Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2004, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST2004 Fréttir DV Víkingasveit sinnti nærlOO verkefnum Samtals sinnti víkinga- sveit Ríkislögreglustjóra 98 verkefnum á síðasta ári. Þetta kemur fram í árs- skýrslu Ríkislögreglustjóra- embættisins fyrir síðasta ár. Af þessum fjölda voru 24 öryggisgæsluverkefni, 52 voru vegna vopnaðra lög- reglustarfa og 22 voru einstök fræðsluverk- efni. Þá sinntu sprengjusérfræðing- ar sveitarinnar nokkrum verk- efnum, meðal annars í kjöl- far sprengju- hótana og ör- yggisleitar vegna opinberra heim- sókna. Ekki inn á Svalbarða Einar Gíslason, bóndi og krabbameinssjúklingur í Skagafirði, segist gangandi kraftaverk. Seyði frá Ævari Jóhannessyni hafi bjargað sér. Ævar sagði í DV í gær að dæmi væru um að seyðið læknaði krabbamein. Ævar hefur gefið krabbameins- sjúkum ókeypis seyði í rúman áratug. Orðunefnd neitar að sæma hann fálkaorðu. íslensku sfldarskipin á miðunum úti fyrir Svalbara fara ekki inn fyrir meinta lögsögu Norðmanna fyrr en skýr skilaboð þess efnis berast frá útgerðsfélögun- um. Huginn VE og Guð- mundur VE hafa haldið burt en auk Vilhelms eru Þorsteinn ÞH og Hákon EA enn við veiðar þarna í ná- grenninu. Mikil fjölgun kvenna í lögreglunni Veruleg aukning hefur verið á lögreglumenntuð- um konum frá árinu 1997 en þá var hlutfall kvenna 4,3%. HlutfaU kvenna af heildarfjölda starfandi lög- reglumanna í upphafi árs 2003 var 9,3%, það er 728 karlmenn og 75 konur. í frétt frá Ríkislögreglustjóra um máiið segir að sam- kvæmt upplýsingum frá Lögregluskóla ríkisins sé umsóknarfrestur um skóla- vist í Lögregluskóla ríkins runninn út fyrir námsárið 2005. Umsækjendur eru 124 en af þeim eru 95 karlar og 29 konur. Því má búast við að konum í lögreglunni haldi áfram að íjölga. Krabbasjúkur búndi bakkar seyðinu lífið Einar Gíslason hefur nokkrum sinnum greinst með æxli og hafa þau verið fjarlægð jafnóðum með skurðaðgerðum. Einar byrjaði að taka seyði fráÆvar Jóhannessyni stuttu eftir að helmingurinn af nýra hans hafði verið fjarlægður. Áður hafði Einar fengið krabba í ristilinn, sem var fjarlægður að hluta. „Ég þakka það þessu lyfi fyrst og fremst að æxlið hefur vaxið svo hægt,“ segir Einar, sem hefur tekið eitt glas af seyði á dag í rúm tíu ár og tek- ur ekki önnur krabbalyf. „Ég fékk hjartaáfall og tek hjarta- lyf, en aldrei hef ég tekið nein krabbameinslyf," segir Einar Gísla- son, bóndi í Skagafirði, sem lætur engan bilbug á sér finna og vinnur við bústörfin tíu tíma á dag þrátt fyrir að vera kominn á áttræðisaldur. „Ég greindist með krabbamein 1992 og var skorinn upp 1993. Þá var tekinn úr mér helmingurinn af lifr- inni. Nokkru áður hafði verið tekið mjög stórt æxli úr risdinum. Ég var nær dauður af því helvíti," segir Ein- ar, sem er þakklátur fyrir að vera á lífi eftir að hafa fengið bæði hjartaáföll og krabbamein. Saurinn ratar sína réttu ieið „Það voru teknir 50 sentfmetrar af risdinum en hann virkar þrátt fyrir það. Saurinn ratar enn sína réttu leið,“ segir Einar. Hann slapp við að leysa saur í stómapoka eins og marg- ir þeirra sem fá krabbamein í ristil- inn. Hvað liggur á? „Eftir að ég fékk krabbann í annað sinn leitaði ég til Ævars og eftir það fór krabbinn að minnka,“ segir Einar, sem fór í athugun 6 árum síðar og hafði þá krabbinn ráðist til atíögu að ný: „Þá greindist ég aftur með lítíð æxh í nýrunum. Læknarnir voru steinhissa á því hvað það hafði vaxið hægt miðað við að það væri af sama stofiii og æxlið sem var fjarlægt áður,“ segir Einar og þakkar seyðinu, sem hann hafði þá tekið í 6 ár. „Ég tel að þetta sé alfarið vegna þess að ég var að taka seyðið hans Ævars. Það hægði á vextí æxlisins og stöðvaði hann í raun að mestu," seg- ir Einar, sem er enn í vandræðum með hjartað þó hann telji sig vera al- gjörlega laus við krabbameinið. Settur í rafmagnsstólinn „Hjartaáfallið hafði ég fengið áður en krabbinn greindist í íyrst sinn. Svo lent ég í vandræðum með það aftur í fyrra. Þá fór helvítið að slá helmingi of hratt. Ég var settur í rafmagnsstól- „Fg er upptekin við að leika i indversk-enskri kvikmynd sem verður tekin upp í Portúgai, Frakklandi, Bretland og Indlandi," segir söngkonan Leoncie Martin.„Ég erálslandi núna að undirbúa mig. flyt ég frá Sandgerði. Sandgerðisfólkið hefur ofsótt mig rosalega. Húsið er komið á sölu og tilboðið verður að passa mér vel, 8,5 milljónir króna. I gær var ég í Eymundsson í Reykjavík og það kom hellingur afstrákum hlaupandi og fékk eiginhandaráritanir og myndir. En heima íSandgeröi voru tvær unglingsstelpur að reyna að hræða mig með bumbunni sinni, risastórri vömb sem þær höfðu. They don't scare me." „Ég tel að þetta sé al~ faríð vegna þess að ég var að taka seyðið hansÆvars, Það hægði á vexti æxlisins og stöðvaðí hann í raun að mestu." inn og nú slær það á réttum hraða. Þeir setja á mann rafskaut til þess að koma hjartslættinum á réttan hraða, það hefur virkað vel á mig og nú er ég alveg 100 prósent," segir Ævar, sem hefur aldrei hætt að taka seyðið síðan hann smakkaði á því fyrst. Einar drekkur nú eitt glas á hverj- um morgni og trúir því að það komi í veg fyrir frekari útbreiðslu krabba- meins í lfkamanum. „I upphafi tók ég helmingi meira en nú,“ segir Einar. Hann er þakklát- ur Ævari, sem aldrei hefur rukkað hann um krónu þau 12 ár sem hann hefur fengið hjá honum seyðið sem Einar segir halda sér á lífi. Orðunefnd hafnar Ævari „Ég trúi því að þetta styrki ónæm- iskerfið og varni þannig útbreiðslu krabbans," segir Einar, sem neitar stundum að taka við seyðinu nema fá að skiija eftir einhvem smá aur upp í kostnað. Ævar hefur aidrei rukkað hann né nokkum annan fyrir seyð- ið, vinnur sína vinnu í sjálf- boðastarfi og leggur sjáifur út fyrir kostnaði. „Hann sýður og svo setur hann flöskumar út á tröppumar hjá sér. Síðan keyrir fólk fýrir utan hjá hon- um og hirðir þetta upp, sumt án þess að þakka fyrir sig,“ segir Einar, sem er ekki í nokkrum vafa um að seyðið hafi bjargað h'fi hans og erÆvari æv- iniega þakklátur. Einar hefur ásamt öðrum krabba- meinssjúklingum safnað undirskrift- um og sent á orðunefnd í þeim tfl- gangi að Ævar verði sæmdur fálka- orðu fyrir manngæsku og magnað sjálfboðastarf í þágu sjúkra. Þeirri beiðni hefur orðunefnd hafnað. freyr@dv.is Ævar Jóhannesson Hefursoðið t jurtaseyði Í13 ár án þess að hafa nokkurn tímann þegið greiðslu frá skjólstæöingum sfnum. Krabbameins- . sjúklingar eru Ævari þakklátir og sum- ’ ir telja sig eiga honum Iffað launa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.