðu kvenna innan Framsóknar-
flokksins í margar vikur og mánuði.
Ég vildi ekki tjá mig um málið vegna
þess að umræðan hefur mjög verið
tengd ráðherravalinu sem framund-
an er og vil ég segja sem minnst um
það, enda ekki talið viðeigandi að
ræða slík innri mál á opinberum
vettvangi á meðan þau eru ekki út-
kljáð."
Hér megum við til að hnykkja á
þessum orðum. Hvers vegna - með
leyfi - er „ekki talið viðeigandi" að
ræða mikilsverð mál eins og hverjir
gegna ráðhérraembætti fyrir Fram-
sóknarflokkinn á opinberum vett-
vangi? En Dagný heldur áfram:
„Nú hins vegar verð ég að láta
rödd mína heyrast vegna þess að
mér er misboðið. Misboðið vegna
þess að í fréttum í kvöld var látið í
það skína að allar framsóknarkonur
ílandinu séu reiðar formanni ogfor-
ystu flokksins vegna ráðherrakap-
alsins ogþeirra breytinga sem vænt-
anlegar eru á ríkisstjórninni nú í
haust.
VIÐ SKULUM ALVEG HAFA ÞAÐ A
HREINU að þó svo að einhver hópur
framsóknarkvenna lýsi sigreiðan þá
eru EKKl allar konur reiðar. Ég var
t.d. ekkert reið í dag út í einn né
neinn, en er reið núna út íþennan
hóp sem alhæfír fyrir hönd allra
kvenna í fíokknum og leyfír sér
þannig að skapa sér áróðursstöðu.
Ég hef fengið mörg símtöl í dag frá
framsóknarkonum sem skilja ekkert
íþessum málfíutningi og furða sig á
því að þingflokknum skuli ekki
treyst til að velja hæfustu manneskj-
una fyrir hönd hans í hvert ráðu-
neyti fyrir sig rétt eins og tíðkast hef-
ur um áratugaskeið. Ég tilheyriþess-
um hópi kvenna og karla sem vilja
velja einstakling hverju sinni sem
hentar best íþað hlutverk sem velja
á í. Það er minn skilningur á nútíma
jafhréttisbaráttu, en maður veltir því
fyrir sér hvort þessi barátta snúist
kannski frekar um framgang ákveð-
inna kvenna fremur en kvenna al-
mennt.
Ég geri mér grein fyrir því að ég
kann að eignast óvildarmenn út af
þessari afstöðu minni, en það verð-
ur þá bara að hafa það. Hér er um að
ræða algjört grundvallaratriði í
minni lífsskoðun oghefávallt haldið
þessari skoðun minni fram og ætti
því ekki að koma neinum á óvart. “
EKKIVITUM VIÐ HV0RT DAGNÝ hefur í
raun eignast „óvildarmenn" út á
grein sína en greinin hefur altént
vakið andsvör. Elsa B. Friðfinnsdótt-
ir framsóknarkona skrifaði í grein á
vefinn Ifk.is og byrjaði á því að gagn-
rýna viðbrögð Hjálmars Ámasonar
við auglýsingu framsóknarkvenn-
anna fjörutíu:
„[Hannj virðist ... ekkert skilja í
því að konurnar telji þörffyrir slíka
auglýsingu, þvíenginn annar stjórn-
málaflokkur hafí „flaggað" jafn
mörgum kvenráðherrum og Fram-
sóknarflokkurinn. Ég spyr nú bara:
Gat maðurinn tekið óheppilegar til
orða?Með þessu er Hjálmar að segja
að konur í fíokknum séu bara til
skrauts, þeim sé „flaggað" til að
bæta ásýnd flokksins út á við.
Viðbrögð Dagnýjar Jónsdóttur
komu mér ekki síður á óvart. Hún
segist leggja áherslu á að hæfasti
einstaklingurinn sé valinn hverju
sinni, óháð kynferði. Gott og vel, en
af orðum hermar má þá skilja að
konumar í þingflokki Framsóknar
standi körlunum almennt að baki
hvað hæfni varðar. Hitt þykir mér
einnig áhugavert að með áherslu
sinni á hæfasta einstaklinginn hlýtur
Dagný að hafa komið sér upp ein-
hverri mælistiku á hæfíii manna til
að verða ráðherrar. Ég skora hér
með á Dagnýju að birta hæfniskröf-
ur þær sem hún hyggst leggja til
grundvallar þegar ráðherrar Qokks-
ins verða valdir.
EF DAGNÝ HEFUR ENN EKKI settniður
slika mælistiku vil ég benda henni á
þær kröfur sem almennt em gerðar
þegar æðstu stjómendur (og jafnvel
millistjórnendur) em ráðnir til ríkis-
stofnana. í auglýsingum um slík
störf má gjarnan fínna texta eins og:
Umsækjendur skulu hafa háskóla-
prófauk starfsreynslu á viðkomandi
sviði. Áhersla eríögð á fæmi ímann-
legum samskiptum, sjálfstæði og
fagleg vinnubrögð. Ráðherrar hljóta
að teljast æðstu stjómendur þessa
lands þannig að ekki ætti að gera
minni kröfur tilþeirra en almennt er
gert varðandi millistjórnendur írík-
isstofhunum (undirmenn ráðherr-
anna). Ef þingmenn Framsóknar-
flokksins em metnir samkvæmt of-
angreindum kröfum en Ijóst að að-
eins fjórir af tólf þingmönnum
flokksins uppfylla menntunarskil-
yrðin, þ.e. hafa háskólapróf. Aðeins
einn núverandi ráðherra fíokksins
hefur háskólapróf. Hvað starfs-
reynsluna varðar yrði hún metin í
þessu tilviki sem reynsla af þing-
störfum. Fimm af núverandi ráð-
hermm flokksins hafa þingreynslu.
Hvað þriðja hæfhisþáttar varðar er
eðlilegt að mínu mati að meta það
út frá því atkvæðamagni sem við-
komandi hefur á bak við sig í sínu
kjördæmi. Það hlýtur að vera besti
mælikvarðinn á tiltrú kjósenda á
viðkomandi. Fimm ráðherrar
fíokksins myndu líklega teljast upp-
fylla þetta skilyrði. Athyglivert er að
einn og sami ráðherrann uppfyllir
ekkert þessara skilyrða um hæfhi.
Hann verður því seint talinn meðal
þeirra hæfustu.
Mér sýnist því að ef lágmarks-
hæfniskröfur em gerðar til ráðherra-
efha Framsóknarflokksins séu það
aðeins fjórir þingmenn sem uppfylla
gmndvallarskilyrðið um menntun.
Mér sýnist því Ijóst að leita þurfí út
fyrirþingflokkinn tilað fylla ráðherra -
stöðumar ef Framsóknarflokkurinn
ætlar að „flagga hæfasta fólkinu", svo
gullkornunum sé slegið saman. Það
verður forvitnilegt að vita hvarDagný
Jónsdóttir setur krossana þegar þing-
menn Framsóknarflokksins velja sér
ráðherra oghvaða nafni eða nöfnum
hún bætir við listann. Hún vill jú velja
hæfasta fólkið. “
ÞEIR FJÓRIR ÞINGMENN sem upp-
fýlla öll skilyrðin hennar Elsu eru -
þótt hún nefni þá ekki - Halldór Ás-
grimsson, Magnús Stefánsson,
Hjálmar Árnason og Kristinn H.
Gunnarsson, sem reyndar viU svo
skemmtilega til að er sambýlismað-
ur Elsu.
Af einhverjum ástæðum nefnir
hún heldur ekki þann ráðherra sem
ekki uppfyllir nein af þeim skilyrð-
um sem hún telur eðlilegt að setja.
En það er Ámi Magnússon.