Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2004, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST2004
Fréttir DV
Allt stefnir í málsókn erfingja Jóhannesar Kjarval á hendur borgaryfirvöldum.
Gunnar Eydal borgarlögmaöur segir að ekki verði orðið við óskum erfingja lista-
mannsins um að skila munum úr dánarbúi hans. Kristinn Björnsson hrl., lög-
maður erfingjanna, bíður eftir gögnum.
n'ærri Áístað
Berlusconis
ítalska lögreglan gerði
sprengju óvirka á Sardiníu,
nærri sumarbústað Silvio
Berlusconi, forsætisráð-
herra ftalíu, aðeins
nokkrum klukkutímum
eftir heimsókn Tony Blair
og eiginkonu hans Cherie.
Sprengjan fannst eftir að
ábending kom símleiðis frá
manni sem sagðist vera
liðsmaður í ítölskum öfga-
hópi. Undanfamar vikur
hafa öryggisráðstafanir ver-
ið miklar á Ítalíu eftir hót-
anir hryðjuverkahópa
tengdum A1 Kaída um árás,
dragi Ítalía ekki herhð sitt
frá Irak.
„Ég held að ég geti fullyrt að flest-
ir nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar
fái vinnu við sitt fag en því er ekki að
neita að hjúkrunarfræðingar hafa
ekki sama val og áður um vinnu,"
segir Elsa Friðfinnsdóttir formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Á Landspítalanum eru sparnað-
araðgerðir í gangi og ekki bætt við
hjúkrunarfræðingum nema stöður
losni. Erla bendir á að áður fyrr þeg-
ar skorturinn var hvað mestur hafi
hjúkrunarfræðingar getað valið um
deildir, vinnuú'ma og vinnuhlutfall.
„Þær gátu nánast sagt að þær
vildu vinna tvo daga í viku og aðeins
á kvöldvöktum eða eitthvað viðlíka.
Það er hins vegar liðin U'ð og þær
geta ekki lengur valið. Á Landspítal-
anum er alltaf hreyfing og enn þörf
fyrir hjúkrunarfræðinga á öldrunar-
deildum," segir Elsa.
Elsa viðurkennir eigi að síður að í
bæjunum næst höfuðborgarsvæð-
inu séu biðlistar og á lidu stöðunum
úti á landi þar sem aðeins ein eða
tvær stöður hjúkrunarfæðinga séu
fyrir hendi. Eins er ekki hlaupið að
því að fá vinnu í stórum bæjum eins
og á Akureyri og ísafirði. Elsa segir af
og frá að hjúkrunarfræðingar ör-
vænti um að fá ekki vinnu í framtíð-
inni og nefnir í því sambandi öldr-
unarhjúkrun. „Það er grein sem liðið
hefur fyrir skort
á starfsfólki og
þar liggja til að
mynda tæki-
færi til að
byggja upp
skemmtilegt
uppbyggingar-
starf,“ segir
Elsa.
Elsa Friðfinnsdóttir for-
maður félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga Þreng-
'st um °g hjúkrunarfræöingar
velja ekki lengur um stöður.
Eftirtalin námskeið
verða haldin á — Upledger
haustönn 2004 á ■ ■ instttute
vegum Upledger wSI Island
stofnunarinnar á
íslandi(UIIC)
Kynningarnámskeið Akureyri 20. og 21. ágúst
Kynningarnámskeið í Reykjavík 03. og 04. September.
CSTII 07.-10 október 2004.
SERII 28.-31 október 2004.
Clinical Symposium Ol.nóvember 2004.
CSTI 04.-07. nóvember 2004.
Upplýsingar og skráning eru í síma 466-3090.
Á heimasíðunni www:upledger.is eru upplýsingar
um námskeiðin og þar einnig er hægt að skrá sig á
námskeiðin beint.
Námskeiðahald fyrir árið 2005 verður sett upp fyrir
15. september á www.upledaer.is
Ul á íslandi
Hlíðarási 5 270 Mosfellsbær S: 466-3090.
Gunnar Eydal borgarlögmaður segir að embætti hans hafi
ákveðið að hafna kröfum erfingja Jóhannesar S. Kjarval um að fá
aftur muni úr dánarbúi listamannsins sem borgin fékk í hendur
við andlát hans árið 1968. Kristinn Björnsson hrl., lögmaður erf-
ingjanna, skrifaði borgaryfirvöldum bréf með kröfunni fyrr í
sumar en meðal annars er um að ræða nokkur hundruð teikn-
inga eftir Kjarval og talið að verðmæti þeirra nemi hundruðum
milljóna króna. Allt stefnir því í að erfingjarnir hefji málsókn
gegn borgaryfirvöldum vegna málsins.
Gunnar Eydal segir að krafa á
borð við þessa hafi áður komið
fram og verið hafnað. „Það er ekk-
ert nýtt í þessari kröfu nú þótt segja
má að hún hafi verið sett fram með
formlegri hætti en áður," segir
Gunnar Eydal. „Við höfum alltaf lit-
ið svo á og gerum enn að þessir
munir úr dánarbúinu séu eign
borgarinnar."
Beðið eftir gögnum
Kristinn Björnsson segir að hann
bíði nú eftir gögnum og lista yfir þá
muni sem um er að ræða frá borgar-
yfirvöldum. Hann segir að væntan-
lega fái hann þessi gögn í hendur
innan skamms og í framhaldi af því
verði tekin ákvörðun um framhald-
ið. Aðspurður um málsóknina segir
Kristinn að hann geti í augnablikinu
ekki sagt af eða á um hvort af henni
verður. „Við höfum að vísu alltaf
gert ráð fyrir að klára þetta dæmi og
það væri undarlegt ef við færum
ekki alla leið nú," segir Kristinn.
Ingimundur Kjarval Það
I var að frumkvæði Ingi-
I mundar að málið var tekið
I upp að nýju.
Allt mögulegt
Styrinn stendur einkum um 153
troðfulla kassa sem Kjarval skildi
eftir sig en þar raðaði hann öllu
mögulegu, allt frá tertuafgöngum til
bóka og teikninga. Þetta er ígildi
mjög ítarlegrar dagbókar og
hefur sem slíkt ómetanlegt
gildi. Það sem mest er
um vert er að seinna
kom á daginn að í
kössunum eru um
fimm þúsund
teikningar. Sem
fyrr segir fara
teikningar eftir
Kjarval ekki á
undir hundrað
þúsund krón-
um og
miðað við
það eru
verðmætin
500 milljónir.
Þessir hlutir
voru teknir af
vinnustofu Kjar-
vals árið 1968 en
vitað er að gerð
var ítarleg skrá
um allt er komst í
umsjá borgarinn-
ar á þessum tíma.
Ættingjar Kjar-
vals hafa áður
reynt að fá þessa
muni afhenta en það
er að frumkvæði son-
ar hans, Ingimundar
Kjarval, sem er sauðfjár-
bóndi í New York-ríki, að
þráðurinn hefur verið tekinn
upp að nýju.
•jrTf-'V
wm.
Gunnar Eydal „Það er ekkert
nýtt í þessari kröfu nú þótt segja
má að hún hafi verið sett fram
með formlegri hætti en áður."
Alltaf hreyfing á Land-
spítalanum Þar er ekki leng
ur ráðið nema stöður losni.
Borgarlögmaöur hafnar
krölum erlingja Kiarvals
„Maður er bara í kokkaskólan-
um hérna sem liggur næstum
alveg niðri við Strikið. Hitinn
hefur verið mikill og sett strik I
reikninginn, sérstaklega vegna
þess að ég á það til að svitna
svolítið
Landsíminn
hefur
gjörsamlega lamað mig. Við
búum I góöu hverfí og ég gæti
trúað þvl að það væri gott að
vera með börn hérna. Svo er
maður alltafað æfa sig I elda-
mennskunni á kvöldin. Ég
myndi segja að það að kaupa
brauð og setja það f frystinn
væri„billigforn0jelse‘‘,“segir
Stefán Melsted, veitinga-
maður f Kaupmannahöfn.
Formaður segir þrengja að hjá hjúkrunarfræðingum
Erfitt á að fá vinnu úti á landi